Síða 1 af 1
Skjaldbreiður
Posted: 18.nóv 2013, 13:05
frá Tollinn
Sælir félagar
Er eitthvað vitað um snjóalög í kringum Skjaldbreið og hvaða leið er best að fara upp. Erum á 2 bílum og langar að kíkja næstu helgi ef veður og færð leyfa. Ef einhver vill kíkja með er það velkomið, erum á 35" Hilux og 38" Mussó.
kv Tolli
Re: Skjaldbreiður
Posted: 18.nóv 2013, 14:05
frá Gunnar00
Ekki hugmynd hvernig það er, það ætti að vera kominn einhver snjór þarna. Ég var einmitt að spá í að kíkja um helgina ef veður leyfir.
Re: Skjaldbreiður
Posted: 18.nóv 2013, 18:00
frá -Hjalti-
Getið tékkað á nýju vefmyndavélini hjá LÍV sem var verið að setja upp við Kálfstinda
http://www.liv.is/webcam/heidahus/
Re: Skjaldbreiður
Posted: 18.nóv 2013, 18:39
frá kjartanbj
haha, annað hvort er svo mikill snjór á svæðinu að myndavélin er á kafi, eða vélin er þakin snjó :D sést 0
Re: Skjaldbreiður
Posted: 18.nóv 2013, 18:59
frá Doror
Sæll, ég ætla að kíkja þangað á miðvikudagskvöld og skal gefa þér update.
Re: Skjaldbreiður
Posted: 18.nóv 2013, 22:06
frá Tollinn
Takk takk
Kv Tolli
Re: Skjaldbreiður
Posted: 19.nóv 2013, 11:03
frá Tollinn
Hvernig væri hugmynd að góðum dagstúr með viðkomu upp á Skjaldbreið, er kannski bara alveg nóg að komast þangað frá Reykjavík og til baka á einum degi.
kv Tolli
Re: Skjaldbreiður
Posted: 19.nóv 2013, 11:33
frá Doror
Það var nú hugmyndin að fara seinni part á morgun úr bænum um 3 og kanna snjóalög. Veit ekki hvort að það sé komin nægur snjór til að fara uppá fjallið.
Re: Skjaldbreiður
Posted: 19.nóv 2013, 11:38
frá Fetzer
sjést í stærstu grjót en finn snjór