Síða 1 af 1
					
				snjór
				Posted: 13.des 2013, 16:34
				frá andriv
				Ætlar eitthver að fara eitthvað um helgina?
			 
			
					
				Re: snjór
				Posted: 13.des 2013, 18:40
				frá Tollinn
				Ég gæti hugsað mér að kíkja eitthvað, var einhvernveginn með það í huga að keyra norður af Lyngdalsheiði og upp á línuveg og langaði að skoða hvort hægt sé að keyra upp að Hagavatni og sjá svo bara til hvernig staðan er eftir að þangað er komið
kv Tolli
			 
			
					
				Re: snjór
				Posted: 13.des 2013, 19:07
				frá andriv
				Líst vel á það hvenær ertu að spá í að leggja af stað?
			 
			
					
				Re: snjór
				Posted: 13.des 2013, 19:35
				frá Tollinn
				Var nú að horfa á veðurfréttirnar og einhvern veginn leggst sunnudagurinn betur í mig, hef nú yfirleitt tekið daginn snemma þegar ég hef farið, svona um 8-9 leytið
kv Tolli
			 
			
					
				Re: snjór
				Posted: 13.des 2013, 19:55
				frá andriv
				Er alveg til báða dagana lætur bara vita.
kv Andri
			 
			
					
				Re: snjór
				Posted: 13.des 2013, 20:46
				frá franzfridriks
				Eg er til i að fara með ykkur a sunnud, 
Viljið þið leggja af stað 8 eða 9 fra shell vesturlandsvegi ?
			 
			
					
				Re: snjór
				Posted: 13.des 2013, 20:51
				frá Tollinn
				Eigum við ekki bara að segja lagt af stað frá Select Vesturlandsvegi kl 9
Hér er hugmynd að leiðinni, hvað segið þið um þetta
			
		
				
			 
- Gjábakki-Hagavatn.JPG (193.57 KiB) Viewed 8296 times
 Svo má auðvitað taka línuveginn til baka frá Hagavatni en ég ætlaði að reyna að vera kominn í bæinn kl 17:00
kv Tolli
eru fleiri sem eru geim í rúnt á sunnudaginn?
 
			
					
				Re: snjór
				Posted: 14.des 2013, 07:39
				frá Tollinn
				Veit einhver hvernig snjóalög eru á þessum slóðum?
			 
			
					
				Re: snjór
				Posted: 14.des 2013, 08:37
				frá elli rmr
				http://www.liv.is/webcam/heidahus/þessi vefmyndavél er við Bragabór/vörðu
 
			 
			
					
				Re: snjór
				Posted: 14.des 2013, 08:38
				frá Árni Braga
				Svona var þetta við Jarlhettur 12 des.
			 
			
					
				Re: snjór
				Posted: 14.des 2013, 12:46
				frá Úlfur
				En af hverju skyldi vefmyndavél frá Bragabót heita Heiðahús, eins og gangnamannaskálinn í Flateyjardal?
			 
			
					
				Re: snjór
				Posted: 14.des 2013, 17:07
				frá Tollinn
				Ég gæti nú bara trúað að þetta verði bara þrusu gaman, örugglega nóg af snjó. Eru ekki fleiri geim í smá rúnt?
kv Tolli
			 
			
					
				Re: snjór
				Posted: 14.des 2013, 19:20
				frá andriv
				Eg mæti. Er það ekki bara klukkan 9 á shell vesturlandsvegi
			 
			
					
				Re: snjór
				Posted: 14.des 2013, 19:24
				frá Tollinn
				andriv wrote:Eg mæti. Er það ekki bara klukkan 9 á shell vesturlandsvegi
Jú er það ekki bara. Og mæti þeir sem vilja
kv Tolli
 
			
					
				Re: snjór
				Posted: 15.des 2013, 17:01
				frá elli rmr
				Úlfur wrote:En af hverju skyldi vefmyndavél frá Bragabót heita Heiðahús, eins og gangnamannaskálinn í Flateyjardal?
Af því að þessi vél atti upphaflega að fara þangað og það gengur eithvað hægt að breyta þessu á netinu.
 
			
					
				Re: snjór
				Posted: 15.des 2013, 18:45
				frá Tollinn
				
			 
			
					
				Re: snjór
				Posted: 15.des 2013, 18:47
				frá Tollinn
				Lentum bara í nokkuð þungu færi á tímabili og þurfti nokkrum sinnum að nota spotta, þó þurfti þessi 54" Fordari lítið á honum að halda. Frábært veður, skemmtilegt færi og yfir það heila góður dagur.
Ég var mjög sáttur við minn lítla 35" Hilux sem stóð sig bara ágætlega.
kv Tolli
			 
			
					
				Re: snjór
				Posted: 15.des 2013, 19:17
				frá Doror
				Hvert fóruð þið?
			 
			
					
				Re: snjór
				Posted: 15.des 2013, 20:01
				frá Tollinn
				Doror wrote:Hvert fóruð þið?
Keyrðum norður Gjábakkaveg og hittum þar fyrir menn á suzuki jimny bílum og slógumst í för með þeim. Eftir nokkrar festur og basl snéru nokkrir við og fóru til baka meðan aðrir héldu áfram uppá Skjaldbreið.
kv Tolli
 
			
					
				Re: snjór
				Posted: 15.des 2013, 22:48
				frá steinarsig
				Við á jimnyunum þökkum fyrir okkur.
			 
			
					
				Re: snjór
				Posted: 15.des 2013, 23:43
				frá jon
				Hitti nokkra hressa jeppakalla í dag á leið upp hjá Bragabót, og inná Skjaldbreið. 
Færið fyrir innan Bragabót var púður með skel undir og svo púður undir skelinni. 
Fyrir innan Skriðu er minni snjór og ágætt færi upp Skjaldbreið. 
Fínt færi á línuvegi.
			 
			
					
				Re: snjór
				Posted: 15.des 2013, 23:53
				frá Bskati
				jon wrote:Hitti nokkra hressa jeppakalla í dag á leið upp hjá Bragabót, og inná Skjaldbreið. 
Færið fyrir innan Bragabót var púður með skel undir og svo púður undir skelinni. 
Fyrir innan Skriðu er minni snjór og ágætt færi upp Skjaldbreið. 
Fínt færi á línuvegi.
Geri ráð fyrir því að þessi hafi drifið langbest :)

 
			
					
				Re: snjór
				Posted: 16.des 2013, 09:58
				frá andriv
				Bskati wrote:jon wrote:Hitti nokkra hressa jeppakalla í dag á leið upp hjá Bragabót, og inná Skjaldbreið. 
Færið fyrir innan Bragabót var púður með skel undir og svo púður undir skelinni. 
Fyrir innan Skriðu er minni snjór og ágætt færi upp Skjaldbreið. 
Fínt færi á línuvegi.
Geri ráð fyrir því að þessi hafi drifið langbest :)

 
Hilux stóð fyrir sínu ;)