Síða 1 af 1
Hvernig er Sprengisandur
Posted: 17.júl 2013, 20:34
frá fjallabíll
hefur einhver farið Sprengisand nýlega
Re: Hvernig er Sprengisandur
Posted: 17.júl 2013, 21:01
frá trooper
Sæll.
Já ég keyrði hann 6. júlí, hann var fínn, keyrði úr Skagafirði og suður. :)
kv. Hjalti
Re: Hvernig er Sprengisandur
Posted: 17.júl 2013, 21:50
frá pattigamli
Fór úr skagafirði og suður á Sunudag og held ég að ég hafi ekki ekið hann betri.
KV Óskar
Re: Hvernig er Sprengisandur
Posted: 23.júl 2013, 11:25
frá Sigfush
Sælir,
Fór Sprengisand upp úr Bárðardal núna á Sunnudaginn, ekki margir á ferð en nokkrir. Hafði ekki farið áður en vegurinn var bara fínn að mér fannst.
Er á 33". Var að vísu á ferð seinnipartinn/kvöld þannig að það var slatti í Hagakvíslinni og Nýjadalsánni. En bara gaman :)
Kveðja,
Sigfús
Re: Hvernig er Sprengisandur
Posted: 23.júl 2013, 16:26
frá kruttubangsi
Fór um helgina á 31" L200 með ekkert afturdrif. Hef aldrei keyrt sprengisand áður en mér fannst vegurinn mjög fínn
Re: Hvernig er Sprengisandur
Posted: 23.júl 2013, 22:01
frá Máni
Ég var að koma yfir Sprengisand úr Bárðardalnum núna í gær / dag. Myndi segja að vegurinn væri bara mjög góður, var reyndar á 38" Hummer þannig að það er kannski ekki alveg marktækt. En eðlilega er óvenju mikið í ánum, enda hitinn mikill þessa dagana
Re: Hvernig er Sprengisandur
Posted: 29.júl 2013, 18:32
frá Koby
Er á Dodge Dakotu 2005, 4 cm klossar í honum allan hringinn, væri ekkert mál fyrir mig að fara sprengisandinn ? Nýadalsá ?