Síða 1 af 1

Jökulheimar - Grímsfjall - Grímsvötn

Posted: 06.maí 2013, 08:16
frá tingit
Góðir félagar,
í bígerð er ferð á Vatnajökul eftir viku og mér þætti gott að hafa einhverjar upplýsingar um aðkomu að 2011 gígnum í Grímsvatnaöskjunni. Eins ef einhverjar þekktar sprungur eða annað sem vert er að vita um er á leiðinni frá jökulheimum á Grímsfjall og að skálanum.
Verði einhver þarna á ferðinni næstu helgi eða í næstu viku væri auðvitað frábært að vita af því. Mökksnjóað hefur á Skálpanesinu og eitthvað líka á Landmannalaugasvæðinu, gott væri að vita eitthvað um snjóa- og ísalög inn í Jökulheima.

Ingi
8646489
ingi@boreal.is