Arnarvatnsheiði færð?

Til að skipuleggja ferðir, auglýsa eftir félögum, spyrja fregna af færð og ástandi vega.

Höfundur þráðar
Arsaell
Innlegg: 171
Skráður: 23.mar 2010, 13:07
Fullt nafn: Ársæll Þór Jóhannsson
Bíltegund: Dodge Durango

Arnarvatnsheiði færð?

Postfrá Arsaell » 23.aug 2010, 15:15

Sælir,
Er einhver sem að hefur lagt leið sína uppá arnarvatnsheiði að sunnanverðu nýlega og veit hvernig færðin er þarna upp?. Hvað þarf maður að vera á stórum bíl til að fara þarna upp?




Ofsi
Innlegg: 278
Skráður: 31.jan 2010, 22:32
Fullt nafn: Jón Garðar Snæland

Re: Arnarvatnsheiði færð?

Postfrá Ofsi » 24.aug 2010, 07:04

Arnavatnheiði er fær óbreyttum jeppum í þurru veðri. Þ.e inn hjá Hallmundarhrauni og yfir Norðlingafljót, inn að Arnarvatni hinu stóra og þaðan niður í Miðfjörð. Eini farartálminn á leiðinni er Norðlingafljót. Þar er beta að vera með aðstoð annars jeppa ef með þarf. Vegurinn frá fljótinu og inn í Álftarkrók, getur þó orðið hinn versti farartálmi ef úrkoma er mikil enda vegurinn niðurgrafinn moldarvegur sem breytist fljótt í drullusvað. Einnig er hægt að halda áfram yfir á Grímstunguheiði og niður í Vatnsdal á óbreyttum jeppum. Á þeirri leið eru engar teljandi hættur. Aðrar en þær að þar er mjög stórgrýtt og afskaplega seinfarið á óbreyttum jeppa. Lága drifi er mest notað á þessari leið :-)


Höfundur þráðar
Arsaell
Innlegg: 171
Skráður: 23.mar 2010, 13:07
Fullt nafn: Ársæll Þór Jóhannsson
Bíltegund: Dodge Durango

Re: Arnarvatnsheiði færð?

Postfrá Arsaell » 24.aug 2010, 09:31

Takk kærlega fyrir góðar upplýsingar


Til baka á “Ferðir og færð á fjöllum”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 27 gestir