54" bílar

Til að skipuleggja ferðir, auglýsa eftir félögum, spyrja fregna af færð og ástandi vega.

SævarM
Innlegg: 165
Skráður: 05.feb 2010, 16:19
Fullt nafn: Sævar Már Gunnarsson
Staðsetning: Sandgerði

Re: 54" bílar

Postfrá SævarM » 24.des 2013, 11:46

draugsii wrote:Svo er annað hvað er gaman að geta bara keyrt út um allt án þess að hafa fyrir því?
Getur maður þá ekki alveg eins haldið sig á malbiki?



Heimskulegt comment þar sem sumir eru að þessu til að ferðast um hálendið og skoða landið á öllum tíma ársins . Ekki til að brasa í snjó og vondu veðri. Og mér finnst ekkert að því að menn geti það eins og þeir vilja


Jeep willys 64, Torfærubíll
TurboCrew Offroad Team

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: 54" bílar

Postfrá jeepson » 24.des 2013, 13:34

SævarM wrote:
draugsii wrote:Svo er annað hvað er gaman að geta bara keyrt út um allt án þess að hafa fyrir því?
Getur maður þá ekki alveg eins haldið sig á malbiki?



Heimskulegt comment þar sem sumir eru að þessu til að ferðast um hálendið og skoða landið á öllum tíma ársins . Ekki til að brasa í snjó og vondu veðri. Og mér finnst ekkert að því að menn geti það eins og þeir vilja


Akkúrat. við höfum enga ástæðu til að öfunda þessa menn. Við gerum allir eins og við viljum.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

íbbi
Innlegg: 1453
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: 54" bílar

Postfrá íbbi » 24.des 2013, 14:11

ég er haldinn þeirri veiki að alveg dá Þessa ofvöxnu amerísku pikka, og hvað þá á svona tuðrum

þetta eru náttúrulega orðin alveg ógurleg tröll á 54". en þetta virðist vera alveg magnað hvað varðar afl og drifgetu,

mér er alltaf minnistætt þegar við vorum að leika okkur fyrir vestan á 38" nissan pikka, þá kemur 44" excursion og ætlar að fræsa í púðrið og sökk niður eins og honum hefði verið sökkt, og littlu japönsku jepparnir hreyfðu ekki við honum, var eins og að reyna toga hús af grunninum :) enduðum á að moka eflaust nokkrum tonnum af snjó til að ná að keyra honum út.

en allann tímann var ég með stjörnurnar í augunum yfir "mikilfengleika" bílsins engu síður
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


Dúddi
Innlegg: 198
Skráður: 13.feb 2010, 12:57
Fullt nafn: rúnar ingi árdal

Re: 54" bílar

Postfrá Dúddi » 24.des 2013, 16:01

Það er nu akkurat malið þo sem kemur fram i kommentinu herna fyrir ofan að það er alveg hægt að moka fra bilunum ef maður er með stærri bilum. Ekki bara að toga og toga. Ferðuðumst alltaf með 1 econoline og engum öðrum bil i þeim strærðarflokki herna gamla daga og þetta var ekkert vandamál þo ekkert spil væri með i ferðinni. Oft múgur og margmenni með og fólkið hefur gott af þvi að hreifa sig sma.
Með þessa 54 tommu bila þa bara samgleðst eg þeim sem eiga svona bila og geta rekið þa, þetta eru ekki draumabilarnir minir en maður að að sníða sér stakk eftir vexti og og vonandi geta sem flestir ferðast a fjöllum.
Gleðileg jól og góðar stundir.

User avatar

firebird400
Innlegg: 171
Skráður: 10.aug 2012, 18:47
Fullt nafn: Agnar Áskelsson

Re: 54" bílar

Postfrá firebird400 » 24.des 2013, 16:31

Þessi þráður er verðlaus án mynda.

Sýnið okkur nú þessi tröll ykkar
Agnar Áskelsson
Er að leita að næsta jeppa.
Keflavík


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: 54" bílar

Postfrá villi58 » 24.des 2013, 16:49

firebird400 wrote:Þessi þráður er verðlaus án mynda.

Sýnið okkur nú þessi tröll ykkar

Já hvar eru þessir bílar, eru þeir bara á teikniborðinu ? Gleðileg Jól.

User avatar

Hagalín
Innlegg: 760
Skráður: 01.feb 2010, 07:44
Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
Staðsetning: Akranes
Hafa samband:

Re: 54" bílar

Postfrá Hagalín » 24.des 2013, 17:31

Hér halda 49" bílarnir ágætis ferð svo ekki sé meira sagt í sem við á normal bílum myndum kalla þokkalega þungt færi.

https://www.facebook.com/photo.php?v=51 ... =3&theater
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur

E-1870


Brjotur
Innlegg: 369
Skráður: 31.mar 2013, 15:39
Fullt nafn: Helgi j. Helgason
Bíltegund: Patrol

Re: 54" bílar

Postfrá Brjotur » 24.des 2013, 23:17

Er það semsagt malið Hagalin að komast nogu hratt ?? jæja eg fer ekki a fjöll til að stunda hraðakstur :) finnst reyndar skemmtilegra eftir þvi sem færið er þyngra og reynir a mann og bil en það eru bara min cent eins og stendur einhversstaðar :)


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: 54" bílar

Postfrá kjartanbj » 24.des 2013, 23:56

Mér finnst alveg gaman að geta sprautað svona, en mer finnst líka gaman þegar það er eitthvað bras, og maður þarf að hafa eitthvað fyrir hlutunum, þegar maður þarf að vanda sig og erfiða í gegnum eitthvað þungt færi og svona :) en það er bara ég
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-

User avatar

Hagalín
Innlegg: 760
Skráður: 01.feb 2010, 07:44
Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
Staðsetning: Akranes
Hafa samband:

Re: 54" bílar

Postfrá Hagalín » 24.des 2013, 23:58

Brjotur wrote:Er það semsagt malið Hagalin að komast nogu hratt ?? jæja eg fer ekki a fjöll til að stunda hraðakstur :) finnst reyndar skemmtilegra eftir þvi sem færið er þyngra og reynir a mann og bil en það eru bara min cent eins og stendur einhversstaðar :)



Nei ekki alltaf. En ég setti þetta bara inn til þess að hægt væri að sjá yfirburði þessa bíla þegar á reynir.
Það er voðalega auðvelt að gagnrýna svona bíla þegar menn hafa yfir höfuð ekki séð þá með berum augum
og séð hvað þeir eru að gera í action.
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur

E-1870


gráni
Innlegg: 143
Skráður: 14.okt 2013, 22:36
Fullt nafn: Sigurður Vignir Ragnarsson
Bíltegund: ford

Re: 54" bílar

Postfrá gráni » 25.des 2013, 01:06

Þetta er nú í annað eða þriðja skiptið sem Guðmundur setur inn þetta video með 49 tommu bílunum get ekki séð hvernig hann getur séð ofsjónir yfir þessu smotteríi, svo er þessi samanburður ekki sanngjarn það er haugur af lítið breyttum jeppum á videoinu allt í kring. Er búin að ferðast með 49 tommu bílum þeir komu nú ekki vel út í þeirri ferð tómt bras. En þeir eiga alveg sín góðu augnablik eins og margir aðrir. Það er samt alveg óþarfi að vera að kjafta þessa bíla endalaust upp og tala um þá látlaust í einhverri lotningu. Að lokum gleðileg jól allir saman jeppanördar.

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: 54" bílar

Postfrá Sævar Örn » 25.des 2013, 02:51

ég er enn það ungur og skemmdur að mér þykir yfirleitt ekki mjög gaman í jeppa ferðum nema það sé eitthver slatti af hjakki og veseni og bileríi



en þessir stóru trukkar eru rosalega svalir og hljóðin í þessu úffff :)
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: 54" bílar

Postfrá Freyr » 25.des 2013, 03:46

Varðandi 54" þá hef ég enga reynslu af að ferðast með slíkum trukkum svo ég er ekki dómbær á það. Hinsvegar hef ég heyrt fleiri en einn eiganda 49" trukka tala um að þeir séu engan veginn jafningjar 54" trukka og það segir mikið. Í sambandi við 54" trukkana hlakka ég til að sjá/heyra hvernig jeppinn hjá Herði mun virka, eðlisfræðin segir að hann muni gjörsamlega snýta trukkunum og e.t.v. vera algjör yfirburðajeppi en hvort það er raunin verður að koma í ljós.

Hinsvegar hef ég ferðast með/í nánd við 49" trukka og get ekki sagt miðað við það sem ég hef séð að þeir hafi hreina yfirburði. Slíkir hafa svo dæmi sé nefnt komið mér á óvart með hvað þeir halda lengi áfram í krapa sem öðrum er "ófær" en ég hef ekki enn ferðast með slíkum trukkum í erfiðri lausamjöll en það þætti mér mjög fróðlegt. Á móti kemur að ég hef stundum verið hissa á hvað þeir eiga erfitt í færi sem er ekki endilega svo þungt fyrir "venjulega" jeppa. Þurfa jafnvel lóló og lása til að skríða þar sem minni jeppar aka án vandræða og virðast slappir í hliðarhalla. Að lokum þá þarf ekki að fjölyrða um yfirburði þeirra þegar kemur að burðar- og dráttargetu.

Á heildina litið tel ég þá þegar upp er staðið með öflugustu alhliða ferðajeppum sem í boði eru. Stundum fara þeir e.t.v. hægar yfir en komast þó að lokum. Öðrum stundum komast þeir hraðar og komast stundum það sem aðrir komast ekki. Samhliða þessu bjóða þeir um leið upp á mikið rými og burð. Hinsvegar er ég ekki svo spenntur fyrir þessu "concepti" þó svo horft væri frammhjá peningahliðinni. Kysi frekar að smíða hraðskreiðann jeppa fyrir sömu upphæð, jeppa þar sem áhersla væri lögð á stöðugleika, fjöðrunareiginleika og snerpu. Slíkur jeppi yrði aldrei jafn þægilegur ferðabíll og stóru trukkarnir en mun skemmtilegri ;-)

Set hér inn myndir sem dæmi um hvað 49" trukkur átti mun erfiðara en 38" bíll í "normal" færi, ekki þungt og ekki hjarn. Þennan dag átti 38" bíll mun auðveldara með að komast um en 49" trukkurinn, þurfti reglulega að stoppa til að bíða. Sérstaklega var það áberandi að um leið og einhver hliðarhalli var þá hægði verulega á trukknum.

Kv. Freyr

38" för lengst til vinstri, hin eftir trukkinn.
Image

Image

Image

Image

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: 54" bílar

Postfrá Freyr » 25.des 2013, 04:22

Til að gæta sanngirni læt ég fylgja með video af trukknum aka í krapavatni sem mér dytti ekki í hug að leggja í á 38" bíl, hefði þurft að finna aðra leið eða bíða eftir að sjatnaði í ánni.....

https://www.facebook.com/photo.php?v=49 ... 537&type=3

User avatar

Subbi
Innlegg: 282
Skráður: 05.jan 2013, 00:23
Fullt nafn: Guðmundur Hj Falk
Bíltegund: GMC Suburban

Re: 54" bílar

Postfrá Subbi » 25.des 2013, 05:30

þarft að gera vídeóið opið almenningi þeas velja Public
Kemst allavega þó hægt fari


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: 54" bílar

Postfrá sukkaturbo » 25.des 2013, 09:43

Sælir félagar já og gleðileg jól öll sömul. Fræðandi að lesa þennan pistil og innleggið frá Frey er mjög áhugavert og kom það mér ekki á óvart og hef ég sterkan grun um að 54" Cruserinn okkar Snilla muni hata brekkur og hliðarhalla. Þetta er bara þannig að enginn einn bíll eða dekkjastærð er best í öllu eða hentar öllum. En ég er með tillögu til stjórnar Jeppaspjallsins.
Gerum tilraun sem snýst um það að hægt verði að gera samanburð á drifgetu td. á Cruser 60 bílum.
Skal leggja til 54" ruslahrúguna sem við Snilli erum að klambra saman úr afgöngum sem aðrir eru að henda og mæta öðrum 35 til 49" 60 Cruserum nóg er til af þessum bílum breittum og ætti að vera auðvelt að fá samanburð.
Sami ökumaður yrði á öllum bílunum valinn af valnefnd síðunnar og braut sett upp af snillingum síðunnar og svo prufað þar til afgerandi niðurstaða er fenginn.Hægt væri að fá að láni snjótroðara til að gera sumar þrautirnar. og hafa 20 þrautir af öllum gerðum.
Legg til að nota Lágheiðina við Ólafsfjörð sem vettvang þar er mikill snjór og margvíslegar aðstæður allavega nóg af lækjum vatni hliðarhallla og brekkum stutt í fulla þjónustu svo sem gistingu og mat og stutt frá byggð. Þá væri hægt að sjá muninn að einhverju leiti. Annars fæst aldrei afgerandi niðurstaða í þessi mál. Kanski væri í farmhaldi af þessu testi hægt að halda árlegt snjótorfærumót sem mundi vera kalla Lágheiðarmótið og yrði það um páska eða 17 Júni þess vegna alltaf snjór á heiðinni og er þetta algjör snjóparadís bæði fyrir jeppa og sleðamenn og jafnvel skíðamenn líka fyrir litla snjóþotu rassa. kveðja frá Tilla litla á stóruhjólunum


ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: 54" bílar

Postfrá ivar » 25.des 2013, 10:34

Það er ekkert "rétt" í jeppamennsku og hver hefur sinn háttinn á.
T.d. er ég með 46" F350 og nota hann til ferðalaga. Skiptir mig engu máli að vera fremstur og skiptir litlu máli að komast hratt. Það sem skiptir mig máli er að komast og vera ekki í leiðindar hjakki. Einnig vil ég geta ferðast mikið einn og þá hjálpar að stoppa seint.
Núorðið ferðast ég með nokkurra mánaða barn með mér og þá skiptir pláss miklu máli. Mjög gott að geta notað miðjustokkinn sem skiptiborð t.d.

Mín reynsla af þessum bílum er slík að ég er mjög ánægður með hvað bílinn kemst og sjaldan stoppar hann alveg. Það sem mér hefur sýnst vera helsti veikleikinn eru brattar brekkur uppímóti í djúpum snjó með litlu gripi.
Hef lítið látið reyna á hann í mjög miklum hliðarhalla svo það þýðir ekkert að tjá sig um það.

Myndi miklu frekar vilja komast hægt á Ford og hafa það notalegt heldur en að skrölta með nýrnabeltið barnlaus í Willys. Hinsvegar er það örugglega skemmtilegra fyrir graða 20 ára stáka.

Næsti bíll verður 54" sendibíll (econoline eða sprinter t.d.)


gráni
Innlegg: 143
Skráður: 14.okt 2013, 22:36
Fullt nafn: Sigurður Vignir Ragnarsson
Bíltegund: ford

Re: 54" bílar

Postfrá gráni » 25.des 2013, 11:13

Þetta er góður punktur hjá Tilla, það er ekki sama hvort 54 tommu dekk er undir 3 tonna Cruiser eða þungum amerískum trukk. Það væri frábær hugmynd að hafa svona snjókeppnismót einu sinni á ári og þá fyrir alla jeppa ekki bara Toyotur. Veit af góðum jeppa í smiðum með góðan bílstjóra það verður gaman að sjá til hans þegar hann mætir til leiks! Það er Nissan Patrol.


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: 54" bílar

Postfrá sukkaturbo » 25.des 2013, 12:04

Sæll Gráni ég er sammála þér að hafa alla bíla í svona keppni ef menn vilja taka þátt. En bara til að klára þessa 54" vitleysu þá stakk ég upp á að safna saman bílum af sömutegund og þá 60 Cruserum því þeir eru til á flestum af þessum dekkastærðum svo menn geti séð með eigin augum muninn á 35 36 38 40 41 42 44 46 47 54. Síðan í framtíðinni haldið snjótorfærumót viða um landið ef áhugi væri fyrir hendi svona til að efla andan og þjappa mönnum saman.kveðja Tilli


gráni
Innlegg: 143
Skráður: 14.okt 2013, 22:36
Fullt nafn: Sigurður Vignir Ragnarsson
Bíltegund: ford

Re: 54" bílar

Postfrá gráni » 25.des 2013, 12:15

Ég held að flestir séu sammála um það, að fyrir þunga bíla þarf stór dekk, en spurningin er hvort Patrol á 46 tommu með lóggír 4.2 l diselvél vel útbúin bíll svo dæmi sé tekið virki verr í þungu færi en Ford 350 á 54 tommu, þar sem umræðan virðist snúast um yfirburði þeirra bíla. Enda sagði hann Jón Ólafsson hér fyrr í spjallinu að hann viti ekki til þess að 54 tommu bíll hafi fest sig. Ég ætla að leyfa mér að efast um þá fullyrðingu. En snjótorfærumótið , áfram með það!.


Wrangler Ultimate
Innlegg: 90
Skráður: 19.mar 2013, 13:33
Fullt nafn: Gunnar Ingi Arnarson
Bíltegund: Wrangler Ultimate

Re: 54" bílar

Postfrá Wrangler Ultimate » 25.des 2013, 12:25

Sæll Guðni,

Það er engan veginn sambærilegt að safna saman 60 cruserum, og bera þá saman, nema þeir væru smíðaðir af sama aðila með sömu hlutföll á allri smíði miðað við dekkjastærð og sömu læsingar.

T.d. getur bíllinn þinn trakkað mun betur en t.d. annar bíll sem er ekki eins mikið pælt í og það getur skipt sköpum um drifgetu, þannig að þessi samanburður verður aldrei réttmætur í því samhengi. Dekk eru ekki allt. T.d. getur 38" willys með rétt upp settri fjöðrun drifið miklu meira en illa settur upp 38" willys... hef ágæta reynslu af því. Mismunandi læsingar get komið mönnum lengra í snjó en aðrar og svo stífni fjöðrunar... allt telur þetta.

Skást væri að setja þinn á 54" og síðan á 49", síðan á 46", þó svo að strax væri munur á traction bara við það eitt að minnka dekkin. síðan að taka 46" cruiser og prufa hann á 46 og síðan á 44", en samt væri þetta ekki alveg sambærilegt :)

Ég tel þetta vera ómögulegt verkefni ef gæta á sanngirnis á milli bíla, en það kemur þó eitt úr þessu...... hver smíðaði besta bílinn... hehe. þ.e.a.s. bílar á sömu dekkjastærð með svipaðan vélbúnað og læsingar.

54" bílar eru nauðsynlegir til að viðhalda flórunni í jeppum, annars hefðum við litlu kallarnir ekki yfir neinu að böggast yfir..... :) (ég er kannski ekki lítill lengur...46")

kv
Gunnar
Ultimate build
http://www.f4x4.is
CJ Ultimate
1990
6.0 V8
46"
http://f4x4.is/index.php?option=com_jfusion&Itemid=228&jfile=viewtopic.php&f=6&t=35623

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: 54" bílar

Postfrá AgnarBen » 25.des 2013, 12:27

Áhugaverð umræða en menn virðast líta á þessa bíla sem máttinn og dýrðina og draumajeppa allra. Ég get ekki alveg verið sammála því en það breytir því ekki að þetta eru draumajeppar annarra og það er bara ekkert að því !

Þessir trukkar eru gríðarlega öflugir (og þægilegir) á jöklum og á jafnsléttu, þegar fara þarf yfir ár eða tækla krapa, um það þarf ekkert að fjölyrða en ég hef keyrt með svona trukkum í mörg ár á 46" og upp í 54". Hvort þeir hafi yfirburði yfir alla aðra bíla við svoleiðis aðstæður getur bara verið breytilegt á milli aðstæðna, bílstjóra eða bara heppni (menn hitti á rétta loftið osfrv). Ferðahraðinn á þessum bílum við þessar aðstæður er þó yfirleitt alltaf meiri en annarra nema um sé að ræða mjög létta bíla með mjög góða fjöðrun og stóra vél :) Aftur á móti í einhvers konar landslagi, bröttum brekkum og hliðarhalla þá verða þetta bara afskaplega þungir hlunkar og síðri tæki að mínu mati heldur en léttu bílarnir. Þetta snýst því í raun bara um hvernig notkun menn vilja á þessum tækjum. Ég hef til að mynda ekkert sérstaklega gaman að því að bruna eftir jöklum tímunum saman nema bara til að komast á milli landsvæða á fljótari hátt en að sama skapi þá finnst mér afskaplega gaman að ferðast í landslagi þar sem fjölbreytt verkefni bíða ökumanns og jeppans.

Þegar ég komst yfir það hversu gríðarlega flott og öflug tæki þessir trukkar eru þá verð ég eiginlega að segja að þeir eru eiginlega pínu "boring" og henta ekki minni notkun og hvað ég vill fá út úr jeppanum og ferðalaginu í heild sinni. Það má vel vera að það breytist einhvern tíman og maður vilji fá þægilegri jeppa til að bruna eftir jöklum í framtíðinni á fullu gasi (svona þegar ég er búinn að vinna í Víkingalottóinu) en ákkúrat núna þá er ég að leita eftir í mínum jeppa háum fun-faktor og að vera kvikur með mikla getu í mismunandi aðstæðum. Það útskýrir kannski núverandi jeppaval hjá mér ;-)

Þetta eru alla vega mín fimm cent og þurfa ekki að endurspegla skoðun þjóðarinnar ......

p.s Ég veit nú alveg um dæmi um að 54" Dodge Ram hafi fest sig en sem betur fer þá var annar 54" Ram á svæðinu til að "kippa í" ;)
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: 54" bílar

Postfrá sukkaturbo » 25.des 2013, 12:34

Sæll Gunnar þetta er rétt hjá þér og einfaldar málið mikið. Ég geri þetta próf bara sjálfur hef aðgang að öllum þessum dekkum og alveg niður í 35 þannig að frá minni hlið er þetta snildar lausn og besta prófið ég fer í þetta um páskan 20?? og skoða þetta vísindalega eða þannig. Mér dettur í hug að setja eina 54" og eina 49" og eina 44" og eina 41" radial og sjá hvaða hjól drífur best og gef svo skýrslu um það.kveðja Tilli

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: 54" bílar

Postfrá Freyr » 25.des 2013, 13:04

Subbi wrote:þarft að gera vídeóið opið almenningi þeas velja Public


Ég á ekki video-ið og get því ekki breytt aðgenginu. Tók hinsvegar skjámynd af því sem sést hér að neðan. Krapaflaumurinn er slíkur að trukkurinn berst svolítið undann straumnum...

Kveðja, Freyr

Image


Wrangler Ultimate
Innlegg: 90
Skráður: 19.mar 2013, 13:33
Fullt nafn: Gunnar Ingi Arnarson
Bíltegund: Wrangler Ultimate

Re: 54" bílar

Postfrá Wrangler Ultimate » 25.des 2013, 13:09

hehe Guðni sumir eru bara með etta... :)
CJ Ultimate
1990
6.0 V8
46"
http://f4x4.is/index.php?option=com_jfusion&Itemid=228&jfile=viewtopic.php&f=6&t=35623

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: 54" bílar

Postfrá Freyr » 25.des 2013, 13:12

Varðandi brekkurnar Guðni þá hef ég reyndar talað við menn sem ferðast mikið með 54" trukkum tala um að þeir séu mjög öflugir beint upp, ekki sem bestir í hliðarhalla en bæti það oft upp með að aka beint upp brekkur sem aðrir ráða ekki við. Hvort þeir geti það með því að róta sig áfram á aflinu eða þurfi að nýta gripið sem býðst með því að setja í lága lága lága þekki ég ekki.

Kv. Freyr

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: 54" bílar

Postfrá AgnarBen » 25.des 2013, 13:21

Freyr wrote:Varðandi brekkurnar Guðni þá hef ég reyndar talað við menn sem ferðast mikið með 54" trukkum tala um að þeir séu mjög öflugir beint upp, ekki sem bestir í hliðarhalla en bæti það oft upp með að aka beint upp brekkur sem aðrir ráða ekki við. Hvort þeir geti það með því að róta sig áfram á aflinu eða þurfi að nýta gripið sem býðst með því að setja í lága lága lága þekki ég ekki.

Kv. Freyr


Það sem þessir trukkar hafa er gott grip og vélarafl og getan til að éta sig í gegnum snjóalög og jafnvel ná gripi á meira dýpi en aðrir bílar sem treysta á að fljóta ofan á. Ef aðstæður eru svoleiðis í brekku þá hafa þeir líklega vinninginn !
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300


gráni
Innlegg: 143
Skráður: 14.okt 2013, 22:36
Fullt nafn: Sigurður Vignir Ragnarsson
Bíltegund: ford

Re: 54" bílar

Postfrá gráni » 25.des 2013, 13:48

Agnar "vinningin á hverja" hafa ekki vinningin á létta bíla með 500-600 ha vélar

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1067
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: 54" bílar

Postfrá gislisveri » 25.des 2013, 14:28

Ég held að besti jeppinn sem hægt er að eiga sé sá sem mann langar í. Hvernig maður kemst að þeirri niðurstöðu skiptir voða litlu máli.

User avatar

Finnur
Innlegg: 181
Skráður: 26.apr 2011, 13:41
Fullt nafn: Kristján Finnur Sæmundsson
Bíltegund: Jeep CJ-7 og LC 80

Re: 54" bílar

Postfrá Finnur » 25.des 2013, 15:08

Sælir

Þetta er áhugaverð umræða. Eins og komið hefur fram áður þá hafa þessir bíla sína kosti og galla. Kostir eru mikið grip og flot úr þessum dekkjum. Einnig eru ameríku dísil trukkarnir með gríðar mikið tork sem skilar þessum bílum vel áfram. Þeir eru því á heimavelli þegar plægja þarf í gegnum djúpan snjó eða beint upp brekkur.

Gallar við þessa bíla eru hvað þeir eru hrikalega þungir, Eðlisfræðin og þyndarlögmálið eltir þá eins og aðra. Freyr var með gott dæmi hér á undan. En helsti galli þessara bíla er hvað þeir eru margir smíðaðir fáranlega háir. Massamiðjan er kominn mjög hátt og þeir geta ekki breikkað meira út fyrir mestu löglegu breidd sem er um 2,5 m. Þar af leiðandi er þeim mjög illa við hliðarhalla. Eins og snjósleði með standandi símastaur í farþegasætinu.

Ég hef einu sinni verið farþegi í svona bíl og um leið og ekið var í minnsta hliðahalla þá var bíllinn við það að velta. Þetta veldur því líka að bíllinn drífur mjög illa í halla því öll þyngdin er kominn á tvö af fjórum hjólum. Svona Amerískar jeppabreytingar eins og menn hafa gagnrýnt lengi.

Ég hef líka séð þetta á LC 80 44" sem var allt of hár, hann varð að spila sig upp brekku með hliðarhalla sem aðrir keyrðu því hann lagðist undan halla.

Fullyrðing hér á undan að 54" bílar festi sig ekki er nokkuð spaugileg. En 1200 kg bíllinn sem brotnaði niður úr skelinni er þá væntanlega Sukka fox eða hvað?

En þetta geta verið mjög flott smíðaðir bílar sem drífa gríðalega vel í flestum færum og því er bara gott mál að þessi dekk skuli vera lögleg á götum landsins.

Jóla kveðja

Kristján Finnur


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: 54" bílar

Postfrá Izan » 25.des 2013, 21:31

Sælir félagar.

Gaman að þessi umræða dúkki upp á þessum síðustu og verstu tímum. Auðvitað eru framfarir og prófanir nauðsynlegar óháð útkomunni.

Þessir bílar eins og aðrir eru misjafnir eins og þeir eru margir og búa klárlega hver og einn yfir kostum og göllum. Það t.d. hafa flestir jeppamenn lent í að fá grjót í kúluna eða stýrirsstangirnar en þessir bílar sérstaklega þeir með portaldrifunum eru það mikið hærri undir kúlu að þessir bílar lenda miklu síður í þessu en aðrir. Þeir geta náð gripi á mun meira dýpi en aðrir og ættu að vera miklu duglegri vatnabílar en aðrir því að miklu meira vatn fer undir bílinn heldur en á venjulegum jeppum. Gömul regla sagði að maður ætti ekki að leggja í á sem maður treystir sér ekki til að vaða (til að geta vaðið til baka ef eitthvað kemur upp á) og þessir bílar ögra þeirri reglu verulega.

Ég hef enga reynslu af þessum bílum en svolítið brasað í kringum smábílana eins og Ram á 46" dekkjum og miðað við gallana sem þeir bera er eitthvað sem segir mér að 54" jeppar séu ekki gallalausir. Ég t.d. tel engann svo magnaðann að geta hoppað upp í svona bíl og náð út úr honum all sem hann á til, það krefst mikllar æfingar og spegúleringa.

Svo er einn hlutur sem er svo gefandi við þetta sport sem eigendur þessara tækja fara allflestir á mis við (Snilli og Tilli brjóta þessa reglu algerlega) en það er ánægjan sem við vesalingarnir á 500.000 króna smájeppunum (s.s. Patrol, Cruiser o.s.frv.) fáum einir notið við að komast lengra en rándýru ofurjepparnir. Það er yndisleg tilfinning að taka fram úr risajeppa upp á einbýlishúsverð á jeppa sem kostar svipað og góður svefnsófi.

Kv Jón Garðar

User avatar

jongud
Innlegg: 2627
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: 54" bílar

Postfrá jongud » 26.des 2013, 15:39

Izan wrote: Það er yndisleg tilfinning að taka fram úr risajeppa upp á einbýlishúsverð á jeppa sem kostar svipað og góður svefnsófi.

Kv Jón Garðar


Þú er ekki jafn mikið kvikindi og ég sem tók hring í kringum 46" Ram þegar hann var í vandræðum á tvístæðri skel uppi á Fjarðarheiði.

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: 54" bílar

Postfrá jeepson » 26.des 2013, 19:44

jongud wrote:
Izan wrote: Það er yndisleg tilfinning að taka fram úr risajeppa upp á einbýlishúsverð á jeppa sem kostar svipað og góður svefnsófi.

Kv Jón Garðar


Þú er ekki jafn mikið kvikindi og ég sem tók hring í kringum 46" Ram þegar hann var í vandræðum á tvístæðri skel uppi á Fjarðarheiði.


haha. Var það björgunarsveitar raminn?
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

jon
Innlegg: 35
Skráður: 08.des 2012, 21:01
Fullt nafn: Jon Olafsson
Staðsetning: Reykjavik

Re: 54" bílar

Postfrá jon » 26.des 2013, 21:05

Þið eruð nú meiri prakkararnir að keyra svona í kringum stóru trukkana, hehehe

Gráni, ég verð að éta það oní mig sem ég sagði áður að ég vissi ekki til að 54" bíll hefði setið fastur,
auðvitað er þetta tóm vitleysa, öll farartæki geta setið föst, enda kom það fram í öðrum pósti að þetta hafi skeð.

Það skemmtilega í þessu er öll flóran að breyttum jeppum, litlir og stórir, henta bara misjafnlega vel hverjum og einum.

Það má alveg smíða 54" bíl fyrir ekki mikinn pening, Guðni vinur minn á Sigló er að gera það.
54" dekk eru ekki mikið dýrari en minni dekk. Kannski vandamálið að finna þau notuð.

Svo verður gaman að sjá hvernig léttir 54" bílar virka þ.e. hjá Herði og Guðna.
Þeir munu klárlega fljóta vel þar sem flestir aðrir sökkva.


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: 54" bílar

Postfrá sukkaturbo » 26.des 2013, 21:21

Sælir félagar ég verð að láta þetta flakka.
Ég kynntist 54" Ford á síðasta vetri hér á Sigló og eigandinn Jörgen góð vinur minn á þennan bíl hann er á dana hásingu að framan og ford að aftan og loftpúðum sirka 4 tonn með öllu og góðan 7,3 power stroke sem er einhver 0 til 500 hestöfl fer eftir veðri og tvo milligíra og loftpúðafjöðrun og læsingar og 5:13 hlutföll.
Nú við fórum á Lágheiðina til að prufa kvikindið og var safnað saman öllum ökufærum fjallajeppum á svæðinu sirka 10 bílar og svo minni bílar.
Sjálfur var eg á 80 Cruser á 38 og svo voru patrol bílar á 38 og 44 og 46 með milligíra og læsingar Ofur foxinn minn gamli var á 38. Toyota dobulcab disle bílar með milli gír og læsingar og 35 til 38" dekk.
Veður var gott og mikill snjór og þungt færi.
Jörgen fór fyrstur og var með einhver 3 pund í dekkum og bara í lágadrifinu. Ég stökk í plássið fyrir aftan og notaði mér reynsluna til að fá heila slóð frá honum og bað ég hann að brjóta ekki upp slóðina fyrir mér og fara varlega og svo kom 100 metra löng halarófa að bílum. Nú skyldi þessi ofvaxni stera trukkur tekinn í rassgatið og þessi sunnlendingur skyldi nú fá að sjá alvöru jeppamenn að verki í norðlenskum erfiðum snjó.
Jörgen ók af stað og ég á eftir honum í slóðinni hans og var ég á tveimur pundum. Jörgen var á 3 pundum en 54" byrjar ekki að drífa almennilega hjá honum fyrr en á 1,5 pundi hann fór straks út af veginum og ofan í ræsið og upp í hólana á leiðina upp á heiðina. Hann fór mjög rólega og var slóðin hans eins og eftir belta bíl slétt og óbrotin og náði ég að rúnkast á eftir honum með því að vanda mig geysilega og sitja á rasshárunum og hefði ég rekið við hefði ég sokkið upp að ljósum svo mjúkt var.
En ég skemmdi slóðina með Crusernum fyrir hinum því ég var oftast á kúlu og hjakkandi. Ég sá hina bílana dreifast fyrir aftan okkur og var það falleg sjón eins og sóleyjar á snjó túni með svartan mökk aftur úr sér og menn með skóflur og spotta að veifa í félagan og biðja um drátt og minnti þetta á hórur í Amsterdam að húkka drátt.
Ég gat því miður ekkert hjálpað til því ég komst ekki neitt nema á eftir þessum ömurlega 54" ford sem ók um snjóinn eins og beltabifreið og skildi varla eftir för. Hann var að sökkva svona 5 cm en ég var á kúlum og í stanslausu hjakki. Hann var ekki nema 30 mínótur að komast upp að skála . Fljótlega fóru öflugustu bílarnir að týnast upp og þar á meðal var ofurfoxinn og 46" patrol með skriðgír 44" gamli patrol. Það passaði að þegar gamli Patrol stoppaði við hliðina á 54" Fordinum sprakk vatnskassinn eða hosan í Patrolnum því vel var tekið á honum og færið var mjög þungt. Síðan voru fastir bílar niður úr öllu. Sonur minn var á Toyota Dobulcab disel á 35" og hafði hann ekki komist nema fyrstu 50 metrana. Ég spurði Jörgen hvort hann væri til í að skutla mér til baka og ná allavega í drenginn það var hið minsta mál og hann bauð mér að taka í stýrið á Fordinum og aka sjálfur niður eftir. Ég prílaði upp í kvikyndið og var ákveðinn í að festa helvítið. Fann djúpan skurð sem ég vissi um því ég gjörþekki svæðið stakk framendanum ofan í hann og sagði úpps og sorry og leit á Jörgen.
Hvað er að sagði jörgen nú ég er búinn að festa bílinn sagði ég glottandi, Hann sagði gefðu aðeins í og viti menn bíllinn hélt bara áfram. Ég stoppaði og bakkið aðeins til að skoða hjólförin og það var hægt að sjá svona 20 cm holur eftir framhjólin á Fordinum. Þar sem minn bíll hefði horfið upp á framrúðu. Ég fór svo í flesta hólana á svæðinu og gaf í þá bæði upp og niður og út á hlið keyrði á 50 km hraða á milli bílana sem voru fastir niður úr og aftur upp eftir og fór í meiri hliðarhalla en Cruserinn hefði nokkru sinni þolað og fann ég þá að fordinn rann til hliðar en það var nóg að beygja upp í þá hætti hann að renna til hliðar.
Það var eins og ég væri að keyra á góðum moldarvegi og ég væri á belta bíl svo létt fór hann yfir engin hiti eða afgashiti og engin hiti á skiptingu bara allt í goodí.
Svo kæru vinir þið sem allt vitið og dæmið án nokkurrar reynslu og án þess að hafa prufukeyrt svona bíla þetta bara drífur og flýtur og ég var það hrifinn að ég fór í að smíða mér 54" bíl að vísu að vanefnum en vonandi snýr hann hjólunum og drífur eitthvað þó það væri bara helmingimynna en þessir stóru bílar.
Þessir sem eru með Unimog hásingar og tvo milligíra þeir hljóta að drífa töluvert meira í krapa.
Nú vona ég að ég hafi ekki móðgað neinn það var ekki tilgangurinn heldur að miðla af reynslu minni. Ég er búinn að eiga yfir 100 breitta bíla á öllum dekkastærðum keyra mikið í snjó og prufa allan andskotan.
þetta 54" darsl er bara að drífa hrikalega.
Kanski hægt að finna eitt og eitt tilfelli þar sem ökumenn þessara bíla eru ekki búnir að hleypa úr að fullu og stilla þessi tæki af fyrir aðstæður hverju sinn og kunna kanski ekki á bílinn og þá geta komið upp smá stopp eða erfiðleikar og menn geta þá keyrt í kringum þá í smá tíma en heilt yfir í langri ferð með mörgum færum þá veðja ég á 54" bíl á portalhásingum. Svo eftir því sem jeppadekkin eru stærri þá drífa þau meira í snjó finnst mér. Afhverju setja menn 46" undir sukku eða 44" undir Wyllis Cj-5 jú nú til að drífa meira eða er það bara gert til að erfiðara sé að komast upp í þá eða til að eyða meira bensíni?.Ef stór og stærri dekk væri ekki málið þá væru alli á 33 í dag.kveðja Guðni á Sigló


gráni
Innlegg: 143
Skráður: 14.okt 2013, 22:36
Fullt nafn: Sigurður Vignir Ragnarsson
Bíltegund: ford

Re: 54" bílar

Postfrá gráni » 26.des 2013, 21:56

Góð saga Guðni minn og eflaust allt satt og rétt, menn hafa bara misjafnar skoðanir, reynsla manna fjöllum ræðst ekki af því hvað menn hafa átt marga bíla, spurningin er hvort þeir hafi tíma til að ferðast á þeim eru ekki alltaf uppteknir í breytingum og viðgerðum! Smá kaldhæðni svona á jólunum Guðni minn jólakveðja að sunnan


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: 54" bílar

Postfrá sukkaturbo » 26.des 2013, 23:24

Sæll Siggi það er alveg rétt maður öðalst enga reynslu á að eiga marga bíla en ég hef svo gaman að prufa og reyna hina ýmssu bíla og suma aftur og aftur .En eins og þú segir það er nóg að eiga einn bíl og þá veit maður allt um drifgetu og eiginleika annara bíla.
Ég var aftur á móti duglegur við að ferðast í gamladaga frá 84 til 95 og þá voru stærstu dekinn 44" Mudder og 44"Dic Cepek og 44" Super Swamper eitt og eitt sett af 44"Grand Hawk. Ég gat nokkuð bjargað mér á fjöllum svo ég veit um hvað ég er að tala þegar minnst er á drifgetu bíla fyrir utan það að þetta er búið að vera mitt eina og helsta áhugamál frá því að ég var sex ára eða í 53 ár.
Eftir 96 hætti ég að ferðast var ekki lengur maður í það og fór þá að fikta við bíla af lítilli þekkingu en leitað víða fanga hjá öðrum og lærði eittvað af því og keypti mér oft menn í vinnu við að breita bílum fyri mig.
Það sem ég var að setja inn áðan er mín reynsla af svona bíl og þar sem 54" mennirnir nenna ekki að svara þá varð ég að taka upp hanskan fyrir þá. Þú hefur kanski skoðað myndböndi frá rússlandi þar eru léttir bílar á risadekkum með um 75 hestafla vélar og sumir 6x6 og þeir eru að drífa finnst mér helling, svo stór dekk og sex hjóla bílar drífa meira en 38 og 44" 4x4 bílar segi ég og verð fastur á því jóla kveðja guðni


gráni
Innlegg: 143
Skráður: 14.okt 2013, 22:36
Fullt nafn: Sigurður Vignir Ragnarsson
Bíltegund: ford

Re: 54" bílar

Postfrá gráni » 26.des 2013, 23:52

Guðni minn ég var nú bara að grínast efast sko ekki um þekkingu þína og reynslu. en þetta sport er nú samt þannig að það þykjast allir vera sérfræðingar og ég er að sjálfsögðu einn af þeim. Ferðaðist mikið á þeim tíma sem þú ferðaðist fór mikið á fjöll þá og áttu mjög duglegan jeppa sem er enn á götunni og stendur sig mjög vel. Sá fjöldann allan af jeppum og eins og þú sagðir sjálfur þá þarf maður ekki að eiga 100 bíla til að vita hvað virkar. Hef sjálfur mikla trú á því að eins og jón fordari sagður sjálfur að léttari bílar á 54 tommu verði afburðaduglegir í vissum færum. Hlakka til að sjá bæði þig sjálfan og HULK þegar hann verður tilbúin. En eins og þú þá er ég fastur á mínu og tel mig vita hvað þarf til að smíða afburðabíl. Hef sjálfur engar áhyggjur af því að sitja fastur í færum þar sem þungir amerískir trukkar æða um! Þetta verða lokaorðin mín á þessum þræði, hefði sjálfsagt átt að hætta fyrr er bara svo andskoti stríðinn.
bestu kveðjur til þín og þinna
Gráni

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: 54" bílar

Postfrá jeepson » 27.des 2013, 00:40

Það er bráð nauðsinlegt að festa sig aðeins. Hvort sem að það sé bara svo að hinir geta gert grín af manni eða hinar tegundirnar sem að maður er að altaf að gera grín af geti svo dregið mann upp :D
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: 54" bílar

Postfrá sukkaturbo » 27.des 2013, 00:54

Sæll Siggi svona er þetta já og ég veit að þú varst að grínast og ég er líka að reyna að fá smá stuð í þetta he he. Ég vil samt segja eitt ég fór og fékk að prufa svona bíl og legg dóm á hann eftir að hafa prufað hann og get því sagt skoðun mína eftir að hafa prufa svona bíl. Menn ættu því að purfa og skoða vel svona bíla fara með þeim í ferðir aka þeim og dæma þá svo að því loknu.Ég held að margir yrðu hissa á getu og þægindum þessara bíla. Ekki falla í þá barnalegu gryfju að segja að Toyota er betri en Patrol og að Patrol sé betri en Toyota eins og ansi oft sést hér á síðunni eða mitt er best og ekkert annað er nothæft.
Læt þetta vera mín loka orð í 54" umræðunni en það var gaman að diskutera þetta á máefnalegan hátt og takk fyrir það félagar. Tökum fyrir snjósleða næst Skidoo er mikið meiri brekku sleði heldur en Plolaris segi ég en ég hef aldrei átt sleða ég bara veit þetta, því það sagði mér þetta maður sem vinnur hjá Skidoo umboðinu og var áður sölumaður hjá áður hjá Articat eða hvað þetta dót heitir allt saman he he. kveðja guðni


Til baka á “Ferðir og færð á fjöllum”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 27 gestir