Síða 1 af 1
Þórsmörk / Básar ?
Posted: 14.mar 2014, 19:01
frá Sigfush
Kvöldið,
Veit einhver hvernig færðin er inní Bása?
Kannski allt á floti eftir "hlýindi" og votviðri síðustu daga?
Kveðja,
Sigfús
Re: Þórsmörk / Básar ?
Posted: 14.mar 2014, 19:28
frá Stebbi
Svona var þetta síðustu helgi, veit ekki hvernig hlýindin hafa verið þarna. Það var ekkert að viti í ánum og vel fært fyrir háa 35" bíla. Bakkarnir voru svolíið brattir á síðustu lækjunum.

Re: Þórsmörk / Básar ?
Posted: 14.mar 2014, 19:48
frá Sigfush
Takk kærlega fyrir það, Stefán - glæsileg mynd :)
Kveðja,
Sigfús
Re: Þórsmörk / Básar ?
Posted: 15.mar 2014, 01:03
frá Stebbi
Sigfush wrote:Takk kærlega fyrir það, Stefán - glæsileg mynd :)
Kveðja,
Sigfús
Takk fyrir það, þetta var einn af þessum dögum sem allt myndaðist vel. Meira að segja óæðri endinn á bílnum mínum.

Re: Þórsmörk / Básar ?
Posted: 15.mar 2014, 12:59
frá Brjotur
þetta var allt i goðu a miðvikudag var þarna a 38 toyota pickup a mörgum stöðum litur þetta illa ut vegna vatns , en það er svell undir svo þetta er ekkert mal :)
Re: Þórsmörk / Básar ?
Posted: 15.mar 2014, 13:10
frá stebbiþ
Þið verðið að muna að koma við hjá honum litla stubb, sveitarstjóranum í Rangárþingi, og borga honum aðgangseyri fyrir Þórsmerkurferðina.
Kveðja, Stebbi Þ.
Re: Þórsmörk / Básar ?
Posted: 15.mar 2014, 14:15
frá Stebbi
Ég sendi honum bara reikning fyrir að ryðja þarna inneftir. Kom út í plús eftir ferðina. :)
Re: Þórsmörk / Básar ?
Posted: 15.apr 2014, 07:48
frá vidart
Veit einhver hvernig færðin er núna í Mörkina? drulla eða í lagi?
Re: Þórsmörk / Básar ?
Posted: 15.apr 2014, 16:55
frá Sæfinnur
Það er skálavörður í Básum, Örugglega best að fá upplýsingar hjá honum. Síminn 893 2910