Síða 1 af 1

Sprengisandur á óbreyttum ?

Posted: 30.júl 2013, 12:26
frá Koby
Er að pæla í að fara Sprengisand (F26) um versló, var að pæla hvort að ég kæmist alla leið á jeppanum mínum ?
Er á Dodge Dakotu 3.7L 2005, setti reyndar 4 cm klossa undir að framan og aftan.
Eru einhver vöð sem ég gæti ekki komist yfir eða þarf að hafa miklar áhyggjur af ?
Hef ekki mikla reynslu á að keyra yfir vöð, einungis farið yfir eina á sem er á F578 (frá Strútur yfir á Arnarvatnsheiði) og það gekk svo sem ágætlega.

kv. Kópur Guðjónsson

Re: Sprengisandur á óbreyttum ?

Posted: 30.júl 2013, 12:32
frá brell
Fór þarna 12. júlí á Grand Vitara á 30" dekkjum. Gekk vel, það var lítið í ánum þá. Alltaf betra þó að fara yfir jökulár snemma dags ;)

Re: Sprengisandur á óbreyttum ?

Posted: 30.júl 2013, 12:37
frá kjartanbj
ætti ekki að vera neitt stórmál, hellingur af óbreyttum bílum sem fara þarna daglega , getur talað við landverði/björgunarsveit í Nýjadal og fengið upplýsingar þar , þeir fylgdu bíl yfir 2 vöð þarna um daginn þegar ég var á ferð þarna , árnar voru samt ekkert hættulegar þá

Re: Sprengisandur á óbreyttum ?

Posted: 30.júl 2013, 12:52
frá villi58
Ætti ekki að vera neitt vandamál nema að árnar séu í mikklum vexti, venjulega hálfgerðar sprænur.
Eins og hitastigið er núna þá á þetta að vera vandræðalaust.

Re: Sprengisandur á óbreyttum ?

Posted: 30.júl 2013, 12:53
frá Koby
K.. flott, takk fyrir þetta

kv. Kópur Guðjónsson

Re: Sprengisandur á óbreyttum ?

Posted: 30.júl 2013, 13:33
frá vidart
Eins og aðrir hafa sagt þá ætti þetta ekki að vera mikið mál á óbreyttum bíl og sérstaklega ef þú ferð niðrí Bárðardal.