54" bílar

Til að skipuleggja ferðir, auglýsa eftir félögum, spyrja fregna af færð og ástandi vega.
User avatar

jongud
Innlegg: 2626
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: 54" bílar

Postfrá jongud » 27.des 2013, 10:17

jeepson wrote:
jongud wrote:
Izan wrote: Það er yndisleg tilfinning að taka fram úr risajeppa upp á einbýlishúsverð á jeppa sem kostar svipað og góður svefnsófi.

Kv Jón Garðar


Þú er ekki jafn mikið kvikindi og ég sem tók hring í kringum 46" Ram þegar hann var í vandræðum á tvístæðri skel uppi á Fjarðarheiði.


haha. Var það björgunarsveitar raminn?


Já-
En eins og ég sagði, færið var MJÖG sérstakt.




lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: 54" bílar

Postfrá lecter » 27.des 2013, 11:40

54" og unimog hefur eingum dottið i hug að nota unimogin i heilu lagi undir þessi dekk

en þróun þess jeppa sem feingu unimog hásingar er ekkert nýtt upp úr 1980 fór þetta af stað Gilfi púst .Páll v 8 , viðar skelfir á Isafirði ,, notuðu 44" Gilfi fór i 48" minnir mig svo um 1987 kom econoliner á 48" en komust reindar ekki i 54" þá ,,en drifu feikna vel i snjó þeir bilar sem ég man eftir var bronco 74 3stikki einn af þeim eignaðist ég hann var blar 460cc ford annar sem Gilfi átti 429copra motor , þessir voru með mjórri gerðina af unimog hásingum , siðan Blazer 74 ford turbo diesel hann var kallaður vesfjarðarskelfir viðar átti hann ,, svo smiðaði ég 77suburban með 6cyl bedford 44" og unimog hásingum ,,svo var til 2 ford picup annar svartur með 429cc og hinn 4 hurða hann var rauður svo var til unimog með gult chevy 72 model boddy af picup hann var með 300bens diesel ,, svo var ein á Akureyri gulur 4 hurða með bens diesel

en þetta lognaðist útaf þó að allir þessir bilar bæru af i snjó ,,þar til i dag þá er allt i einu einginn maður með mönnum nema hafa slikan jeppa ,,, og vitanlega þróaðist þetta i 54" og betri gerð af unimog hasingum en við vorum að nota ,,,

en þetta er 30 ara gamalt og ekkert nýtt ,, flottastur var plast bronco 74 með 429 ford motor hann var með 48" dekk unimog hasingar hafin var smiði á 460 motor sem var turbo og var um 700hp en hun fór held ég ekki i jeppan með turbo,,, þetta er 1985 48"og um 2 tonn 700hp hljómar eins og drauma jeppinn i dag

svo ég held að svona trukkar 46-54" sé málið sem menn smiða i dag og mest spennandi verkefnið sem er i smiðum i dag er cadilac snjóflóðið þar er verið að lækka bilinn til að hann þoli hliðar halla lika sem er vandamál i 54" bilum i dag

gleðilega hátið kveða frá þingeyri erum búin að vera veðurteft hér i 3 daga og hér snjóar látlaust allan daginn

(sagan af þegar skelfirinn fekk unimog hásingarnar er góð,, viðar var vélstjóri á Gugguni og var búinn að gefast upp á að brjóta hasingar undir Blazernum svo hann setti sig i samband við aðila i Þýskalandi um að fá svona unimog hásingar svo fer Guggan i siglingu til Hamborgar en eiginkonan fréttir af þessum hásinga kaupum viðars og hefur samband við útgerðina um að viðar feingi ekki pening til að kaupa þær ,, svo þegar skipið er komið ut biður viðar skipstjóran um gjaldeyrir til að versla hásingarnar góðu ,,,þá verður skipsjórinn vandræðalegur og ségir að hann hafi þessi fyrirmæli ,,viðar svarar með þessum fleigu orðum ,, Það er alveg augljóst mál að þið hafið ekkert vit á hásingum ,,,) hann fekk peninginn og verslaði hásingarnar þetta er 1980-82


halendingurinn
Innlegg: 124
Skráður: 22.apr 2010, 14:05
Fullt nafn: Trausti Kári Hansson

Re: 54" bílar

Postfrá halendingurinn » 27.des 2013, 11:55

Það ætti að vera hægt miðað við að minn bíll vigtaði 4.6 tonn áður en camperinn fór á hann. Þetta er doka unimog 435 með vinnugír. það er cummings í þessum http://www.youtube.com/watch?v=lNsCw0hrKoM.
Kv. Trausti

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: 54" bílar

Postfrá jeepson » 27.des 2013, 12:20

lecter wrote:gleðilega hátið kveða frá þingeyri erum búin að vera veðurteft hér i 3 daga og hér snjóar látlaust allan daginn



Hefði maður farið vestur til gömlu hjónana um jólin hefðum við geta verið veðurteptir saman á Þingeyri og kanski jeppast eitthvað þarna um.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Re: 54" bílar

Postfrá Hfsd037 » 27.des 2013, 14:34

jongud wrote:
Izan wrote: Það er yndisleg tilfinning að taka fram úr risajeppa upp á einbýlishúsverð á jeppa sem kostar svipað og góður svefnsófi.

Kv Jón Garðar


Þú er ekki jafn mikið kvikindi og ég sem tók hring í kringum 46" Ram þegar hann var í vandræðum á tvístæðri skel uppi á Fjarðarheiði.



Ég keyrði líka einu sinni í kringum 3 Linera sem sátu fastir upp á Eyjafjallajökli, ég reyndi að draga einn upp enn það var ekki alveg að gera sig.. að vísu voru þeir með fulla bíla af pirruðum túristum :)

En fyrir mitt leiti myndi ég ekki þora í svona trukk nema ég ætti 100 milljónir plús , það er margt annað í forgangi heldur en að leika sér á nokkrum milljónum upp á fjöllum og það á ekki bara við svona risatrukka, heldur líka nýlega Crusera eða Patrola, en djöfull hvað það hlýtur að vera gaman að þeysast um á þessum teppum yfir allar ójöfnur méð félögum í miklu og þæginlegu plássi :)

En það er líka mjög mikill kostur að vera á liprum jeppa svona eins og fyrir jafn óskipulagðan einstakling eins og mig, maður skreppur oft skreppitúra upp í Kaldadal til þess að kanna snjóalög og það er rosalega þæginlegt að geta farið bara á hálfum tanki þangað úr RVK og til baka en átt smá afgang eftir.
Ef ég væri að spá út i einhvern bíl sem væri þæginlegt að keyra þá fengi ég mér bara M.B eða BMW því það er ekki eins og maður húkki í jeppanum allan ársins hring :)

Ég vona að ég hljómi ekki eins og einhver bitur smájeppamaður, ég hef oft verið 50/50 við það að breyta mínum á stærri dekk en ef ég tel kostina á móti ókostunum þá eru ókostirnir fleirri með stærri dekkjum.
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur

User avatar

íbbi
Innlegg: 1453
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: 54" bílar

Postfrá íbbi » 27.des 2013, 16:33

já, eins og kom fram í samtali okkar um daginn, þá er ég hræddur um að það sé ansi mikið til í þessu, ég sem er alltaf skoðandi jeppa með það fyrir augunum hvað maður eigi að fá sér á endanum óttast að það sé einmitt þannig að minna sé eiginlega betra, og þá upp á að maður geti þá raunverulega notað bílinn,

en myndi ég fá mér svona pikka tröll ef ég gæti? hell já.. kannski eki alveg 54" en 46-49" bílarnir finnst mér alveg það flottasta sem ég sé
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

jon
Innlegg: 35
Skráður: 08.des 2012, 21:01
Fullt nafn: Jon Olafsson
Staðsetning: Reykjavik

Re: 54" bílar

Postfrá jon » 27.des 2013, 20:24

Hliðarhalli:
Það er talað um hliðarhalla sem helsta veikleika bíla á stórum hjólum.
Samkvæmt lögmálinu er verra að vera á háum bíl á stórum dekkjum í hliðarhalla, heldur en lægri bíl á lægri hjólum
miðað við sömu breidd.
Þyngd hásinga og hjóla versus grindar og yfirbyggingar að meðtalinni breidd skiftir máli.
Diagonal dekk versus radial dekk skifta máli.
Stærð dekkja miðað við felgustærð, þ.e. meira gúmmí með litlum dekkjaþrýsting er vont,
sérstaklega ef um er að ræða diagonal dekk, eins og flest dekk eru, 44" og yfir.

Þeir sem hafa ekið á 44" og stærri diagonal dekkjum með litlum loftþrýsting í hliðarhalla, þekkja hvernig
dekkið vöðlast allt undir felguna og bílinn hallar óþægilega mikið og skríður undan hallanum.
Lausnin er að auka þrýstinginn í neðri hjólunum þar til dekkið hættir að vöðlast undir,
þetta hefur reynst vel í miklum hliðarhalla.
Best er að hafa úrhleypibúnað þar sem lokað er fyrir hvert dekk fyrir sig.

Ef bíllinn hallar óþægilega mikið í hliðarhalla fyrir farþegana, þá er snjallt að vera á loftpúðum með stýringu inn í bíl, og
minnka þrýstinginn í efri púðunum, og jafnvel bæta í neðri púðana.

Tek fram að hingað til hef ég getað keyrt allan hliðarhalla án vandræða eins og ég gerði á patrol og hilux á 38" dekkjum.
Aftur á móti myndi ég ekki reyna að elta lágan og léttbyggðan Willys í brekkum og snúa við 180°í brekkunni.

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: 54" bílar

Postfrá svarti sambo » 08.mar 2014, 03:18

Sælir drengir
Skemmtileg lesning.
Hefur engum dottið það í hug að nota minni breyttann bíl (varðandi dekkjastærð) og geta bara skellt honum á tvöfaldann dekkjagang í fjallaferðirnar og krúsað fínt innanbæjar þess á milli. þá ætti að vera nægt flatarmál á dekkjunum varðandi flotið og minni hætta á að dekkin séu að springa vegna úrhleypingar þar sem að það væri hægt að vera með meiri loftþrýsting í þeim. þetta er gert við traktorsgröfu sem er 8 tonn á þyngd og þarf að fara yfir votlendi. þetta myndi líka færa þyngdarpúnktinn neðar.
Þá væri kannski bara nóg að vera á 2x38" fyrir þessa svokölluðu vörubíla. og góðan stýristjakk og lyfta honum svolítð meira upp á boddíi en venjulega vegna beygjuradíusinn á frammhásingunni.
Fer það á þrjóskunni

User avatar

jongud
Innlegg: 2626
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: 54" bílar

Postfrá jongud » 08.mar 2014, 09:39

svarti sambo wrote:Sælir drengir
Skemmtileg lesning.
Hefur engum dottið það í hug að nota minni breyttann bíl (varðandi dekkjastærð) og geta bara skellt honum á tvöfaldann dekkjagang í fjallaferðirnar og krúsað fínt innanbæjar þess á milli. þá ætti að vera nægt flatarmál á dekkjunum varðandi flotið og minni hætta á að dekkin séu að springa vegna úrhleypingar þar sem að það væri hægt að vera með meiri loftþrýsting í þeim. þetta er gert við traktorsgröfu sem er 8 tonn á þyngd og þarf að fara yfir votlendi. þetta myndi líka færa þyngdarpúnktinn neðar.
Þá væri kannski bara nóg að vera á 2x38" fyrir þessa svokölluðu vörubíla. og góðan stýristjakk og lyfta honum svolítð meira upp á boddíi en venjulega vegna beygjuradíusinn á frammhásingunni.


Þetta hefur verið reynt, virkaði ekki.
Og nóg er nú álagið á legurnar samt á einföldum gangi af 38" dekkjum.
Breiddin er ekki lausnin í snjó þegar jeppadekk eru annarsvegar.


Til baka á “Ferðir og færð á fjöllum”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 14 gestir