Septemberferð Litlunefndar F4x4

Til að skipuleggja ferðir, auglýsa eftir félögum, spyrja fregna af færð og ástandi vega.

Höfundur þráðar
petur
Innlegg: 43
Skráður: 10.maí 2012, 21:12
Fullt nafn: Pétur Hans Pétursson

Septemberferð Litlunefndar F4x4

Postfrá petur » 15.sep 2013, 10:00

Laugardagur, 21 september, 2013 kl. 08:00
Septemberferð Litlunefndar 2013
Leiðin liggur frá Reykjavík eftir Suðurlandsvegi til Hvolsvallar. Þaðan verður haldið inn Fljótshlíð og á Emstruleið framhjá Einhyrningi. Af Emstuleið verður farið inn á Hungurfitsleið og henni fylgt að Fjallabaksleið syðri. Henni er síðan fylgt að Rangárvallavegi (264), en þar verður ferðinni slitið, eða eftir ákvörðun aðalfararstjóra. Gera verður ráð fyrir að ferðatilhögun geti breyst, þar með talið að ferðinni verði frestað eða hún felld niður vegna óhagstæðrar veðurspár, eða af öðrum ástæðum, samkvæmt ákvörðun fararstjóra. Bílar á 35" dekkjum og minni njóta forgangs í þessa ferð, en allir eru hvattir til að skrá sig til þátttöku.

Skráning á link http://f4x4.is/index.php?option=com_seminar&Itemid=285

Litlanefnd.




siggisigþórs
Innlegg: 58
Skráður: 22.sep 2011, 18:40
Fullt nafn: sigurður már sigþórsson

Re: Septemberferð Litlunefndar F4x4

Postfrá siggisigþórs » 17.sep 2013, 09:05

án þess að mér komi það nokkuð við þá held ég að það væri betra að fara hinn hringin,brekkan uppúr gilinu gæti reynst lítið breytum bílum erfið kveðja siggi


Síðast fært upp af petur þann 17.sep 2013, 09:05.


Til baka á “Ferðir og færð á fjöllum”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur