Slóði frá Orrustuhól að Laka
Posted: 01.aug 2013, 10:20
frá vidart
Veit ekki hvernig ég get lýst því betur við hvaða slóð ég á við en ég er ekki að tala um F206 heldur veg sem er þónokkuð austar.
Hafa einhverjir upplýsingar um hvort að slóðin sé fær og hvernig færið sé og hvort það séu einhverjar ár og vöð sem þarf að hafa varann á?
Re: Slóði frá Orrustuhól að Laka
Posted: 01.aug 2013, 12:38
frá naffok
Það liggur vegur frá þjóðvegi 1 og inn í Milkafell, beygt af þjóðvegi skammt austan við Orrustuhól, afleggjara að Þverá. Sá vegur er ágætur og engin vöð eða lækir þar á leiðinni sem talandi er um. Fyrir framan Miklafell er slóði sem liggur til vinstri upp smá brekku, upp á Sker og þú getur fylgt honum alla leið innundir Blæng en rétt framan við Blæng greinist slóðinn annarsvegar áfram inn að Blængskofa og hinsvegar upp Bugaháls og vestur að Laka. Þrír lækir eru á þeirri leið en enginn þeirra nein fyrirstaða í þurrkum, Laufbalalækurinn er á sandi vestast í Kríuvötnum og getur verið með einhverri bleytu en sjaldan til vandræða, Bugalækurinn er svolítið stórgrýttur en vel fær. Tvær nokkuð brattar brekkur eru á leiðinni og geta verið svolítið lausar í sér sérstaklega upp Bugaháls og slóðinn getur verið leiðinlegur þar, hin er uppúr gili milli Varmárfells og Laka en rétt vestan við hana er svo Lakavegurinn. Svo er upplagt áður en þú ferð að tékka hjá upplýsingamiðstöinni á Klaustri hvort þessi slóði sé af einhverjum ástæðum lokaður, held samt að hann eigi ekki að vera það. Vona að þetta hjálpi eitthvað.
Kv Beggi
Re: Slóði frá Orrustuhól að Laka
Posted: 01.aug 2013, 12:58
frá vidart
Ég þakka kærlega fyrir mjög góðar upplýsingar!