Færð á Fjallabaksleið syðri

Til að skipuleggja ferðir, auglýsa eftir félögum, spyrja fregna af færð og ástandi vega.

Höfundur þráðar
vidart
Innlegg: 138
Skráður: 07.sep 2011, 18:44
Fullt nafn: Viðar Þorgeirsson
Bíltegund: Toyota LC 90
Staðsetning: Reykjavík

Færð á Fjallabaksleið syðri

Postfrá vidart » 25.júl 2013, 11:09

Er einhver búinn að fara þarna nýlega og getur upplýst um færð og hvort þetta sé fært fyrir Patrol á 35".




Gunnar00
Innlegg: 222
Skráður: 29.mar 2012, 19:14
Fullt nafn: Gunnar Bjarki Hjörleifsson
Bíltegund: Land Cruiser 70

Re: Færð á Fjallabaksleið syðri

Postfrá Gunnar00 » 25.júl 2013, 12:29

https://www.facebook.com/LogreglanHvolsvelli

þessir voru þarna um daginn, að sögn þeirra var fín færð þarna.

User avatar

Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Re: Færð á Fjallabaksleið syðri

Postfrá Hfsd037 » 25.júl 2013, 15:23

Leiðin á emstrur fjallabaksleið syðri, hrafntinnusker eru vel færar 35"
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur

User avatar

SHM
Innlegg: 61
Skráður: 02.feb 2010, 00:06
Fullt nafn: Sigurbjörn H. Magnússon
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Færð á Fjallabaksleið syðri

Postfrá SHM » 29.júl 2013, 10:47

Ég fór á laugardaginn var um Dómadal og þaðan upp á Pokahrygg og að vegamótunum inn í Hrafntinnusker. Rétt áður en ég kom að þeim vegamótum þurfti ég að aka yfir snjóskafl í brekku. Sá var 4 til 5 bíllengdir og ekki til trafala fyrir 38" bíl, sem hægt er að læsa bæði að aftan og framan. Þessi skafl kom samt nokkuð á óvart þar sem leiðin er auglýst fær öllum jeppum.
Ég ók svo áfram um Reykjadali, suður fyir Laufafell að Álftavatni og Hvanngili. Þaðan lá leið austur eftir Mælifellssandi og til byggða um Öldufellsleið.
Vegirnir voru það góðir að ég sá ekki ástæðu til að hleypa úr dekkjum og ár voru ekki til trafala þrátt fyrir að hiti væri allt að 23 stigum.

Kv. Sigurbjörn.
Patrol 2002 38"


Til baka á “Ferðir og færð á fjöllum”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 34 gestir