Fórum ferð núna helgina 1-3 nóvember

Til að skipuleggja ferðir, auglýsa eftir félögum, spyrja fregna af færð og ástandi vega.

Höfundur þráðar
kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Fórum ferð núna helgina 1-3 nóvember

Postfrá kjartanbj » 04.nóv 2013, 10:24

Fórum nokkrir saman á föstudaginn í ferð Hans Þór á Lc80 46", Spörri á lc80 44", Friðrik á patrol 44" og ég á mínum lc80 44".

Þetta átti að vera snjóalaga könnunarleiðangur og já niðurstöður ferðarinnar voru að það er kominn ágætis snjómagn

Við renndum dómadalinn og pokahryggi á föstudagskvöldinu og var förinni heitið upp í Hrafntinnusker, þangað var komið um 3 um nóttina, á leiðinni hittum við nokkra félaga úr túttugenginu og voru allnokkrir af þeim
komnir uppeftir á undan okkur

Við hittum hóp af túttugenginu við á sem var smá farartálmi
flæddi þarna um allnokkurt svæði, tók smá tíma að komast yfir hana
en hafðist á endanum og eins og fyrr segir vorum við komnir kl 3 í skála

Á laugardeginum var ekið aftur til baka niður pokahryggi og inn í Landmannalaugar, þar var ákveðið að við skyldum fara á eftir jeppadeild útivistar sem voru lagðir af stað aðeins á undan inn í Strút, við náðum þeim við skaftártungu og var farið Álftavatnakróka inn á mælifellssand, við mælifellssand affelgaði 38" patrol og reif dekk, þeir höfðu víst verið í veseni með affelganir á þessum bíl fyrr í ferðinni, á meðan þeir litu á dekkið og hvað ætti að gera þá fórum við 4 á undan að ryðja inn i Strút

Þegar við komum að afleggjaranum að Strút og vorum búnir að keyra aðeins innúr þá blasti við okkur hafsjór af krapa og ís, komumst þó ca 100m frá skálanum, en var þá ákveðið að þetta yrði of mikið bras með 38" bílana, stefnan var þá tekin að Hvanngili og gekk ágætlega þangað fyrir utan að annar 38" patrol festi sig í kaldaklofskvísl og flæddi inn í hann en var honum bjargað óskemmdum uppúr, á sunnudeginum var keyrt niður í fljotshlið og heim

2 jeppar lögðu af stað um laugardagskvöld úr bænum með dekk á patrol og voru þeir á ferð alla nóttina, ákváðu að sleppa við að fara yfir kaldaklofskvísl og héldu áfram að patrol með dekkið og redduðu honum

Með þeim skemmtilegri ferðum sem maður hefur farið í langan tíma og margir sem voru á fjöllum

Núna mega þeir sem voru á ferð og tóku myndir dæla þeim hérna inn
Set sjálfur inn slatta þegar ég er ekki í símanum


Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-


Höfundur þráðar
kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: Fórum ferð núna helgina 1-3 nóvember

Postfrá kjartanbj » 04.nóv 2013, 10:28

Já og það var nóg af festum og brasi, að minnsta kosti nóg af snjó þannig 46" gat fest sig
Ekkert auðvelt færi fyrir 38" erfiður snjór

http://youtu.be/9WYnOsM-IfQ
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-


Höfundur þráðar
kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: Fórum ferð núna helgina 1-3 nóvember

Postfrá kjartanbj » 04.nóv 2013, 18:47

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image
úps

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image
Fyrsta Festan í ferðinni :)

Image

Image

Image
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Fórum ferð núna helgina 1-3 nóvember

Postfrá -Hjalti- » 04.nóv 2013, 23:39

gaman af þessum myndum , styttist í að maður kíki á fjöll
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"


Brjotur
Innlegg: 369
Skráður: 31.mar 2013, 15:39
Fullt nafn: Helgi j. Helgason
Bíltegund: Patrol

Re: Fórum ferð núna helgina 1-3 nóvember

Postfrá Brjotur » 04.nóv 2013, 23:55

Greinilega verið gaman , en var þessi 38 tommu Patti i kaldaklofinu einn a ferð ? Ef ekki þa hefði nu att að slefa hann yfir, fyrst vitað var að mikið var i anni og greinilega krapkennt i henni lika


Höfundur þráðar
kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: Fórum ferð núna helgina 1-3 nóvember

Postfrá kjartanbj » 05.nóv 2013, 00:01

Nei hann var ekki einn á ferð, en á undan honum rann yfir LC120 á 38" með engum vandamálum, Pattinn fór bara aðeins of utarlega í ánna þar sem meiri klaki var , allir aðrir fóru yfir með engum vandamálum, nema Frikki þurfti drátt upp brekkuna úr ánni
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-


Brjotur
Innlegg: 369
Skráður: 31.mar 2013, 15:39
Fullt nafn: Helgi j. Helgason
Bíltegund: Patrol

Re: Fórum ferð núna helgina 1-3 nóvember

Postfrá Brjotur » 05.nóv 2013, 01:25

Ok þarf stundum ekki mikið til , svona er það bara :)

User avatar

Hansi
Innlegg: 300
Skráður: 01.feb 2010, 20:28
Fullt nafn: Hans Ragnar Þór
Bíltegund: Toyota LC 80

Re: Fórum ferð núna helgina 1-3 nóvember

Postfrá Hansi » 05.nóv 2013, 08:19

Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image


Guðninn
Innlegg: 41
Skráður: 01.nóv 2012, 13:48
Fullt nafn: Guðni F Pétursson
Staðsetning: Kópavogur

Re: Fórum ferð núna helgina 1-3 nóvember

Postfrá Guðninn » 05.nóv 2013, 08:34

flottar myndir og gaman að hafa þær ferskar

User avatar

Magni
Innlegg: 474
Skráður: 11.aug 2011, 15:42
Fullt nafn: Magni Helgason
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Fórum ferð núna helgina 1-3 nóvember

Postfrá Magni » 05.nóv 2013, 08:47

Það var ekki að spyrja að því þegar kallið kom á laugardagskvöld að fara í björgunatúr með dekk. Manni vantaði að komast í smá action, við bjuggumst reyndar ekki við svona miklum snjó og löngum túr. Tókum með okkur eina samloku á mann. Ferðin teigðist í 19 tíma hjá okkur. Við lögðum af stað kl. 21 á laugardagskvöld, fórum upp Fljótshlíðina og vorum komnir að Kaldaklofskvíslinni kl. 4 um nóttina. Við lögðum ekki í hana þar sem hún var orðin frosin aftur og klakinn hefði án efa brotið framljósin mín og kastara ef ég hefði reynt að ryðja hana. Við fórum því áfram að jeppanum og skiptum um dekkið. Fórum svo Landmannalaugar og Hrauneyjar heim.
Hiluxinn sem var með mér var á sumardekkjunum á álfelgum og alffelgaði 2svar á leiðinni. Fyrra skiptið á innri og ytri kannti og seinna skiptið ofaní á og annar ventillinn týndist. Við vorum sem betur fer með ónýta dekkið með okkur, við opnuðum það og tókum ventilinn úr því.
Frábær túr í alla staði.

Klakinn var akkúrat í ljósahæð.
Image

Komnir að bílnum kl 6
Image

Það var gerð heiðarlega tilrauna að tappa dekkið áður en við fengum hringinguna.
Image

Seinni affelgunin, þarna var ventillinn horfinn
Image

9 sunnudagsmorgun, rétt að lenda hjá Landmannalaugum
Image

Vatnstæma dekk
Image
- Nissan Patrol 2008 L86 V8 44AT -

User avatar

Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: Fórum ferð núna helgina 1-3 nóvember

Postfrá Hjörturinn » 05.nóv 2013, 09:37

Flottar myndir, maður þarf greinilega að fara tjasla saman kagganum
Dents are like tattoos but with better stories.

User avatar

Skottan
Innlegg: 28
Skráður: 21.aug 2013, 23:26
Fullt nafn: Íris Eva Einarsdóttir
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Fórum ferð núna helgina 1-3 nóvember

Postfrá Skottan » 05.nóv 2013, 10:27

Skemmtilegt að sjá myndir hjá ykkur, virðist hafa verið stuð :)
- Toyota Hilux ´91 2.4 turbo diesel 38"

User avatar

Hansi
Innlegg: 300
Skráður: 01.feb 2010, 20:28
Fullt nafn: Hans Ragnar Þór
Bíltegund: Toyota LC 80

Re: Fórum ferð núna helgina 1-3 nóvember

Postfrá Hansi » 05.nóv 2013, 11:08


User avatar

frikki
Innlegg: 432
Skráður: 01.feb 2010, 14:59
Fullt nafn: friðrik hreinsson

Re: Fórum ferð núna helgina 1-3 nóvember

Postfrá frikki » 05.nóv 2013, 11:45

Með skemmtilegri ferðum sem eg hef farið í lengi.

kkv Frikki
Patrol 4.2 44"


Höfundur þráðar
kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: Fórum ferð núna helgina 1-3 nóvember

Postfrá kjartanbj » 05.nóv 2013, 12:01

Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-

User avatar

Hansi
Innlegg: 300
Skráður: 01.feb 2010, 20:28
Fullt nafn: Hans Ragnar Þór
Bíltegund: Toyota LC 80

Re: Fórum ferð núna helgina 1-3 nóvember

Postfrá Hansi » 05.nóv 2013, 12:25


User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Fórum ferð núna helgina 1-3 nóvember

Postfrá hobo » 05.nóv 2013, 13:25

Þetta hefur verið ævintýri, og gott veður ofan á allt saman.

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Fórum ferð núna helgina 1-3 nóvember

Postfrá AgnarBen » 05.nóv 2013, 13:53

Greinilega verið viðburðaríkur túr, gaman að sjá myndir úr honum.

En, strákar endilega setja inn meiri texta með myndunum og kannski á móti fækka þeim aðeins. Það gefur þeim bara svo miklu meira gildi þegar smá texti fylgir með um staðsetningu, hver er á ferð og hvað er að gerast :)
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300


Höfundur þráðar
kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: Fórum ferð núna helgina 1-3 nóvember

Postfrá kjartanbj » 05.nóv 2013, 14:39

Erfitt að bæta texta eftirá þar sem maður sér ekki hvaða mynd er hvað auðveldlega, en skelli texta með næstu myndum úr næstu ferð :)
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-

User avatar

Ragnare
Innlegg: 92
Skráður: 18.mar 2011, 09:48
Fullt nafn: Ragnar Rafn Eðvaldsson
Bíltegund: Wrangler
Staðsetning: Reykjavík (stundum Djúpivogur)

Re: Fórum ferð núna helgina 1-3 nóvember

Postfrá Ragnare » 05.nóv 2013, 15:14

Greinilega flott ferð. Alltaf gaman af myndum.
Kv Ragnar Rafn Eðvaldsson
ragnarrafn@gmail.com

User avatar

SHM
Innlegg: 61
Skráður: 02.feb 2010, 00:06
Fullt nafn: Sigurbjörn H. Magnússon
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Fórum ferð núna helgina 1-3 nóvember

Postfrá SHM » 05.nóv 2013, 20:43

Það var ég sem festi Patrolinn í Kaldaklofskvíslinni. Ástæðan var kannski helst klaufaskapur og/eða óheppni. Ég var síðastur í röðinni og allir hinir komust klakklaust yfir ána. Ég tók hins vegar of víða beygju, lenti utan við rásina, sem búið var að gera í ísinn, var að horfa á steinana neðan við vaðið og skima eftir brekkunni þar sem keyrt er upp úr ánni. Svo var bara allt fast. Vatn tók að renna inn í bílinn og náði ca. 15 cm. dýpt.
Björgunaraðgerðir heppnuðust vel og enginn beið tjón á sál né líkama.

Eftir að ég kom upp úr ánni byrjuðu hurðarlæsingarnar að djöflast ótt og títt og sjálfskiptingin hegðaði sér ekki alveg eðlilega. Þegar haldið var heim daginn eftir bar hins vegar ekki á neinu óeðlilegu.

Bíllinn er nú í þurrkví, búið að fjarlægja öll sæti og teppi ásamt því að hreinsa og þurrka tölvuna, sem stýrir sjálfkskiptingunni og fleiru. Líklega verður hægt að raða öllu saman á morgun.

Ferðin var í alla staði frábær, ein með öllu og mér finnst ekki hægt að segja að 38 tommu bílarnir hafi verið mikið til trafala ef frá eru taldar örfáar festur og svo tvær affelganir, sem hinn Patrolinn lenti í.

Hér má sjá myndband af björgunaraðgerðinni í Kaldaklofskvísl tekið úr bílnum hjá okkur. Þetta á að vera öllum opið: https://www.facebook.com/photo.php?v=10 ... =2&theater Strákurinn í vöðlunum, sem fór í ána til að græja spottann heitir Andri Berg Ágústsson og er aðeins 16 ára. Hann var sannkölluð hetja dagsins. Aðrir sem komu að þessari björgun voru Þröstur Sigurðsson (Spörri) og Ágúst Þór Guðbergsson á sínum 49" Ford. Allir fá þeir bestu þakkir frá áhöfninni á Patrolnum.

Meðfylgjandi mynd tók Axel V. Gunnlaugsson við Markarfljótið.

Markarfljót.jpg
Ekið yfir Markarfljót
Markarfljót.jpg (84.99 KiB) Viewed 10893 times
Síðast breytt af SHM þann 05.nóv 2013, 23:39, breytt 3 sinnum samtals.
Patrol 2002 38"

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Fórum ferð núna helgina 1-3 nóvember

Postfrá StefánDal » 05.nóv 2013, 21:13

Flott myndband hjá þér Sigurbjörn. En þú verður að stilla myndasafnið á facebook á public. Nú eða hægri smella á myndina, velja Copy image URL og afrita það á milli þessa ramma. .
Semsagt [img]myndaslóð[/img]

User avatar

Eiður
Innlegg: 177
Skráður: 06.mar 2011, 16:07
Fullt nafn: Eiður Smári Valsson
Bíltegund: Patrol Y61

Re: Fórum ferð núna helgina 1-3 nóvember

Postfrá Eiður » 05.nóv 2013, 21:19

Kannski rétt að segja frá því að steinarnir sem allir kannast við og allar hálendisakstursbækur nefna að séu ofaní kaldaklofinu eru þar ekki lengur. þeim var rutt uppúr í kringum mitt sumar og auðvitað varð allt brjálað og vaðið varð hörmung í tvær vikur á eftir. að lokum var farið á gröfu uppeftir og setti tveir eða þrír steinar aftur í vaðið. en þeir eru ekki á sama stað og ekki jafn margir og menn skulu varast að meta vaðið algjörlega á þeim eins og gert var með gömlu.

langaði að nefna þetta, afsakið hvað þetta varð að mikilli ritgerð


Höfundur þráðar
kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: Fórum ferð núna helgina 1-3 nóvember

Postfrá kjartanbj » 05.nóv 2013, 21:51

38" bílarnir voru ekkert til trafala, en þeir áttu samt erfiðara með þennan snjó heldur en stærri bílarnir, þetta var erfiður snjór , ekki mikið flot í honum
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-

User avatar

SHM
Innlegg: 61
Skráður: 02.feb 2010, 00:06
Fullt nafn: Sigurbjörn H. Magnússon
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Fórum ferð núna helgina 1-3 nóvember

Postfrá SHM » 05.nóv 2013, 22:22

StefánDal wrote:Flott myndband hjá þér Sigurbjörn. En þú verður að stilla myndasafnið á facebook á public. Nú eða hægri smella á myndina, velja Copy image URL og afrita það á milli þessa ramma. .
Semsagt [img]myndaslóð[/img]


Ég hélt að ég væri búinn að gera þetta allt "public" en ég verð að skoða það betur.
Getur maður ekki tekið myndir af harða diskinum og sett hér inn? Verða þær að hafa einhverja netslóð?

Dóttir mín á heiðurinn af myndbandinu, sem hún tók á iPadinn sinn.
Patrol 2002 38"

User avatar

Magni
Innlegg: 474
Skráður: 11.aug 2011, 15:42
Fullt nafn: Magni Helgason
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Fórum ferð núna helgina 1-3 nóvember

Postfrá Magni » 05.nóv 2013, 22:37

SHM wrote:
StefánDal wrote:Flott myndband hjá þér Sigurbjörn. En þú verður að stilla myndasafnið á facebook á public. Nú eða hægri smella á myndina, velja Copy image URL og afrita það á milli þessa ramma. .
Semsagt [img]myndaslóð[/img]


Ég hélt að ég væri búinn að gera þetta allt "public" en ég verð að skoða það betur.
Getur maður ekki tekið myndir af harða diskinum og sett hér inn? Verða þær að hafa einhverja netslóð?

Dóttir mín á heiðurinn af myndbandinu, sem hún tók á iPadinn sinn.


viewtopic.php?f=12&t=19266
- Nissan Patrol 2008 L86 V8 44AT -

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Fórum ferð núna helgina 1-3 nóvember

Postfrá Freyr » 06.nóv 2013, 00:00

Eiður wrote:Kannski rétt að segja frá því að steinarnir sem allir kannast við og allar hálendisakstursbækur nefna að séu ofaní kaldaklofinu eru þar ekki lengur. þeim var rutt uppúr í kringum mitt sumar og auðvitað varð allt brjálað og vaðið varð hörmung í tvær vikur á eftir. að lokum var farið á gröfu uppeftir og setti tveir eða þrír steinar aftur í vaðið. en þeir eru ekki á sama stað og ekki jafn margir og menn skulu varast að meta vaðið algjörlega á þeim eins og gert var með gömlu.

langaði að nefna þetta, afsakið hvað þetta varð að mikilli ritgerð


Hefur þú hugmynd um hvað bjó að baki? Sá þetta í sumar og datt enginn skynsamleg skýring í hug???

Kv. Freyr


vidart
Innlegg: 138
Skráður: 07.sep 2011, 18:44
Fullt nafn: Viðar Þorgeirsson
Bíltegund: Toyota LC 90
Staðsetning: Reykjavík

Re: Fórum ferð núna helgina 1-3 nóvember

Postfrá vidart » 06.nóv 2013, 07:11

Ég heyrði í sumar frá verðinum í Strút að einhver nýgræðingur hjá Vegagerðinni hefði gert þetta í hugsanarleysi.

User avatar

Eiður
Innlegg: 177
Skráður: 06.mar 2011, 16:07
Fullt nafn: Eiður Smári Valsson
Bíltegund: Patrol Y61

Re: Fórum ferð núna helgina 1-3 nóvember

Postfrá Eiður » 06.nóv 2013, 09:36

Þetta var einstaklingur i verktakavinnu eki alveg klár fyrir hverja en hann var að setja upp skilti sem á stendur "katla geopark" við vegamótin hvanngil-mælifelssandur-fljótshlíð.

svo kom trússari á vanbúnum bíl og fer yfir kaldaklofið, sá sér gott til glóðarinnar og bað gröfukarlinn sem var þarna að taka burt þessa steina sem væru alltaf fyrir öllum. og gröfukarlinn í góðmennsku sinni gerði það ruddi steinunum uppá suðurbakkann.

Þetta er sagan eins og ég heyrði og skildi hana í sumar


fastur
Innlegg: 15
Skráður: 26.maí 2011, 18:23
Fullt nafn: Birkir Jónssons

Re: Fórum ferð núna helgina 1-3 nóvember

Postfrá fastur » 06.nóv 2013, 21:20

Takk fyrir skemmtilegar myndir/vídeó og ferðasögur. Þetta kemur manni alveg í ferðagírinn aftur.

Kveðja, Birkir

User avatar

Gulli J
Innlegg: 168
Skráður: 22.mar 2010, 20:25
Fullt nafn: Guðlaugur Jónasson

Re: Fórum ferð núna helgina 1-3 nóvember

Postfrá Gulli J » 06.nóv 2013, 21:39

Einn pikk fastur.
Viðhengi
IMG_2988.JPG
IMG_2988.JPG (65.28 KiB) Viewed 10534 times
Guðlaugur Jónasson
Jeep Grand Cherokee 2005 5,7L Hemi 33" Jeep 1
Jeep Grand Cherokee 1998 5,7L Hemi 46" Jeep 2

Enda sagði presturinn, ef það eru bílar í Himnaríki þá eru það Jeep Grand Cherokee.

User avatar

Gulli J
Innlegg: 168
Skráður: 22.mar 2010, 20:25
Fullt nafn: Guðlaugur Jónasson

Re: Fórum ferð núna helgina 1-3 nóvember

Postfrá Gulli J » 06.nóv 2013, 21:46

Ótrúlega seigur þessi, Gummi á 120 krúser og at dekkjum.
Viðhengi
IMG_2936.JPG
IMG_2936.JPG (77.69 KiB) Viewed 10526 times
Guðlaugur Jónasson
Jeep Grand Cherokee 2005 5,7L Hemi 33" Jeep 1
Jeep Grand Cherokee 1998 5,7L Hemi 46" Jeep 2

Enda sagði presturinn, ef það eru bílar í Himnaríki þá eru það Jeep Grand Cherokee.

User avatar

Gulli J
Innlegg: 168
Skráður: 22.mar 2010, 20:25
Fullt nafn: Guðlaugur Jónasson

Re: Fórum ferð núna helgina 1-3 nóvember

Postfrá Gulli J » 06.nóv 2013, 21:48

Tryggvi Trausta fararstjóri að benda á athylgisverða staði og öll fjöllinn sem hann á eftir að fara upp á.
Viðhengi
IMG_3088.JPG
IMG_3088.JPG (93.75 KiB) Viewed 10523 times
Guðlaugur Jónasson
Jeep Grand Cherokee 2005 5,7L Hemi 33" Jeep 1
Jeep Grand Cherokee 1998 5,7L Hemi 46" Jeep 2

Enda sagði presturinn, ef það eru bílar í Himnaríki þá eru það Jeep Grand Cherokee.

User avatar

Gulli J
Innlegg: 168
Skráður: 22.mar 2010, 20:25
Fullt nafn: Guðlaugur Jónasson

Re: Fórum ferð núna helgina 1-3 nóvember

Postfrá Gulli J » 06.nóv 2013, 21:50

Séra Jóki að hita upp fyrir daginn, mynd tekinn fyrir framan Dalakofann.
Viðhengi
IMG_2926.JPG
IMG_2926.JPG (120.91 KiB) Viewed 10522 times
Guðlaugur Jónasson
Jeep Grand Cherokee 2005 5,7L Hemi 33" Jeep 1
Jeep Grand Cherokee 1998 5,7L Hemi 46" Jeep 2

Enda sagði presturinn, ef það eru bílar í Himnaríki þá eru það Jeep Grand Cherokee.

User avatar

Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: Fórum ferð núna helgina 1-3 nóvember

Postfrá Hjörturinn » 08.nóv 2013, 10:32

Hvernig er 46 tomman að koma út undir þessum cherokee? (Sýnist þetta allvega vera 46")
Dents are like tattoos but with better stories.

User avatar

SHM
Innlegg: 61
Skráður: 02.feb 2010, 00:06
Fullt nafn: Sigurbjörn H. Magnússon
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Fórum ferð núna helgina 1-3 nóvember

Postfrá SHM » 08.nóv 2013, 21:51

Það tók 4 sólarhringa að þurrka Patrolinn eftir volkið í Kaldaklofskvíslinni. Hann virkar nú jafnvel og áður.

P1000287.JPG
Meira að segja 230 V. inverterinn virkar enn þrátt fyrir vatnsbaðið
P1000287.JPG (151.42 KiB) Viewed 10154 times

P1000288.JPG
Öflugur blásari var notaður til að þurrka bílinn að innan
P1000288.JPG (161.88 KiB) Viewed 10154 times
Patrol 2002 38"

User avatar

Gulli J
Innlegg: 168
Skráður: 22.mar 2010, 20:25
Fullt nafn: Guðlaugur Jónasson

Re: Fórum ferð núna helgina 1-3 nóvember

Postfrá Gulli J » 08.nóv 2013, 23:15

Hjörturinn wrote:Hvernig er 46 tomman að koma út undir þessum cherokee? (Sýnist þetta allvega vera 46")

Þetta er 46" og kemur virkilega vel út, gott flot og frábært grip.
Guðlaugur Jónasson
Jeep Grand Cherokee 2005 5,7L Hemi 33" Jeep 1
Jeep Grand Cherokee 1998 5,7L Hemi 46" Jeep 2

Enda sagði presturinn, ef það eru bílar í Himnaríki þá eru það Jeep Grand Cherokee.


tnt
Innlegg: 48
Skráður: 05.feb 2012, 16:10
Fullt nafn: Tryggvi traustason

Re: Fórum ferð núna helgina 1-3 nóvember

Postfrá tnt » 08.nóv 2013, 23:23

þessi séra-jóki er öflugur bíll og svínvirkar og já slatti af afli-kemur vel út,smá eiðsla þegar gefið er í en hvað er það?smiles per gallon er málið.
En já þetta var flottur túr með öllu sem kom manni skemtilega á óvart.


silli525
Innlegg: 109
Skráður: 27.okt 2011, 08:54
Fullt nafn: Sigvaldi Þ Emilsson

Re: Fórum ferð núna helgina 1-3 nóvember

Postfrá silli525 » 09.nóv 2013, 09:12

Það væri nú gaman að fá þráð um þennan Grand eða allavega upplýsingar um hásingar, vélarstærð og eitthvað í þeim dúr


Til baka á “Ferðir og færð á fjöllum”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 7 gestir