Síða 1 af 1

Langjökull

Posted: 08.okt 2010, 15:15
frá hobo
Hvernig er það, hvenær eru menn að fara upp á jökul. Eru menn að þvælast þetta allan ársins hring eða þarf að snjóa eitthvað á hann?
Mér varð litið til veðurspáarinnar og varð pínu órólegur.

Re: Langjökull

Posted: 08.okt 2010, 19:03
frá gudnithor
Án þess að hafa komið neitt nálagt Langjökli síðan í sumar þá held ég að það sé nokkuð langt í að hægt sé að hætta sér þangað. Finn ekki loftmyndina sem ég fékk senda um daginn en það er mjög lítið búið að snjóa þarna núna.

Sé að þú vísar í yr.no - ég mæli með því að sleppa að nota þá síðu. Þó þeir séu með staðarheitið Langjökull hjá sér, þá gæti spápunkturinn verið tugum km í burtu frá Langjökli.

Sjá nánar á blogginu hjá Einari:

http://esv.blog.is/blog/esv/entry/1019189/

Re: Langjökull

Posted: 08.okt 2010, 19:29
frá hobo
Takk fyrir ábendinguna.
Ég hef notað þessa síðu í 3 ár með þá íslensku til hliðsjónar og í öll skipti þegar spár stönguðust á, var sú norska með vinninginn hvað varðar nákvæma niðurstöðu.

Re: Langjökull

Posted: 08.okt 2010, 20:48
frá dabbigj
Ég notast oftast við belging og http://brunnur.vedur.is sem að eru bara spákortin svo þarf maður bara aðeins að leggjast í smá rannsóknarvinnu við þetta.

Ég er ekkert voðalega hrifinn af norsku veðurspánni þarsem að hún er stundum útí kú og það sem að reynist langbest eru staðarspárnar.

Re: Langjökull

Posted: 09.okt 2010, 08:40
frá hobo
Af veðrinu frátöldu, hefur einhver séð jökulinn nýlega, er hann mikið sprunginn?

Re: Langjökull

Posted: 09.okt 2010, 10:03
frá ellisnorra
Ég stal þessum myndum á facebook síðu Halldórs Sigurðssonar, tekið 3 okt.
Dæmi hver fyrir sig!
Smellið á myndirnar til að sjá þær í fullri breidd.


Þursaborg séð úr norðlægri átt
Image


Austurhlið Geitlandsjökuls
Image


1340m bungan séð vestan frá
Image

1340 m bungan séð norðvestan frá
Image

Hort til Geitlandsjökuls sunanhalt við 1340 m bungu
Image

Þursaborg séð úr norðlægri átt
Image


Pétursborg
Image


Norður hlið Geitlandsjökuls
Image

Re: Langjökull

Posted: 09.okt 2010, 13:23
frá hobo
Vá þetta var gott comment, góðar myndir.
Semsagt, ástæða til að bíða eftir góðri fönn :)

Re: Langjökull

Posted: 09.okt 2010, 14:30
frá Kalli
Maður segir bara úff, hrikalegar sprungur.

kv. Kalli

Re: Langjökull

Posted: 09.okt 2010, 15:27
frá Sævar Örn
Takið eftir höfðanum sem er að skjótast upp úr snjónum þarna austanvið þursaborgina, vinstra megin á myndinni, þessi höfði var ósjáanlegur fyrir 2 vetrum, síðasta vetur sá maður örfáa steina upp úr fönninni en nú er þetta orðin hæð í snjónum :/:/

ekki kúl :(

Re: Langjökull

Posted: 10.okt 2010, 07:44
frá Victor
Uss, Global warming er ömurlegt, verður ekki fært þangar fyrr en í januar hið fyrsta =/

Re: Langjökull

Posted: 10.okt 2010, 22:34
frá ellisnorra
Victor wrote:Uss, Global warming er ömurlegt, verður ekki fært þangar fyrr en í januar hið fyrsta =/



Ég fór þangað í byrjun síðastliðins janúar og það var eiginlega hættulegra þá heldur en núna, núna sér maður allavega hvar er hættulegt. Þá var allt hulið snjó og nokkrir sem kíktu í sprungur. Heppnin var með mér og ég slapp.
Sjá youtube video
http://www.youtube.com/watch?v=LS_52OnhpRU

Re: Langjökull

Posted: 11.okt 2010, 21:41
frá JonHrafn
Það verður seint farið á jökla þennan veturinn. Það rignir ennþá í alla jökla nema næstu tindana.

Re: Langjökull

Posted: 24.okt 2010, 09:03
frá hobo
Svona leit jökullinn út við Jaka í gær. Einn stór ísmoli.
Varðandi youtube myndbandið frá elliofur, eru menn ekkert stressaðir að labba i kring um bíla sem eru með dekk ofan í sprungu? Ég væri það allaveganna..


Image
Image

Re: Langjökull

Posted: 25.okt 2010, 01:10
frá dabbigj
Það eru sprungur á jöklinum sem að gleypa bíla, get vel trúað að menn gætu keyrt misst bíla frammaf hengjjum ef að þeir fara upp í slæmu skyggni.

Re: Langjökull

Posted: 26.okt 2010, 08:46
frá Sævar Örn
Elli lentuð þið á þessu sprungusvæði í beinni línu milli hábungunnar og Þursaborgar?

Er maður þá ekki of vestarlega mér hefur alltaf verið kennt, og ég fylgi alltaf eldgömlu trakki sem tekur smá sveig niður af hábungunni svo maður lendi svolítið sunnar á jöklinum og keyri í punkt(get útvegað hnit seinna) og þaðan tekin bein lína að Þursaborg.

Ég hef amk. góða reynslu af því og hef aldrei nokkurntíma lent í hremmingum þó ég ferðist með þyngri bílum og stærri.

Re: Langjökull

Posted: 26.okt 2010, 11:56
frá ellisnorra
Þarna þetta skiptið þá eltum við bara afskaplega fjölfarna slóð, fleiri tugir nýrra fara og við bara fylgdum þeim, enda héldum við að það væri yfirdrifið nógur snjór... Þegar við komum á Hveravelli þá hittum við væntanlega þessa sem tóku þetta video og þeir misstu bíl 3x ofan í sprungu á þessari leið.

Re: Langjökull

Posted: 26.okt 2010, 13:56
frá DABBI SIG
Elli, þið faktískt fóruð bara beint yfir sprungusvæðið, en þar sem þið Jói voruð á það mikilli ferð að þá virðist þið bara hafa flotið yfir sprungurnar, en voruð hinsvegar stálheppnir að bomba ekki ofan í eina langsum sprungu sem var þarna. En þetta kennir manni einmitt að vera aðeins austar alveg uppá hábungunni.
Ef menn skoða gott hæðarlínukort af jöklinum sést að maður er ekki að keyra á hæsta hryggnum ef maður tekur beina línu frá 1300 hábungunni í Þursaborg. Heldur þarf að fara austar og síðan taka stefnuna beint í norður að Þursaborg.

Re: Langjökull

Posted: 26.okt 2010, 14:26
frá ellisnorra
Já eftir á að hyggja var þá var þetta mjög heimskulegt, nokkuð djúpur nýlegur snjór og við fylgdum förum og öðrum bílum. Blada sem stundum verður manni að falli, en færið var samt mjög gott og niður af hábungunni náði maður 101km (skv gps) hraða :)

Re: Langjökull

Posted: 27.des 2010, 00:52
frá hjotti
er einhver sem hefur farið upp á jökulinn núna nýlega? Eru komin einhver snjóalög síðan þessi póstur var í gangi?

Re: Langjökull

Posted: 27.des 2010, 03:18
frá Hagalín
Sælir Hjörtur.
Miðað við veðurlag núna síðustu daga mundi ég ekki fara á jökulinn núna. Er svona nokkuð viss um að hann sé ekki góður núna. En maður veit ekki samt sem áður. Sá eina mynd frá Skálpanesi á aðfangadag og þar sá maður bláma uppúr á nokkrum stöðum.......

En ég er annars að spá í að fara á Okið og Skjaldbreiðina núna fyrir áramót ef þú hefur áhuga að fljóta með....

Kv Hagalín

Re: Langjökull

Posted: 28.des 2010, 01:11
frá hjotti
Þakka gott boð gamli en maður hefur bara ekki tíma, helvítis vinnu jól. Var bara forvitinn um hvort einhver hafi kíkt á jöklann.

Góða ferð hvert sem u heldur.

Re: Langjökull

Posted: 13.jan 2011, 16:33
frá ellisnorra
Hvernig er staðan á mönnum núna, eru einhverjir búnir að fara uppá jökul?
(ég er ekki á leiðinni, bara forvitni)

Re: Langjökull

Posted: 13.jan 2011, 19:39
frá Brjótur
Ég held nú að menn ættu bara að hvíla Langjökul í vetur það hefur ekkert snjóað á hann, þetta er bara þunn skán sem rétt þekur sprungur og svelgi, ég hef sagt það áður og segi það aftur, það er ekkert að marka það þó jökullinn sé sléttur fínn núna það er fjandi grunnt á honum. skoðið loftmyndirnar frá síðasta sumri! og ímyndið ykkur svo smáskán ofan á og leggið saman 2 og 2.

kveðja Helgi

Re: Langjökull

Posted: 13.jan 2011, 23:17
frá ellisnorra
Akkúrat Helgi, mig grunaði þetta.

Re: Langjökull

Posted: 11.feb 2011, 10:55
frá arnijr
hobo wrote:Svona leit jökullinn út við Jaka í gær. Einn stór ísmoli.
Varðandi youtube myndbandið frá elliofur, eru menn ekkert stressaðir að labba i kring um bíla sem eru með dekk ofan í sprungu? Ég væri það allaveganna..


Ég held að menn séu ekki næstum því nógu stressaðir yfir því. Ég myndi ekki fara út úr bíl á sprungusvæði öðruvísi en tryggður í línu.

Re: Langjökull

Posted: 26.feb 2011, 23:47
frá Turboboy
arnijr wrote:
hobo wrote:Svona leit jökullinn út við Jaka í gær. Einn stór ísmoli.
Varðandi youtube myndbandið frá elliofur, eru menn ekkert stressaðir að labba i kring um bíla sem eru með dekk ofan í sprungu? Ég væri það allaveganna..


Ég held að menn séu ekki næstum því nógu stressaðir yfir því. Ég myndi ekki fara út úr bíl á sprungusvæði öðruvísi en tryggður í línu.


ég var einmitt að hugsa út í þetta, þar sem ég var mikið á langjökul seinasta sumar í vinnu, þá veit maður hversu svaklegar sprungurnar eru þarna. Ég færi aldrei út úr bíl þarna nema í línu, og hvað þá svona nálægt opinu eins og myndatökumaðurinn við econolineinn !

Re: Langjökull

Posted: 27.feb 2011, 09:49
frá hobo
Ég segi nú bara, mikið var að menn svöruðu þessarri spurningu!

Re: Langjökull

Posted: 27.feb 2011, 20:41
frá juddi
Fanst lýka frekar skuggalegt að sjá einhvern þarna á vappi með krakka og staf eða eithvað álýka að leyta eftir sprungum

Re: Langjökull

Posted: 27.feb 2011, 21:11
frá -Hjalti-
Þeir svöruðu þessu ágætlega Björgunarsveitarmenn í OK í Landanum á stöð 1 áðan. Það þarf ekkert að pæla meira í þessum Jökli næstu árin enda takmarkað gaman að rúnta hann..

Re: Langjökull

Posted: 06.mar 2011, 21:14
frá JonHrafn
Jæja, sprungukortin komu í landanum áðan. Hvernig er það, hafa menn verið að fara upp á jökul undanfarið, væri gaman að fara taka rúnt.

Re: Langjökull

Posted: 06.mar 2011, 21:21
frá hobo
Já þetta var mun jákvæðari pistill núna en í síðasta þætti.
Ég segi það með þér, farinn að vilja prófa hann.

Re: Langjökull

Posted: 22.jún 2011, 09:12
frá JonHrafn
Kíktum á langjökul á sunnudag, fórum frá Jaka að Þursaborgum og til baka í brjálaðri blíðu. Held að þetta sé nú allra síðasti séns. Jökullinn er að verða mjög leiðinlegur vegna öskuslykjunar sem liggur yfir honum. Þar sem askan er aðeins dekkri þá voru að bráðna niður hvilftir og snjórinn er orðinn mjög laus í sér og þjappast illa.

Á leið yfir hábunguna frá Þursaborg, búnir að fara yfir versta færið sem var á miðri leið sirka.

Image

Fleiri myndir hérna ef menn hafa einhvern áhuga á því http://www.facebook.com/media/set/?set=a.1973984202446.109573.1628287440&l=97aef08e15