Síða 1 af 1

Færð á fjöllum um helgina

Posted: 08.nóv 2013, 10:26
frá Tollinn
Hvað halda menn um færið um helgina, verður gaman að kíkja í skreppitúr á suðvesturhorninu eða þar um kring

kv Tolli

Re: Færð á fjöllum um helgina

Posted: 08.nóv 2013, 11:22
frá andrifsig
Laugardagurinn er heillandi. skv. norsku síðunni þá á frostið að fara niður -18 gráður í Kerlingarfjöllum, en litlanefndin er á leið þangað. Það er spáð heiðskíru á laugardegi en fer svo hlýnandi með ofankomu á sunnudeginum.

Bláfellsháls, Kjölur og Kerlingarfjöll eru öll svipuð í spánni. Það er þó spurning um snjóalög. Veit ekki með það.

Mæli með því að menn fari á laugardeginum í ferðina með litlunefndinni. Fór með þeim í nokkrar ferðir í fyrravetur og ferðin í Kerlingarfjöll í fyrra var farin í svipuðu veðri en minna frosti og var hin besta skemmtun.

Muna bara að skrá sig...

kv,
Andri Freyr

Re: Færð á fjöllum um helgina

Posted: 08.nóv 2013, 13:19
frá Tollinn
Já, ég fór í ferð með þeim um daginn og það var mjög fínt þó ég sé meira fyrir að ferðast í minni hópum. Er einhvers staðar hægt að sjá upplýsingar um snjóalög annars staðar en hjá vegagerðinni, eru vefmyndavélar einhvers staðar sem hægt er að kíkja á?

kv Tolli

Re: Færð á fjöllum um helgina

Posted: 08.nóv 2013, 13:20
frá bergurp
Var að sjá myndir úr ferð Útivistar um fjallabak syðra, um síðustu helgi. Þar er greinilega nóg af sköflum til að festa sig í.
kv,
Bergur

Re: Færð á fjöllum um helgina

Posted: 08.nóv 2013, 13:32
frá Ragnare
Hérna eru einhverjar vefmyndavélar.

http://www.liv.is/webcam

Re: Færð á fjöllum um helgina

Posted: 13.nóv 2013, 16:38
frá hobo
Förum við ekki að verða í góðum málum?

Image

Laugar
Image

Re: Færð á fjöllum um helgina

Posted: 13.nóv 2013, 17:56
frá Gunnar00
ég held að það væri engin vitleysa að kíkja uppí laugar um helgina, virðist vera að það sé spennandi færi þar.

Re: Færð á fjöllum um helgina

Posted: 13.nóv 2013, 18:12
frá hobo
Þetta lítur vel út. Kafsnjóar á morgun, og svo er frost og blíða framundan.

Image

Re: Færð á fjöllum um helgina

Posted: 13.nóv 2013, 18:13
frá Árni Braga
þetta allt að koma.

Re: Færð á fjöllum um helgina

Posted: 13.nóv 2013, 19:02
frá hobo
Ég er farinn í skúrinn að mæla fyrir prófílbeisli að framan, kemst samt ekkert um helgina.. :/

Re: Færð á fjöllum um helgina

Posted: 13.nóv 2013, 20:58
frá nervert
fórum inní landmannahelli og laugar um síðustu helgi, nóg af snjó, frekar þungt færir fyrir 38 " bílana, vorum með einn 35" með okkur, skyldum hann eftir eftir dómadalshálsinn. hann var bara í eintómu veseni.44" bílarnir áttu auðvelt með þetta. Sleðafæri við sandbrekkuna á dómadalsleið. Sigölduleiðinn er mjög auðveld. Hún var skafinn allaleið fyrir þessa subaru auglýsingu sem var tekinn upp inní laugum um daginn.
M.b.kv.
Narfi H.