Síða 1 af 1

Jeppaferð ein með öllu.

Posted: 26.feb 2014, 22:54
frá Magni
Skruppum á þremur jeppum smá hring síðustu helgi. Komum reyndar ekki heim fyrr en á miðnætti á mánudeginum.

Föstudagur: Kjölur - Eyfirðingaleið - nokkra km framhjá Ingólfsskála áður en var snúið við og gist í honum. Þungt færi og klukkan orðin margt.
Laugardagur: Langt af stað frá Ingólfsskála nokkra km áður en Cruiser fór á tjakkinn með ónýta legu. Farið aftur í Ingólfsskála á móts við menn sem komu með legusett, deginum eytt þar að hluta að gera við og smyrja áður en haldið var aftur að cruiser að klára viðgerð. Haldið áfram uppí Laugafell, ferðin sóttist hægt vegna færðar(algjör sykur). Þurftum að moka okkur inní skálann.
Sunnudagur: Farið norður frá Laugafell slóða sem fer inná Sprengisand. Vorum 12 tíma að komast að Nýjadal.Aðfaranótt sunnudags var jeppunum lagt og farið að sofa vegna olíuleysis, traustur félagi á Patrol lagði af stað úr bænum með olíu.
Mánudagsmorgun: Olíu safnað af 4runner og Hilux og sett á cruiser til þess að keyra á móti patrol með olíuna okkar þar sem hann var fastur, brotnuðu boltar í framskafti á leiðinni. Fundum nokkra bolta í skottinu til þess að redda okkur. Komumst að Patrolnum honum á síðustu dropunum og legan farin að kvarta ískyggilega. Keyrt niður í Hrauneyjar, komnir þangað í hádegi á mánudag. Sveitin frá Hvolfsvellir (Dagrenning) skutlaði mönnum uppeftir með olíu að ná í Hilux og 4Runner og svo var pantaður bíll úr bænum til þess að ná í Cruiser. Flott helgi Ein með öllu.

Föstudagskvöld á Kili
Image

Image

Ein af tveimur ám sem við fundum alla helgina. Allar ár voru snjóaðar í kaf. Höfum ekki séð svona mikinn snjó í Kringum Laugafell á þessum tíma í 5-6ár.
Image

Image

Hilux spenntur að draga.
Image

Þungt færi, 42" 4Runner
Image

Image

Eintóm gleði
Image
Image

Image

Image

Nætursnarl í Ingólfsskála, gott að vera með kokk í hópnum.
Image

Laugardasmorgun lofaði góðu....
Image

Kamarinn var mokaður út.
Image

Image

Glaðir að komast í viðgerðir á cruiser
Image

Brúin yfir Hnjúkskvísl minnir mig.
Image

Fengum að moka okkur inn.
Image

Hilux bakkaði ofan í holu rétt við skálann.
Image

Morgunverður meistara í Laugafelli.
Image

Sunnudagur á leiðinni inná Sprengisand, færið var þungt fyrir Hilux. Vorum 2 að draga hann á köflum.
Image

Framdekk aðeins farið að halla.
Image

Image

Image

Á leiðinni að olíubílnum..
Image

Olíubíllinn okkar.
Image

Hringurinn
Image

Re: Jeppaferð ein með öllu.

Posted: 27.feb 2014, 08:35
frá ellisnorra
Alvöru ferð! :)

Re: Jeppaferð ein með öllu.

Posted: 27.feb 2014, 09:59
frá Hfsd037
Flott ferð

Re: Jeppaferð ein með öllu.

Posted: 27.feb 2014, 10:48
frá Styrmir
Smá forvitni hvað voruð þið með mikla olíu með ykkur?

Re: Jeppaferð ein með öllu.

Posted: 27.feb 2014, 11:46
frá -Hjalti-
Alvöru túr , hvað skemmdist eitthvað meira en legan á crúser fyrst að hjólið fór að halla eftir að þú fékst nýja legu ?

Re: Jeppaferð ein með öllu.

Posted: 27.feb 2014, 12:09
frá Magni
-Hjalti- wrote:Alvöru túr , hvað skemmdist eitthvað meira en legan á crúser fyrst að hjólið fór að halla eftir að þú fékst nýja legu ?


Það var komið mikið slag í hubbinn. Slífin fyrir ytri leguna skröllti laus í um hálfan mm.

Re: Jeppaferð ein með öllu.

Posted: 27.feb 2014, 12:10
frá Magni
Styrmir wrote:Smá forvitni hvað voruð þið með mikla olíu með ykkur?


Ég var með 200 lítra. Hilux með 130lítra og man ekki alveg með Runner. Við tönkuðum allir á Geysi á leiðinni uppeftir.

Re: Jeppaferð ein með öllu.

Posted: 27.feb 2014, 12:10
frá Grásleppa
Flottar myndir, gaman að svona póstum.

Re: Jeppaferð ein með öllu.

Posted: 27.feb 2014, 12:23
frá Ragnare
Alltaf gaman af ferðasögum.

Flottur túr hjá ykkur greinilega. Það verður að vera spenna í þessu :)

Re: Jeppaferð ein með öllu.

Posted: 27.feb 2014, 12:37
frá sfinnur
Runner var med rúmlega 200 lítra, tókum 45 lítra og settum á hina bílana.

Re: Jeppaferð ein með öllu.

Posted: 27.feb 2014, 18:21
frá Finnur
Flottur þráður um hörku ferð. Þetta er svona ferðir eru alltaf mjög eftirminnilegar þar sem er mikið bras og menn þurfa vera klókir til að redda sér.

kv
KFS

Re: Jeppaferð ein með öllu.

Posted: 27.feb 2014, 18:38
frá olei
Þetta hefur örugglega verið alveg hundleiðinlegt!

Hvaða dekk eru annars undir Hilux og 4Runner?

Ég hef lítið verið á ferðinni við Laugafell síðustu ár, en mér sýnist sjnóalög vera á pari við það sem gerðist fyrir 15-20 árum. Alvöru snjór.

Re: Jeppaferð ein með öllu.

Posted: 27.feb 2014, 19:44
frá Magni
olei wrote:Þetta hefur örugglega verið alveg hundleiðinlegt!

Hvaða dekk eru annars undir Hilux og 4Runner?

Ég hef lítið verið á ferðinni við Laugafell síðustu ár, en mér sýnist sjnóalög vera á pari við það sem gerðist fyrir 15-20 árum. Alvöru snjór.



Hilux er á 38 GH og 4Runner á 42" Irok. Og það er nóg af snjó þarna uppfrá. Vaðið við skálana sem hefur yfirleitt verið skemmtilegur farartálmi var alveg á kafi, sáum 40cm af skiltinu.