Síða 1 af 1

Snjóalög á skjaldbreið???

Posted: 14.feb 2014, 20:19
frá Sigfusson
Sælir
Vitið þið hvort það sé einhvað af þessu hvíta á lyngdalsheiði og innað skjaldbreið?
kv Garðar

Re: Snjóalög á skjaldbreið???

Posted: 15.feb 2014, 06:39
frá Úlfur
Mynd frá því í gær! http://rapidfire.sci.gsfc.nasa.gov/imag ... terra.250m

Síðan eru vefmyndarvélar vegagerðarinnar af Lyngdalsheiði og á síðu LIV.is er mynd frá Bragabót. Eins og sjá má er snjór á Skjaldbreið, en ekki mikið á línuveginum austan eða vestan fjalls.

Re: Snjóalög á skjaldbreið???

Posted: 16.feb 2014, 15:13
frá BHV
Ég fór í gær frá Lyngdalsheiði og upp á Skjaldbreið á Vitara "35.
Fínt færi en nokkuð hart upp að Skjaldbreið.
Slatta snjór á Skjaldbreið.

Re: Snjóalög á skjaldbreið???

Posted: 16.feb 2014, 19:54
frá Stebbi
Var þarna fyrir viku, ekta willy's og súkkufæri. 10cm skel og landsins ógeðslegasti sykur undir.

Re: Snjóalög á skjaldbreið???

Posted: 18.feb 2014, 00:26
frá dragonking
var þarna á laugardaginn 15.feb og það var bara mjög hart færi inn að skjalbreið,,, og svo svoldið sykursnjór ofarlega á skjaldbreið,,, en það vantar alveg púðursnjóinn þarna innfrá,,,, vélsleðar voru í vandræðum með að kæla nóg sleðana,,,, sést mikið í steina heilt yfir svæðið.....


mynd niðri á leiðinni að skjaldbreið...
Image

mynd uppá toppnum...
Image

Re: Snjóalög á skjaldbreið???

Posted: 19.feb 2014, 21:53
frá Sigfusson
Sælir ég fékk svo lélegar undirtektir að ég fór bara og kannaði þetta sjálfur á laugardaginn var ;)
Frekar lítið af snjó hart færi en öllu skárra hjá hlöðufelli og niðrí gullkistu.

Re: Snjóalög á skjaldbreið???

Posted: 15.mar 2014, 20:27
frá jullijulli
Vitiði hvernig færið er núna ?
erum að spá í að kíkja á morgun

Re: Snjóalög á skjaldbreið???

Posted: 16.mar 2014, 20:50
frá Doror
Ég var þarna í dag, þessar myndir eru teknar í ca. 900 metrum á Skjaldbreið. Nóg af snjó en nokkrir krapapollar á láglendinu einsog má sjá á einni myndinni.