Síða 1 af 1

Færð frá Þingvöllum að Geysi - Myndir.

Posted: 06.maí 2013, 11:24
frá Doror
Sælir,

ég er með tvo ferðamenn sem mig langaði að fara með frá Þingvöllum og svo upp Uxahryggina og svo Skjaldbreiðarveg austur í Haukadal og Haukadalsveg niður að Geysi.

Er á 38" defender. Veit einhver hvernig færðin er þarna?

Re: Færð frá Þingvöllum að Geysi

Posted: 06.maí 2013, 12:16
frá -Hjalti-
Doror wrote:Sælir,

ég er með tvo ferðamenn sem mig langaði að fara með frá Þingvöllum og svo upp Uxahryggina og svo Skjaldbreiðarveg austur í Haukadal og Haukadalsveg niður að Geysi.

Er á 38" defender. Veit einhver hvernig færðin er þarna?


það er snjór á Haukadalsheiði en ekki þungt fyrir 38 tommu bíla.

tók þessa mynd 1 maí ofan af Tjaldafelli. Skjaldbreiður í bakgrunn

Image

Re: Færð frá Þingvöllum að Geysi

Posted: 06.maí 2013, 12:42
frá Doror
Takk kærlega fyrir þetta Hjalti, lítur vel út og ætti að vera passlegt. Ef einhverjum langar að rúnta þessa leið með okkur á fimmtudagsmorgun þá er það velkomið.

Re: Færð frá Þingvöllum að Geysi - Myndir.

Posted: 09.maí 2013, 23:55
frá Doror
Fór þarna uppeftir í dag í glampandi og rennifæri, nóg af snjó ennþá á svæðinu.

Myndir:
https://www.facebook.com/media/set/?set=a.10151875230500898.1073741825.538965897&type=1&l=42c5782364

Re: Færð frá Þingvöllum að Geysi - Myndir.

Posted: 10.maí 2013, 18:03
frá Doror
Fyrir þá sem hafa áhuga á eldsneytiseyðslu þá keyrði ég 400 km á Defender, stærstur hluti utanbæjar og ca. 45 km í snjó.

Allt í allt fór ég með 55 lítra af olíu sem reiknast út sem 13,75 lítrar á hundraðið.

Finnst það bara nokkuð vel sloppið miðað við stóran bíl fullan af fólki.

Re: Færð frá Þingvöllum að Geysi - Myndir.

Posted: 10.maí 2013, 18:41
frá hobo
Ég held að það sér bara sanngjarnt.

Re: Færð frá Þingvöllum að Geysi - Myndir.

Posted: 10.maí 2013, 18:57
frá Stebbi
Doror wrote:Allt í allt fór ég með 55 lítra af olíu sem reiknast út sem 13,75 lítrar á hundraðið.



Er Cummins 4B-kzte í honum? :)

Re: Færð frá Þingvöllum að Geysi - Myndir.

Posted: 15.maí 2013, 20:54
frá íbbi
þegar ég sé myndirnar frá ferðinni sé ég að við unnum saman um tíma hjá össur

Re: Færð frá Þingvöllum að Geysi - Myndir.

Posted: 16.maí 2013, 12:56
frá Doror
Jú það ætti að passa. Ertu ennþá þar?

Re: Færð frá Þingvöllum að Geysi - Myndir.

Posted: 16.maí 2013, 15:09
frá íbbi
nei ég hætti í byrjun síðasta árs. þetta var svona eftirkreppudæmi :)