sprengisandur-arnavatnsheiði

Til að skipuleggja ferðir, auglýsa eftir félögum, spyrja fregna af færð og ástandi vega.
User avatar

Höfundur þráðar
heidar69
Innlegg: 141
Skráður: 20.maí 2012, 18:22
Fullt nafn: gudmundur heidar asgeirsson

sprengisandur-arnavatnsheiði

Postfrá heidar69 » 29.júl 2013, 18:37

Sælir Félagar ég er að spá í að renna norður fyrir hofsjökul og norðurfyrir langjökul um helgina .. Hafið þið hugmynd um færðina á þessu svæði?
Ofsi
Innlegg: 278
Skráður: 31.jan 2010, 22:32
Fullt nafn: Jón Garðar Snæland

Re: sprengisandur-arnavatnsheiði

Postfrá Ofsi » 29.júl 2013, 20:13

Norður fyrir Hofsjökul... hum hum djúpt, straumhart á þessum tíma að venju


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: sprengisandur-arnavatnsheiði

Postfrá kjartanbj » 29.júl 2013, 21:06

Eina sem ég segi.. skemmtu þér :) árnar á hálendinu vatnsmiklar , á hvernig bíl ertu?? og vanur að keyra í straumvatni?
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-


ivar
Innlegg: 686
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: sprengisandur-arnavatnsheiði

Postfrá ivar » 29.júl 2013, 22:01

Þetta eru reyndar skemmtilegar pælingar.
Það flaug í gegnum hugann á mér að kíkja á þetta svæði seinnipart vikunnar og jafnvel um helgina eða eftir tvær vikur.

Væri gaman að fá nánari lýsingar á leiðinni og þeim ám sem eru farartálmi. Hvaða ár eru það sem eru mestar og er hægt að krækja fyrir þær með því að koma inná svæðið að norðan? Hef bara keyrt þarna að vetri til.
Við myndum fara á F350 á 41" (49" breyttur svo hann er hár) en á móti verðum við með ungabarn svo engir sénsar eru teknir.


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: sprengisandur-arnavatnsheiði

Postfrá kjartanbj » 29.júl 2013, 22:10

Blanda, eystri og vestari jökulsá tildæmis
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: sprengisandur-arnavatnsheiði

Postfrá kjartanbj » 29.júl 2013, 22:11

frá Ofsa

Eyfirðingavegur norðan Hofsjökuls


Upphaf og leiðarlok Á F752 Skagafjarðarleið vestan Reyðarfells – Kjalvegur F35 við Dúfunefsskeið.
Gistimöguleikar Orravatnsskáli, Ingólfsskáli, Skiptabakkaskáli.
Aksturstími Frá 2 1/2 klukkustund.
Eldsneyti Hveravellir.
Vegalengd 66,1 km.
Fært/farartálmar Mikið breyttum jeppum í hóp, yfir mörg stór vatnsföll er að fara. Leiðin er einungis fær vönum vatnamönnum.

Landsvæðið norðan við Hofsjökul er eitt að fáförnustu svæðum landsins og þó sérstaklega norðaustan við Hofsjökul og síðan vestan við Ingólfsskála vestur á Kjalveg. Einnig allt landsvæðið norðan við núverandi Eyfirðingaveg milli Austari og Vestari jökulsánna, norður í byggð. Það sem gerir þetta svæði fáfarið er að það er að miklu leyti afgirt með straumhörðum jökulám, m.a. Austari-Jökulá, Vestari-Jökulsá og Blöndu.
Eyfirðingavegur er gömul fornfræg þjóðleið sem lá úr Eyjafirði suður á Þingvelli, en nyrsti kafli hennar kallast Vatnahjallaleið og er fjallað um hana í bókinni. Hér verður þó aðeins fjallað um leiðarhlutann frá Skagafjarðarleið vestur á Kjalveg. Þegar kom fram á bílaöld varð leiðangur undir stjórn Einars Magnússonar frá Miðfelli í Hrunamannahreppi, síðar rektors í Menntaskólanum í Reykjarvík, fyrstur til þess að aka leiðina árið 1949. Í leiðangrinum voru 30 manns á þrem bílum og var Guðmundur Jónasson fararstjóri. Hann var með tvo bíla en Ingimar Ingimarsson með einn. Árið 1950 fór Minnsta ferðafélagið leiðina á jeppum og lét vel af leiðinni en sá hópur var brautryðjandi margra þekktra hálendisleiða.
Upphaf leiðarinnar er á Skagafjarðarleið F752 sem kennd er við Sprengisandsleiðir. Þar er ekið inn á Eyfirðingaveg norðan við Orravatnsrústir og strax yfir litla á sem heitir Runukvísl. Þaðan er ekið um Bleikáluháls en sunnan við hálsinn er ekið í gömlum þurrum farvegi Bleikálukvíslar. Kvíslin var jökulá sem rann úr Hofsjökli en hvarf upp úr 1920. Hún hefur sennilega breytt um farveg þegar jökullinn hopaði og farið að renna í Austari-Jökulsá. Rétt við farveg Bleikálukvíslar eru Rauðhólar vestan við veginn og þar kemur Strompleið að austan inn á Eyfirðingaveg. Vestan við Rauðhóla er komið að Ásbjarnarvötnum. Þar er sérkennileg gróðurþekja nokkra tugi metra umhverfis vötnin. Mikil Bleikjuveiði er í Ásbjarnarvötnum. Síðan er ekið yfir drög Ásbjarnarhnjúks, en þar greinist slóðin og liggur dauf slóð vestur að Fossá. Þetta er slóð sem notuð var áður en Fossá var brúuð 1986 undir Ásbjarnarfelli. Þegar komið er yfir brúna á Fossá, liggur slóðin norður með fellinu og síðan liggur nýrri rudd leið þvert í gegnum Lambahraun. Norður af aðalleiðinni liggur gömul slóð að gamla vaðinu á Fossá og síðan í boga fyrir Lambahraun. Norður af þessari leið liggja síðan tvær slóðir sem sameinast 3-4 km norðar og liggur slóðin vestan við Sátu og áfram niður að erfiðu vaði á Vestari-Jökulsá skammt norðan við Skiptabakkaskála. Þessi leið er stikuð með háum svörtum stikum.

Á um það bil miðri leið fyrir sunnan allstórt vatn er afleggjari til hægri inn á leið sem heitir Himnastiginn. Himnastiginn hlykkjar sig niður um Miðhlutadrög og áfram niður Hofsfjall. Á brún Hofsfjalls lækkar slóðin sig um 200 metra á stuttum kafla. Liggur vegurinn þar í mjög kröppum hlykkjum og eru 12 mjög krappar beygjur í hlíðinni. Svo krappar eru beygjurnar að meðalbreyttur jeppi þarf að bakka í hverri beygju til þess að ná þeim. Heimamenn í Skagafirði mæla ekki með því að ókunnir og óvanir aki þessa leið.
Ingólfsskáli stendur vestan við Lambahraun á bökkum austasta áls Vestari-Jökulsár. Hann er myndarlegur ferðaskáli byggður af Ferðafélagi Skagafjarðar árið 1978 og kenndur við Ingólf Nikódemusson húsameistara og fyrsta formann Ferðafélags Skagafjarðar. Frá Ingólfsskála liggur stikuð slóð um dalverpi sem heitir Austari-Krókur á milli Krókafells að vestan og Tvífells að austan. Slóðin er að hluta ofan í borin og er fjögurra km vegalengd suður að Hofsjökli, austan við kvísl úr Vestari-Jökulsá. Þessi slóð var lögð í tengslum við rannsóknir vísindamann á Hofsjökli fyrir nokkrum árum. Slóðin kemur að Hofsjökli þar sem kvíslin rennur undan jöklinum og ef ekki er mikið í ánni getur verið fremur auðvelt að aka þarna upp á jökulinn. Aðalleiðin liggur þó ekki suður að jökli heldur liggur hún yfir jökulkvíslina rétt vestan við Ingólfsskála. Þessi austasta kvísl Vestari-Jökulsár heitir Austari-Krókkvísl en svo nefnir Pálmi Hannesson rektor kvíslina í bók sinni Frá óbyggðum.

Kvíslin hefur á seinni tímum fengið rangnefnið Skálakvísl sem kom ekki til fyrir en eftir byggingu Ingólfsskála 1978. Pálmi kallar miðkvísl Vestari-Jökulsár, Vestari-Krókkvísl og vestustu kvíslina Hólakvísl og dregur hún nafn sitt af Eyfirðingahólum.
Rétt er að geta þess, áður en haldið er í vestur að sá leiðarhluti er einungis fær mikið breyttum jeppum og mönnum sem eru vanir að fást við jökulföll. Öll er leiðin vel greinileg og einstaka stikur fylgja slóðinni. Nánast árlega komast ferðamenn í hann krappan í Austari-Krókkvísl. Á ánni er ekkert gott vað, þó svo að aðallega sé ekið yfir hana á tveimur stöðum. Mikið er um stórgrýti í ánni og þarf að hitta á milli þess. Ekki má skeika mörgum metrum til þess að lenda á stórgrýtinu og ekki er víst að hægt sé að treysta á sömu vöðin milli ára. Því getur þurft að leita lags hverju sinni. Þegar haldið er út í álinn má ekki vera mikið í honum þar sem mun meira vatn er í næsta ál sem er Vestari-Krókkvísl. Þar rennur áin inn á milli tveggja klettasnasa og er oft nokkuð mikið vatn í þeirri kvísl. Hægt er að aka hana aðeins undan straumi þegar komið er að austan, en meira þarf að þvera hana vestanfrá. Vestasta kvísl Vestari-Jökulsár „Hólakvísl“ (Vesturkvísl), rennur á breiðum eyrum og má oft aka yfir hana í nokkrum álum. Og getur hún því verið auðveldust viðfangs á góðum degi.
Komið hefur fyrir að ferðalangar lendi í því, að vatn aukist í ánum á meðan þeir eru á leiðinni yfir þær. Þá hafa þeir tekið mikla áhættu með því að aka yfir vatnsföllin því þeir hafa talið sig innilokaða á milli vatnsfallanna. Þess þarf þó ekki því slóð liggur norður, austan við Eyfirðingahóla, að Skiptabakkaskála og norður Goðdalafjall til byggða. Einnig er önnur slóð vestar sem liggur yfir Fosskvísl og norður Eyvindarstaðaheiði og endar við Aðalmannsvatn (Bugavatn) þessi leið er þó aðeins varhugaverðari en norður með Eyfirðingahólum ef mikið vatn er í Fosskvísl. Einnig hafa sumir tekið það til ráðs að aka utanvega upp með Austari-Krókkvísl (Skálakvísl) að vestanverðu til þess að forðast það að takast á við ána í ham. Þá hafa þeir ekið jökulruðningana og upp á Hofsjökul og krækt fyrir ána með þeim hætti. Síðan er ekin slóðin frá Hofsjökli og niður að Ingólfsskála. Þessa leið þyrftir því að fá samþykkta sem neyðarleið til að forðast að menn taki óþarfa áhættu.
Skemmtilegt er að aka nokkra kílómetra norður leiðina sem liggur yfir Fossakvísl, og skoða mikla fossa í Fosskvísl í Fossbrekku. Frá vegamótunum að Fossá er ekið yfir fjölmargar jökulár og er of langt mál að tíunda öll vöðin, en fljótlega er komið að Ströngukvísl og síðan taka við Þverkvíslarnar, Efri- og Neðri-, Herjólfslækir, Svartakvísl, Eyfirðingakvísl og loks Blanda. Vað er á Blöndu milli Skiptahóls og Kjalvegar og einungis 400 metra frá Kjalvegi þar sem eru leiðarlok.
Kv Jón G Snæland
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-


ivar
Innlegg: 686
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: sprengisandur-arnavatnsheiði

Postfrá ivar » 30.júl 2013, 09:47

Takk fyrir góða lýsingu :)
Alltaf hægt að treysta á Ofsa.


Til baka á “Ferðir og færð á fjöllum”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur