Síða 1 af 1

Færð á línuveginum milli Þjórsár og Hvítár

Posted: 18.júl 2013, 17:09
frá vidart
Er einhver búinn að fara þessa leið nýlega og getur sagt til um færðina?

Re: Færð á línuveginum milli Þjórsár og Hvítár

Posted: 18.júl 2013, 17:30
frá Ofsi
Þessi leið (Tangaleið) er almennt mjög góð. Búið að laga þennan veg mikið í tenglum við háspennulínulögn. Fínn vegur, gæti þó verið eitthvað í ánum eftir allar rigningarnar. Hef farið þetta nokkuð reglulega á undaförnum áratug, þá ekki í sumar

Re: Færð á línuveginum milli Þjórsár og Hvítár

Posted: 18.júl 2013, 17:54
frá brell
Það er ekki mikið í ánum þarna þrátt fyrir rigningarnar. Ég met það hins vegar svo að vaðið á Fossá sé of stórgrýtt fyrir 30" eða minna eftir að hafa horft á Patrol á 33" vagga töluvert á grjótinu.

Re: Færð á línuveginum milli Þjórsár og Hvítár

Posted: 18.júl 2013, 18:58
frá vidart
Er ennþá gamla vaðið á Fossá þar sem þarf að aka uppfyrir steininn?

Re: Færð á línuveginum milli Þjórsár og Hvítár

Posted: 19.júl 2013, 10:35
frá brell
Nei, það er búið að loka gamla vaðinu.

Re: Færð á línuveginum milli Þjórsár og Hvítár

Posted: 20.júl 2013, 19:51
frá vidart
Fyrir þá sem hafa áhuga þá fór ég þessa leið í dag.

Vaðið yfir Fossá er ekki djúpt en stórgrýtt og ég mundi ekki fara yfir það á óbreyttum bíl uppá að fá steina uppundir eða skorða og festa bílinn.
Það er búið að renna úr veginum á nokkrum stöðum, bæði langsum og þversum á veginn og sumir þurfa eflaust og moka úr bökkunum til að komast yfir skorningana.
Mér fannst eystri hlutinn vera grýttari og hægari yfirferðar. Einnig eru sumar brekkurnar það brattar og grýttar og það er nauðsynlegt að hafa lágt drif til að vera ekki að djöflast og skemma veginn.

En leiðin er auðvitað stórkostleg og útsýnið glæsilegt.