Síða 1 af 3
54" bílar
Posted: 21.des 2013, 22:18
frá risinn
Þetta eru ótróleg apparöt á fjöllum. Var að sækja bíl í Landmannalaugar á 54" ford F350 á Unimog hásíngun og bíllin sem að við sóttum var á 44" dekkjum og hann var steindauður, var ekki í gangi og ekki drifsöft undir honum. Snjórinn var sykur færi, að ofan var nýfallin snjór ekki besta færið.
Á 2,5 pundum að framan og 1,5 pundum að aftan þá tókst þetta vekefni að koma bílnum niður í Hrauneyar. 54" Fordinn sökk stundum upp að gang brettum í snjónum með bíl í eftir drætti það er svolítíð hátt uppí gang brettin á svona bíl, en alltaf hélt hann áfram. Svo fór 46" Liner í förin okkar á leiðinnúr og hann sagði að þetta væru þau bestu för sem að hann hafi keyrt í.
Hlakka til að Snilli og Tilli komi með bílinn sinn í snjóinn í vetur.
Kv. Ragnar
Re: 54" bílar
Posted: 21.des 2013, 23:17
frá sukkaturbo
Sæll mikið væri gaman að sjá myndir úr þessari ferð var þetta bíllinn hans Frans? kveðja Tilli
Re: 54" bílar
Posted: 21.des 2013, 23:35
frá risinn
Við vorum að bölva því að hafa ekki vídeó með okkur.
Hefðum þurft að hafa sleða með okkur með vídeó myndavél til að sjá hvað trukkurinn var að gera.
Reynum það næst. :-)
Kv. Ragnar
Re: 54" bílar
Posted: 21.des 2013, 23:45
frá Wrangler Ultimate
Já þetta er ekki flókið.
vörubíll á mjög auðvelt með að draga fólksbíl :)
væri gaman að sjá myndir af ævintýrinu.
Re: 54" bílar
Posted: 22.des 2013, 01:15
frá gráni
Ég var nú að koma úr Landmannalaugum fórum Dómadalinn heim, kannast nú ekki við þessa lýsingu hjá þér á aðstæðum .hálendið þarna er nánast snjólaust þannig að ekki var færið þungt og ég var nú bara á 41 tommu dekkjum. Get vel skilið að þið hafið gert skurði upp í gangbretti enda komnir þá með fast land undir dekkin. Varðandi umræðuna um þessa 54 tommu bíla, þá er nú rétt að benda á það að þeir eru 5 tonn og veitir sálfsagt ekkert af þessum dekkjum til að ferðast um
Re: 54" bílar
Posted: 22.des 2013, 11:39
frá Hordursa
Alltaf gaman að fá ferðasögur, þessi hvetur mann til að halda áfram í skúrnum.
kv Hörður
Re: 54" bílar
Posted: 22.des 2013, 15:34
frá stone
örugglega frábærir bílar til að draga enda vélaraflið nægt. Áhugamenn um dekkjastærðir ættu samt að skoða einfaldar töflur um flotstuðul til að bera saman 5 tonna jeppa og aðrar stærðir miðað við þyngd. Svo má ekki gleyma því að oft er hægt að fara langt á aflinu og það er nægt í þessum pickupum
Re: 54" bílar
Posted: 22.des 2013, 18:40
frá gráni
Það er ofmetið vélaraflið þegar kemur að þungri færð, þá er yfirleitt betra að hafa lóggír.En það er alveg rétt þetta þarf að virka allt saman, bíll á 38 tommu sem er léttur getur virkað betur en 54 tommu bíll sem er 5 tonn.
Re: 54" bílar
Posted: 22.des 2013, 19:28
frá Hagalín
HAHA, elska þessa umræður um 150hp, 1500kg og 38" V.S. 500hp, 4500kg og 49-54"
Re: 54" bílar
Posted: 22.des 2013, 19:37
frá StefánDal
Hagalín wrote:HAHA, elska þessa umræður um 150hp, 1500kg og 38" V.S. 500hp, 4500kg og 49-54"
Æðisleg umræða!
Re: 54" bílar
Posted: 22.des 2013, 19:42
frá Hagalín
Re: 54" bílar
Posted: 22.des 2013, 22:02
frá Brjotur
þetta er natturulega bara bull orðið með þessar dekkjastærðir og bila hvað þurfa menn að sanna sem eru a 54 ? eru þeir virkilega ekki nogu goðir til að vera bara a 46 og kanski 49 ? eru menn að flyta ser svona rosalega að þeir bara verða að fara ut i þessar faranlegu ja eg sagði faranlegu breytingar a vörubilum þar sem þarf að skifta öllu ut undir þessu til að geta hugsanlega komist heim með draslið obrotið , nota bene Gusti a krilinu var að koma ur Laugunum a einni framdrifsloku eftir að vera buin að mölva 2 , hahaha svo er eg kallaður Brjotur :) Er ekki betra að vera bara a 44 eða 46 tommu bil sem hægt er að nota dagsdaglega lika jæja ætli eg lati þetta ekki gott heita nuna sjalfsagt að hreyfa við bloðinu a einhverjum nuna hahahaah en það verður bara að hafa það
Kveðja Helgi Brjotur :)
Re: 54" bílar
Posted: 22.des 2013, 23:00
frá Izan
Var þetta ekki sagt um 38" dekkin á sínum tíma??
Kv Jón Garðar
Re: 54" bílar
Posted: 22.des 2013, 23:00
frá Hagalín
Smekkur manna er misjafn sem og er buddan mis vel útilátin hjá mönnum.
Re: 54" bílar
Posted: 22.des 2013, 23:19
frá Hordursa
Við vitum allir að "berin eru Súr"
kv Hörður
Re: 54" bílar
Posted: 23.des 2013, 03:19
frá jeepson
Hagalín wrote:https://www.facebook.com/Kristjan.Hagalin?ref=tn_tnmn#!/photo.php?v=1763793026170&set=vb.1579448762&type=3&theater
Þetta sprautast bara áfram eins og patrol.
Re: 54" bílar
Posted: 23.des 2013, 07:27
frá Wrangler Ultimate
Hörður fáum við að sjá ,,lightweight" útgáfu af 54" í vetur á fjöllum ?
Re: 54" bílar
Posted: 23.des 2013, 09:40
frá ivar
Ég er alveg að fíla þessa stóru bíla. Finnst ekki líkjandi ferðaþægindin í þessu og kemur mér sífelt að óvart hvað þetta kemst.
Ég er með F350 á 46" og hugsaði hann sem sumarferðabíl sem væri skröltfær í vetrarferðir en hann hefur svo sannarlega sannað sig og vel það.
Hinsvegar varðandi það að nota svona bíl í annað en jeppaferðir þá held ég að fáum finnist það skemmtilegt. Hef verið að nota bílinn hjá mér í að fara í og úr vinnu og smá skrölt og finnst hann of stór í þetta. Myndi sjálfur aldrei vilja nota dags daglega bíl á stærra en 38" og finnst það samt orðið stórt í það verk.
Vona að við förum að fá fleiri video og myndir af þessum stóru bílum í action.
Re: 54" bílar
Posted: 23.des 2013, 09:41
frá Guðninn
ég held að menn ættu bara að fá sér einn svellkaldan og slaka á :)
Svo væri sniðugt að henda sér á fjöll þar sem 54" bílar eru á ferð og sjá hvernig þetta virkar.
sjáumst í vetur
kv Guðninn
Re: 54" bílar
Posted: 23.des 2013, 10:03
frá Tollinn
Fór smá rúnt um daginn þar sem 54" Ford var með í för og fékk svo sem ekki að sjá neitt action þar sem hann fór þetta bara í rólegheitum og ekkert reyndi á hann þó aðrir væru í basli. Þetta eru sjálfsagt snilldar græjur og eins og allt hafa sína kosti og galla. Ekki ætla ég að fara að hallmæla því að þessir bílar séu smíðaðir því flóran af fjallabílum á auðvitað að vera sem fjölbreyttust og ég hef gaman að því að sjá þessi tröll. Hins vegar finnst mér umræðan þróast út í það að gjaldfella bíla á minni dekkjum. Minn Hilux er t.d. á 35" dekkjum og ég held að það væru fáar ferðir sem ég myndi ekki skrá mig í vegna skorts á floti. Hins vegar hef ég lent í því að samferðamenn mínir séu hissa og jafnvel hálffúlir yfir því að ég ætli mér í óábyrgðarkasti að leggja upp í för á slíkum bíl. Hér á árum áður þóttu 35" bílar bara mjög öflugir en nú til dags þora menn varla að fara á þeim út af malbiki (Er auðvitað að ýkja svolítið, hehe).
En nóg um það, hvernig væri að fara að fá einhver video af þessu í action, í raun væri ég til í nýjan spjallflokk sem nefnist video eða bara hreinlega hreyfimyndaflokkur. Gæti vel hugsað mér að drepa tímann annað slagið við að horfa á jeppamyndbönd.
kv Tolli
Re: 54" bílar
Posted: 23.des 2013, 13:08
frá Stebbi
Ég var að heyra það að það þýddi ekkert að vera að skælast þetta á 38" bílum lengur, snjórinn væri bara orðinn þannig að 44" væri lágmark og þá virkar ekkert annað en að vera með lógír í bílnum líka, best væri að vera á 46" eða stærra. Þetta sagði mér maður sem aldrei hefur orðið uppvís af lygi og hefur sigrað allar brekkur á Íslandi.
Re: 54" bílar
Posted: 23.des 2013, 14:20
frá sukkaturbo
Sælir félagar einu sinni var hægt að fara á fjöll á 33" og 35" með engan gps og voru menn með plöstuð kort og áttavita. Þetta gekk ágætlega en þá voru menn mun betri ökumenn og vanari slarkinu en í dag. En þetta er bara þróunin og bara gaman að fylgjast með henni. Spurning hvenær menn hætta að nota dekk undir farartækin sín og fara að nota flugbíla? kveðja Guðni
Re: 54" bílar
Posted: 23.des 2013, 14:26
frá StefánDal
Stebbi wrote:Ég var að heyra það að það þýddi ekkert að vera að skælast þetta á 38" bílum lengur, snjórinn væri bara orðinn þannig að 44" væri lágmark og þá virkar ekkert annað en að vera með lógír í bílnum líka, best væri að vera á 46" eða stærra. Þetta sagði mér maður sem aldrei hefur orðið uppvís af lygi og hefur sigrað allar brekkur á Íslandi.
Já ég var að heyra þetta líka. Það hefði nú verið gott ef einhver hefði sagt mér þetta áður en ég fór og keypti mér 90 Cruiser á aðeins 38" dekkjum :(
Hef svo sem ekki prufað hann í snjó en það tekur því varla þar sem hann er á alltof litlum dekkjum og á klöfum að framan. En klafar virka ekki í nútímasnjó. Arctic Trucks hafa verið að notast við gamla Patrol jeppa á Suðurpólnum á 46" tommu og með Cummins til þess að búa til för þvers og kruss fyrir allar klafa Toyoturnar.
Re: 54" bílar
Posted: 23.des 2013, 16:43
frá Stebbi
sukkaturbo wrote:Sælir félagar einu sinni var hægt að fara á fjöll á 33" og 35" með engan gps og voru menn með plöstuð kort og áttavita. Þetta gekk ágætlega en þá voru menn mun betri ökumenn og vanari slarkinu en í dag. En þetta er bara þróunin og bara gaman að fylgjast með henni. Spurning hvenær menn hætta að nota dekk undir farartækin sín og fara að nota flugbíla? kveðja Guðni
Í gamla daga þá kunnu jeppamenn að krydda sögur, núna getum við varla kryddað kótelettur. Þessi flugjeppahugmynd er góð og ég ætla að vona að hún komi sem fyrst því þá getur maður jeppast eins og kóngur áhyggjulaust á inniskónum og þegar maður er komin með leið á því þá er bara flogið á Ask þar sem einhver kall í hvítum fötum kryddar lambið fyrir mann.
Re: 54" bílar
Posted: 23.des 2013, 16:47
frá Tollinn
Haha gaman að þessu, en öllu gríni fylgir auðvitað alvara svo það er ágætt að vekja máls á þessu.
kv Tolli
Re: 54" bílar
Posted: 23.des 2013, 17:27
frá kjartanbj
Eitt sem ég hef tekið eftir með þessa bíla á þessum storu dekkjum 49+, Fordana og svona er að mennirnir sem eru á þeim eru oft í stresskasti eða hræddir um að festa sig
því að engin í ferðinni gæti losað þá í vissum færum, við erum að tala um 5-6 tonna bíla sem getur verið djöfullegt að losa ef þeir eru almennilega fastir, hef lent í því að menn hafi ekki viljað fara eitthvað því þeir gætu fest sig og þá myndi engin ná þeim upp, það er eitthvað til að spá í líka þegar menn eru á svona bilum , það getur þurft marga bíla til að hagga svona vörubílum á fjöllum ef hann festir sig
annars er ekkert að þessum bílum, og um að gera ef menn eiga peninga , en þá þurfa þeir líka ferðast helst með öðrum svona bilum í hóp
Re: 54" bílar
Posted: 23.des 2013, 17:44
frá jeepson
Mér fynst nú oft eins og menn séu bara öfundsjúkir útí þessa stóru bíla. Ætli maður ætti ekki sjálfur svona svo kallaðan vörubíl. Nú maður gæti þa gersta verktaki og farið í malarkeyrlsu eða eitthvað á sumrin til að ná inn tekjum fyrir nýjum dekkjum. Ég lýt á þessa bíla sem ágætt bílskýli líka fyrir þá sem eiga yaris eða eitthvað svona smátt. Það eru margir möguleikar við þessa bíla. Ég held að það sé bara málið að fá sér einn svona trukk og keyra möl og malbiki á sumrin. Nú svo þegar að það rignir og litli snattarinn má ekki verða blautur er hægt ða leggja honum undir fordinum. Og nota hann svo yfir veturinn til að gera för hingað og þangað fyrir klafa bíla og alla hina sem eru á þessum litlu 38" dekkjum. Ég auglýsi hér með eftir svona ford svo að við Stefán Dal getum jeppast yfir vetrar tíman á litlu dekkjunum okkar. Einnig væri gott að fá bílstjóra með meira próf sem gæti gert för fyrir okkur og keyrt svo möl og grús fyrir mig yfir sumartíman :D Þetta eru bara endalausir möguleikar að eiga svona bíl.
P.s það væri ekki verra ef að það fylgdi tönn með honum til stundað snjó mokstur líka yfir vetrar tíman. Og kanski salt kassi líka.
Re: 54" bílar
Posted: 23.des 2013, 18:13
frá Stebbi
Auðveldast væri að setja svona 54" Ford á klafa að framan og aftan til að ryðja fyrir ykkur félagana.
Re: 54" bílar
Posted: 23.des 2013, 18:28
frá Kiddi
Nú hef ég ekki reynslu af 49-54" bílum en hef ferðast slatta á 46" Econoline. Ég verð að segja að fyrir mitt leyti er þetta leiðinlega svifaseint, þá er ég ekki að tala um vélaraflið heldur þennan fíflagang sem er svo skemmtilegur, tæta upp í brekkur og þess háttar. Þessu dóti finnst mér líða best á jafnsléttu eða þá beint upp og niður brekkur, ef maður kemur svo mikið sem nærri hliðarhalla þá er þetta orðið leiðinlegt. :-) tala þá ekki um hversu óþægilegt það er að vera með hellur í eyrunum eftir öll öskrin um að maður sé að fara að velta... hehe.
En þetta er bara mín skoðun... ! Sitt sýnist hverjum sjálfsagt.
Kannski eitt sem menn mættu hafa í huga ef þessir bílar drífa svona svakalega með snjóinn upp að stigbrettum það er hvort dekkin séu nokkuð að ná niður og búa til leiðindaför sem svo gætu hugsanlega-mögulega-kannski orðið tilþess að það verður þrengt að möguleikanum til að ferðast svona á veturna!
Jólakveðja!
Re: 54" bílar
Posted: 23.des 2013, 19:18
frá jon
Þetta er búinn að vera sami söngurinn í minnsta kosti 30 ár.
1980 fyrir 33 árum síðan átti ég Bronco 72 model og gerðist svo djarfur að setja 35" mödddera undir.
Þá sögðu "vitringarnir", þetta er tóm vitleysa, það brotna bara drifin, þú flýtur upp í öllum ám á svona hrikalegum blöðrum,
til hvers viltu fara upp á fjöll að vetri, það er ekkert að sjá þar, bara snjór, horfðu bara á stillimyndina í sjónvarpinu, það kostar ekkert.
Ég var svo vitlaus að hlusta ekkert á þetta, breytti bílnum bara meira, 38" dekk, læsingar og lægri gírkassa.
Síðan þá hef ég alltaf átt breyttan jeppa, sem hefur veitt mikla ánægju og frelsi til að ferðast um Ísland að vetri og sumri.
Fordinn á 54" dekkjum, unimog hásingum er í allt öðrum klassa hvað varðar drifgetu og þægindi, en að sama skapi sérhæfður ferðabíll til snjóaksturs.
Ef við hefðum hlustað á svartsýnis raddirnar á sínum tíma hefðu íslenskar jeppabreytingar aldrei orðið að veruleika og menn keyrðu um á original hjólbörðum í dag, það væri lítið varið í það.
Svo er alltaf spurning hvað menn vilja stórt í hvað á að nota bílinn, klárlega fá menn mest fyrir peninginn að láta 35" til 38" duga undir 2. tonna bíl. Laginn ökumaður kemst býsna langt á svoleið bíl með útsjónarsemi.
Það hefur enginn fest 54" bíl enn sem komið er, svo ég viti til.
Það er álika þyngdarmunur í % á milli 44" LC 80 og 54" bíls og svo Lc120 38" og 44" LC 80.
Það vefst ekkert fyrir Landcruser mönnum að ferðast saman.
Það sem hefur komið mest á óvart er hvað 54" Fordinn flýtur á skel, þegar léttir bílar niður í 1200kg brotna niður úr.
Jólakveðja
Re: 54" bílar
Posted: 23.des 2013, 20:05
frá Doror
Snilld að menn séu að eyða peningum og tíma í að búa til svona tröll. Þetta eykur líka þekkingu ýmsum þáttum breytinga sem annars hefði mögulega ekki gerst.
Skil ekki hvernig menn sem eru á 38" bílum geti verið að nöldra yfir þessu, það setur þá í alveg sama flokk og liðið á slyddujeppunum sem nöldrar yfir breyttum bílum og hversu óþarfir þeir séu.
Þessi þörf margra að fara alltaf á stærri dekk og öflugri bíla hefur bara verið jákvæð, túristinn elskar það að ferðast um í 46" Liner og björgunarsveitirnar fá stærri og öflugari bíla eftir því sem að þekkingin og framboð af dekkjum/breytingum eykst.
Re: 54" bílar
Posted: 23.des 2013, 20:21
frá hobo
Ég dauðöfunda menn sem get átt svona tröll sem er aðeins notað á veturna. Og mig grunar að það séu fleiri sem eru í sömu sporum og ég.
Mikið auðveldara fyrir menn að hallmæla þessarri dekkjastærð en að viðurkenna öfundina.
Þannig að nú er bara að brosa í gegn um tárin og samgleðjast :)
Re: 54" bílar
Posted: 23.des 2013, 20:40
frá jeepson
Ég sé bara ekki tilgangin í að öfunda menn sem að eiga svona tröll. Á maður ekki að vera sáttur við það sem að maður á?
Re: 54" bílar
Posted: 23.des 2013, 20:57
frá Svopni
Ef peningurInn væri ekki issue þá er ekki spurning um að maður væri á 49"-54" Ram. Þessir bílar hafa yfirburði fram yfir 44"-46" bíla og það er bara staðreynd, ekki skoðun! Að sjá þessi tæki í action er ótrúlegt.
Re: 54" bílar
Posted: 23.des 2013, 21:25
frá Startarinn
Auðvitað væri gaman að eiga 54" bíl ef fjárhagurinn leyfði.
jeepson wrote:Ég sé bara ekki tilgangin í að öfunda menn sem að eiga svona tröll. Á maður ekki að vera sáttur við það sem að maður á?
Það er eitt snilldar spakmæli sem ég sá niður á leikskólanum hjá dóttur minni:
"Ef þú ert ekki sáttur með það sem þú átt, því skildir þú vera sælli með meira"
Re: 54" bílar
Posted: 23.des 2013, 21:53
frá Brjotur
Hahaahah þetta kom roti a mannskapinn :)
GLEÐILEG JOL FELAGAR :) sjaums a fjöllum a nyju ari
Re: 54" bílar
Posted: 23.des 2013, 23:22
frá jeepson
Svopni wrote:Ef peningurInn væri ekki issue þá er ekki spurning um að maður væri á 49"-54" Ram. Þessir bílar hafa yfirburði fram yfir 44"-46" bíla og það er bara staðreynd, ekki skoðun! Að sjá þessi tæki í action er ótrúlegt.
Já maður ætti eflaust svona ofur trukk ef að maður ætti skít nóg af peningum. En maður kemst altaf á leiðarenda á því sem að maður ekur um á og það er nú fyrir mestu held ég. :)
Re: 54" bílar
Posted: 23.des 2013, 23:36
frá draugsii
Svo er annað hvað er gaman að geta bara keyrt út um allt án þess að hafa fyrir því?
Getur maður þá ekki alveg eins haldið sig á malbiki?
Re: 54" bílar
Posted: 23.des 2013, 23:47
frá biturk
Það verður að vera bras i svona ferðum, annað er leiðinlegt
Re: 54" bílar
Posted: 23.des 2013, 23:50
frá Heiðar Brodda
jahá takk fyrir að segja mér að snjórinn er orðinn þannig að 38'' jeppar komast ekkert á fjöllum lengur,spurning um að halda sig heima :) en ég ætla samt að prufa nokkrar ferðir í vetur á mínum gamla 4runner sem fór í stórferðina frá Egilsstöðum í Snæfell yfir Vatnajökull og niður Skálafellsjökul án þess að lenda í festu eða bilunum kv Heiðar Brodda 4RUNNER 2,4EFI '86 38''