Síða 1 af 1

Nýliðaferð 4x4 í janúar

Posted: 30.des 2013, 21:44
frá Freyr
Sæl öll

Helgina 17.-19. janúar næstkomandi verður farin nýliðaferð 4x4 í Setrið. Ferðin er fyrst og fremst ætluð fyrir þá reynsluminni en ef pláss leyfir eru allir velkomnir. Sjá nánari upplýsingar á síðu http://www.f4x4.is, sjá hlekk hér að neðan. Vekjum athygli á því að félagsaðild að klúbbnum er ekki skilyrði og við hvetjum unga og upprennandi jeppaferðalanga til að taka þátt.

http://www.f4x4.is/2013/12/30/nylidaferd-f4x4/


Kynningarkvöld fyrir ferðina verður þriðjudaginn 14. jan. Þetta verður haldið hjá Arctic Trucks á Kletthálsi. Á meðan verður verslunin opin og býður upp á 15% afslátt. Við munum fara létt yfir nokkur atrðiði fyrir ferðina og ræða m.a. brottfarartíma.

ATH: Þáttakendur skulu mæta á jeppum sínum og við förum létt yfir þá.




Kveðja, Freyr

Re: Nýliðaferð 4x4 í janúar

Posted: 06.jan 2014, 21:33
frá Freyr
Sæl öll

Nú hefur verið opnað fyrir skráningu í ferðina:

http://www.f4x4.is/event/nylidaferd-f4x4/

Kveðja, Freyr

Re: Nýliðaferð 4x4 í janúar

Posted: 07.jan 2014, 07:40
frá Styrmir
Lágmarksdekkjastærð er 38" (undaþágur veita farastjórar)

Re: Nýliðaferð 4x4 í janúar

Posted: 08.jan 2014, 01:47
frá Freyr
Sæl öll

Nú er um að gera að slást með í för í spennandi helgarferð sem kemur til með að reyna á fólk og tæki. Höfum fréttir af þokkalegum snjóalögum á svæðinu og þá sérstaklega norðan Kerlingarfjalla og á Klakksleið. Ferðatilhögun er með þeim hætti að ferðalangar spreyta sig sjálfir á aðstæðum en fararstjórar aðstoða og grípa inn í eftir þörfum og óskum.

Fyrir ferðina verður haldið smá námskeið/kynningarkvöld hjá Arctic Trucks. Þar verður tekið á móti okkur opnum örmum ásamt því að jeppar ferðalanga verða skoðaðir.

Kveðja, Freyr

Re: Nýliðaferð 4x4 í janúar

Posted: 08.jan 2014, 04:22
frá tampon
http://www.f4x4.is/2013/12/30/nylidaferd-f4x4/

Vantar upplýsingar um greiđslu. Hverjum á èg ađ borga fyrir ferđina ?

Re: Nýliðaferð 4x4 í janúar

Posted: 08.jan 2014, 08:34
frá Styrmir
Sæll Kjartan þær upplýsingar koma inn seinna í dag

Re: Nýliðaferð 4x4 í janúar

Posted: 08.jan 2014, 11:44
frá Skottan
Æji kemst ekki þessa helgi :(
En góða ferð, farið varlega og skemmtið ykkur vel þeir sem fara :)

Re: Nýliðaferð 4x4 í janúar

Posted: 09.jan 2014, 17:07
frá Freyr
Takk fyrir það. Það er engin spurning að þetta verður fjör!

kv. Freyr

Re: Nýliðaferð 4x4 í janúar

Posted: 13.jan 2014, 10:04
frá Freyr
Sæl öll

Kynningarkvöld fyrir ferðina verður annað kvöld, þriðjudaginn 14. Þetta verður haldið hjá Arctic Trucks á Kletthálsi. Á meðan verður verslunin opin og býður upp á 15% afslátt. Við munum fara létt yfir nokkur atrðiði fyrir ferðina og ræða m.a. brottfarartíma.

ATH: Þáttakendur skulu mæta á jeppum sínum og við förum létt yfir þá.

Kv. Freyr

Re: Nýliðaferð 4x4 í janúar

Posted: 13.jan 2014, 15:59
frá StefánDal
Hvað eru margir búnir að skrá sig, ef ég má spyrja?

Re: Nýliðaferð 4x4 í janúar

Posted: 13.jan 2014, 16:07
frá Styrmir
Sérð hverjir og hve margir á síðu f4x4.is undir skráningunni