Síða 1 af 1
Ferð á laugardag.
Posted: 19.nóv 2013, 22:48
frá Doror
Er einhver áhugi fyrir því að renna uppað Skjaldbreið á laugardag eða sunnudag og sjá hvort að ekki hægt sé að finna einhvern snjó?
Spáir ágætlega á laugardeginum.
Re: Ferð á laugardag.
Posted: 20.nóv 2013, 12:22
frá Gunnar00
ég væri allaveganna til.
Re: Ferð á laugardag.
Posted: 21.nóv 2013, 10:02
frá Doror
Er enginn spenntur fyrir smá rúnt á þetta svæði um helgina? Ágætis spá á laugardag og einhver snjór kominn.

- skjaldb.jpg (36.84 KiB) Viewed 8186 times
Re: Ferð á laugardag.
Posted: 21.nóv 2013, 10:05
frá Tollinn
Erum 2 sem ætlum að fara sennilega á sunnudaginn
Væri gaman að hafa fleiri með í för
kv Tolli
Re: Ferð á laugardag.
Posted: 21.nóv 2013, 12:25
frá Doror
Ok mér líst vel á það. Endilega hendið inn ferðaplani.
Re: Ferð á laugardag.
Posted: 21.nóv 2013, 13:22
frá Tollinn
Allt opið, best að taka daginn snemma
hér er hugmynd

- Leið1.jpg (185.21 KiB) Viewed 8079 times
Re: Ferð á laugardag.
Posted: 21.nóv 2013, 13:39
frá Ragnare
Þetta verður flott kominn tími á að bílinn fái að sjá smá snjó. Held að málið sé klárlega að taka daginn snemma og hafa svolítið gaman að þessu. Eru einhverji heitir fyrir því að kíkja með?
Re: Ferð á laugardag.
Posted: 21.nóv 2013, 16:10
frá Doror
Þetta er eðalplan, ég kem með.
Re: Ferð á laugardag.
Posted: 21.nóv 2013, 16:38
frá Gunnar00
lýst nu bara ágætlega á þetta, hvenær er áætluð brottför?
Re: Ferð á laugardag.
Posted: 21.nóv 2013, 16:49
frá Tollinn
Eigum við að segja kl 09:00 frá select á Ártúnshöfða, eða hvað segja menn?
Re: Ferð á laugardag.
Posted: 21.nóv 2013, 16:53
frá Doror
Það hljómar vel. 9 er flott.
Re: Ferð á laugardag.
Posted: 21.nóv 2013, 16:58
frá Gunnar00
hljómar vel, hinsvegar þyrfti ég að hitta ykkur við þingvelli.
Re: Ferð á laugardag.
Posted: 21.nóv 2013, 17:01
frá Tollinn
Ekkert mál, eruð þið með talstöðvar og hvernig bílar?
Ég er á 35" hilux og er með cb-stöð og verð vonandi búinn að græja vhf fyrir sunnudaginn
Kv Tolli
Re: Ferð á laugardag.
Posted: 21.nóv 2013, 17:05
frá Gunnar00
ég er á 70 crúser, styðsta, á 36" með bæði cb og vhf.
Re: Ferð á laugardag.
Posted: 21.nóv 2013, 17:15
frá Doror
38" Grand Cherokee, með VHF.
Re: Ferð á laugardag.
Posted: 21.nóv 2013, 18:19
frá franzfridriks
ég kem líklegast með lika er á defender 37"
með vhf
Re: Ferð á laugardag.
Posted: 21.nóv 2013, 22:33
frá Tollinn
Jæja, mér reiknast til að þetta séu rétt rúmlega 200 km frá select og til baka, svona fyrir utan það sem við keyrum á "hólnum". Er þá ekki nóg að vera með smekkfullan bíl af bensíni (rúmlega 60 l) eða ætti maður að taka með aukalega?
kv Tolli
Re: Ferð á laugardag.
Posted: 22.nóv 2013, 01:16
frá Freyr
Líst vel á ykkur að fara að kanna snjóalög. 60l. duga þér vel í svona hring undir venjulegum kringumstæðum en ef færi er erfitt og ferðatilhögun breytist eitthvað má ekki mikið út af bregða.
Re: Ferð á laugardag.
Posted: 22.nóv 2013, 14:57
frá kjartanbj
ég færi ekki í ferð með 60l einungis, aldrei að vita hvað getur komið uppá eða hverju menn lenda í, ferðirnar geta verið fljotar að breytast úr skottúr upp í nokkra tíma veðurtepptur einhverstaðar eða keyra í marga tíma í brasi, Þá er það sísta sem maður vill þurfa hafa áhyggjur af hvort bensin/olia dugi
Re: Ferð á laugardag.
Posted: 22.nóv 2013, 18:09
frá franzfridriks
Eru þið að spa i að fara fyrramalið eða a sunnudaginn?
Re: Ferð á laugardag.
Posted: 22.nóv 2013, 18:13
frá Doror
Sunnudag, mæting kl 9 á Stöðina á Vesturlandsvegi.
Re: Ferð á laugardag.
Posted: 23.nóv 2013, 16:33
frá Doror
Hverjir eru staðfestir?
Ég þarf að sníkja loft hjá einhverjum á heimleiðinni, náði ekki að græja loftdæluna í gang í dag einsog ég ætlaði mér.
Re: Ferð á laugardag.
Posted: 23.nóv 2013, 17:28
frá hobo
Skruppum áðan á 3 bílum uppeftir, þegar við sáum hvernig útlitið var, þá ákváðum við að fara frekar á Okið. Skjaldbreiður er frekar úfinn og snjólítill ásamt svæðinu í kring.
Skjaldbreiður

...

Á leið inn Kaldadal

Upp á Ok

Re: Ferð á laugardag.
Posted: 23.nóv 2013, 21:16
frá Tollinn
Akkúrat, takk fyrir þetta. Það verður væntanlega bara tekin ákvörðun um þetta á morgun.
kv Tolli
Re: Ferð á laugardag.
Posted: 23.nóv 2013, 21:37
frá Ragnare
Hljótum nú að ná að græjað eitthvað loft
Re: Ferð á laugardag.
Posted: 23.nóv 2013, 21:39
frá Tollinn
Ragnare wrote:Hljótum nú að ná að græjað eitthvað loft
Ég verð með dælu, veit reyndar ekkert hvort hún virkar, á alveg eftir að prófa hana.
Er Mússóinn klár?
Re: Ferð á laugardag.
Posted: 23.nóv 2013, 21:52
frá Ragnare
Mussoinn er klár og spenntur fyrir ferðinn. Laus við legusárið og það sem því fylgir. Verður ekki prýðis mætting?
Re: Ferð á laugardag.
Posted: 23.nóv 2013, 22:29
frá Tollinn
Verum á rás 47 þangað til annað er ákveðið
Kv Tolli
Re: Ferð á laugardag.
Posted: 24.nóv 2013, 00:35
frá Gunnar00
ég mæti,ætla að fá að hitta ykkur á þingvöllum, verð þar um 9.30
Re: Ferð á laugardag.
Posted: 24.nóv 2013, 02:15
frá StefánDal
Hvernig kom Trooperinn út Hörður?
Re: Ferð á laugardag.
Posted: 24.nóv 2013, 09:12
frá hobo
Aðeins of rassþungur í skelinni uppá Ok. Galli að hafa 80 ltr tankinn fyrir aftan afturhásingu.
En annars gekk hann eins og klukka og virkaði vel, fer vel með mann.
Re: Ferð á laugardag.
Posted: 24.nóv 2013, 15:44
frá Doror
Renndum upp Kaldadalinn í dag og aðeins uppí hlíðar Oksins. Rosalega hál skel ofan á púðri og lítið um grip. Vorum á 38" Grand, 37" stuttum Defender, 36" 70 Cruiser og 35" Hilux. Svo bættist í hópinn á leiðinni 42-44" Patrol. Flott veður og fínasti snjór kominn þó það megi nú alveg bæta vel ofan á.
Re: Ferð á laugardag.
Posted: 24.nóv 2013, 16:02
frá hobo
Snilld, þetta hefur verið skottúr hjá ykkur.
Re: Ferð á laugardag.
Posted: 24.nóv 2013, 16:07
frá Hfsd037
Snilld, ég og félagi minn skruppum einbíla upp í kaldadal í könnunarleiðungur um daginn og þetta leit ágætlega út þá :)
Re: Ferð á laugardag.
Posted: 24.nóv 2013, 16:16
frá Doror
hobo wrote:Snilld, þetta hefur verið skottúr hjá ykkur.
Já mjög fljótfarið yfir í þessu fær, tveir héldu áfram inní Svalaríki en ég, Patrol og 70 Cruiserinn ákváðum að fara aftur í bæinn.
Re: Ferð á laugardag.
Posted: 24.nóv 2013, 20:10
frá Tollinn
Jæja, þetta var fínasti rúntur, gott að taka léttan rúnt til að prufa bílinn og græjurnar, vonandi að það fari að snjóa meira
Takk fyrir daginn
kv Tolli
Re: Ferð á laugardag.
Posted: 24.nóv 2013, 21:58
frá Ragnare
Musso krúttið alveg miður sína að veikjast svona þegar komið var að brottför en vonast til þess að verða búin að hrista þetta af sér fyrir næstu ferð.
Alltaf gaman að sjá myndir úr ferðum!