Síða 1 af 1
Vegur um Skjaldbreiðarhraun ( 338 )
Posted: 08.júl 2013, 16:33
frá steindór
Vegur um Skjaldbreiðarhraun ( 338 ), hvernig er hann yfirferðar á bara afturdrifinu?, af Kjalvegi og í vestur Kaldadal og þaðan í Húsafell. (á Benz Sprinter húsbíl).
Re: Vegur um Skjaldbreiðarhraun ( 338 )
Posted: 09.júl 2013, 00:33
frá Polarbear
rétt eftir að þú kemur útaf kjalvegi þarftu að fara yfir 2 ár. ég myndi ekki gera það á afturhjóladrifnum sprinter einbíla... þessi vegur getur líka verið slatta skorinn sérstaklega frá Mosaskarði og að Hlöðufelli.
stutt svar er: ekki fær afturdrifnum sprinter. þú átt þó séns ef þú kemst yfir árnar til að byrja með.
Re: Vegur um Skjaldbreiðarhraun ( 338 )
Posted: 09.júl 2013, 20:02
frá steindór
Já, leita þá að einhverri annari leið, fór í fyrrasumar frá Möðrudal upp veg 905, inná veg 910 ætlaði upp í Kverkfjöll. Eftir c.a. 10 km., og 2 vöð kom ég að slóða sem lá til vinstri, fór hann og kom niður að Kárahnjúkum (bakdyramegin). Hann var ansi grófur á köflum og ekki gott að sjá hann sumstaðar. En þetta gekk vel og alveg áfallalaust. Var þó alveg harðákveðinn í að snúa við ef ég yrði í vafa um að komast klakklaust.
Re: Vegur um Skjaldbreiðarhraun ( 338 )
Posted: 09.júl 2013, 20:31
frá Polarbear
þú gætir farið upp Skyggnisheiði (F333 frá Haukadalskirkju) og þaðan inná (F338). Þannig sleppurðu allavega við lækjarsprænurnar tvær. ég veit þó ekki hvort þessi leið er almennt opin eða ekki, held hún liggi í gegnum einhverskonar skógræktarsvæði og gætu verið einhverjir lækir á henni sem þarf að klöngrast yfir, en þeir eru varla merkilegir.
Re: Vegur um Skjaldbreiðarhraun ( 338 )
Posted: 09.júl 2013, 21:17
frá elli rmr
eingir lækir í skóginum búið að setja ræsi í þá en vegurinn er grófur en vel fær eindrifabílum ef maður fer varlega