Síða 1 af 1

Eyjafjalla og Mýrdalsjökull 1. maí 1985

Posted: 01.maí 2013, 11:24
frá jon
Sennilega fyrsta eða ein af fyrstu jeppaferðum yfir Eyjafalla og Mýrdalsjökul, 1.maí 1985.

Fórum upp Hamragarðaheiði, Eyjafjallajökul, Fimmvörðuháls, Mýrdalsjökul, Mælifellssand og niður Emstrur hjá Einhyrning.

Hiluxarnir voru á 33" Bridgestone desert dueler, Scout jepparnir á 37" Armstrong og Broncoinn á 38" mudder.

Frábær ferð með góðum félögum

1.maí 1985.jpg


[img]
1.%20maí%201985%202.jpg
[/img]

Re: Eyjafjalla og Mýrdalsjökull 1. maí 1985

Posted: 01.maí 2013, 12:16
frá sukkaturbo
Jón þetta eru glæsilegar myndir og dekkin 33" og farið um allt. Ég mæli með svona ferðamensku annars lagið.kveðja guðni

Re: Eyjafjalla og Mýrdalsjökull 1. maí 1985

Posted: 01.maí 2013, 12:38
frá AgnarBen
Alltaf gaman að sjá gamlar jeppamyndir, takk fyrir þetta Jón.

Re: Eyjafjalla og Mýrdalsjökull 1. maí 1985

Posted: 01.maí 2013, 13:49
frá jon
Hiluxinn blái var 2200 dísel 65 hp, ólæstur, 4:88 hlutföll, og viktaði 1570 kg eins og hann stendur.
Þetta komst áfram þótt ekki færi hann alltaf hratt yfir

Re: Eyjafjalla og Mýrdalsjökull 1. maí 1985

Posted: 01.maí 2013, 14:25
frá SHM
Gaman að skoða þessar myndir og sérstaklega gaman að sjá öll "Gufunes" loftnetin á fyrstu myndinni.

Re: Eyjafjalla og Mýrdalsjökull 1. maí 1985

Posted: 01.maí 2013, 15:13
frá Stebbi
SHM wrote:Gaman að skoða þessar myndir og sérstaklega gaman að sjá öll "Gufunes" loftnetin á fyrstu myndinni.


Og stóru CB loftnetin frá þeim tíma sem menn gátu notað CB með ágætis árangri.