Síða 1 af 2

Vestfirðir á páskum

Posted: 03.apr 2013, 21:51
frá jeepcj7
Það var skroppið í sveitina aðeins að leika yfir páskana og byrjað föstudaginn langa á að skreppa á Þorskafjarðarheiðina með góðum hóp.
Það skiptið gleymdist myndavélin enda farið beint af næturvakt vestur og svo á fjöll og komið í hús um 9 leytið um kvöldið en það var eini dagurinn sem aðeins blés og skóf alla helgina.
Daginn eftir var ákveðið að fara Trékyllisheiðina og jafnvel á jökul og koma niður á Steingrímsfjarðarheiðina og þá var myndavélin með en ekkert verið að ofnota hana en samt nokkrum smellt af.
IMG_2083.JPG
Hjalti á 38" patrol og Hafliði á 38" sprinter

Re: Vestfirðir á páskum

Posted: 03.apr 2013, 22:04
frá jeepson
Gaman að sjá að gamli rangerinn minn sé en í fullu fjöri :) Ég sé mikið eftir þessum jeppa.

Re: Vestfirðir á páskum

Posted: 03.apr 2013, 22:05
frá jeepcj7
Það er meira að segja komin vél í hann núna 351W

Re: Vestfirðir á páskum

Posted: 03.apr 2013, 22:07
frá jeepson
jeepcj7 wrote:Það er meira að segja komin vél í hann núna 351W


Já hann var bara með 4.0vél og beinskiptur þegar að ég átti hann. Mig langaði að setja 8cyl ford og 5 gíra trukka kassa í hann..

Re: Vestfirðir á páskum

Posted: 03.apr 2013, 22:12
frá Óli Ingi
Flottar myndir, hafið fengið flott veður, vantar nú alveg allavega einn Willys þarna í flóruna :)

Re: Vestfirðir á páskum

Posted: 03.apr 2013, 22:15
frá jeepcj7
Það komu síðan upp smá vandamál eins og ónýt loka í ranger og kveikja í astro og hitavesen á þeim báðum og svo rann öxullinn fram úr stýrisdælunni á astro sem varð til þess að hann var skilinn eftir,færið var líka frekar þungt fyrir minni dekkin þarna.

Re: Vestfirðir á páskum

Posted: 03.apr 2013, 22:18
frá jeepson
Ég braut tvisvar splitti í vinstri lokuni á rangernum. Menn vildu kenna soðnu framdrifi um það. En hann var nú býnsa seigur á 3 hjólum líka. Ég fýlaði reyndar aldrei þetta nospin í aftur hásinguni. En það var ARB dæla og takkar fyrir loftlæsingar í honum. Það hefur greinilega staðið til að setja loftlæsingar í hann.

Re: Vestfirðir á páskum

Posted: 03.apr 2013, 22:22
frá jeepcj7
Aðal vesenið var alónýtt Warn rusl í staðinn fyrir loku við finnum orginal ford í hann núna og það er kominn loftlás að framan.

Re: Vestfirðir á páskum

Posted: 03.apr 2013, 22:24
frá Stjáni Blái
Gaman að þessu, Er þessi Astro ekki með V8 ?

Re: Vestfirðir á páskum

Posted: 03.apr 2013, 22:30
frá jeepcj7
Þegar við vorum svo að verða komin á Steingrím þá hittum við á fullt af gæjum sem voru ekki búnir að fá nóg og komu á móti okkur eftir að hafa skroppið í mat á Hólmavík og tankað.

Re: Vestfirðir á páskum

Posted: 03.apr 2013, 22:40
frá jeepcj7
Jú Stjáni það er ZZ4 tpi í astro
En þarna ákvað ég að treina ferðina aðeins og dúndraði á stein sem var í förum sem ég álpaðist til að keyra ofaní og kengbeyglaði báðar felgurnar v.megin sem þýddi 2ja tíma réttingavinnu á staðnum til að loftið tylldi í dekkjunum.

Re: Vestfirðir á páskum

Posted: 03.apr 2013, 22:53
frá jeepcj7
Á sunnudeginum var svo skroppið að sækja astro og var mistur og snjóblinda yfir öllu þegar lagt var af stað en það rættist fljótlega úr því.

Re: Vestfirðir á páskum

Posted: 03.apr 2013, 23:06
frá jeepcj7
Svo skildu leiðir og ég elti astroinn sem betur fer malbikið en patrolarnir skelltu sér á Þorskafjarðaheiðina í kappakstur sem endaði með því að cumminsinn var skilinn eftir niðurbrotinn á heiðinni,daginn eftir var hann svo sóttur.

Re: Vestfirðir á páskum

Posted: 03.apr 2013, 23:16
frá Hagalín
Hvernig var Fordinn að virka hjá þér?
Sáttur með hann?

Re: Vestfirðir á páskum

Posted: 03.apr 2013, 23:20
frá jeepson
Hann Stjáni félagi minn verður að læra að temja sig aðeins með þetta afl í húddinu. Ég benti honum á að þó svo að hann væri kominn með cummins væri bíllinn gerður til að vera á jörðinni. Ég held að hann stefni á vængi fyrir næsta vetur :) Það er spurning um að fara að kalla hann stjána stökk eða stjána flug.

Re: Vestfirðir á páskum

Posted: 03.apr 2013, 23:23
frá jeepcj7
Svona litu öxlarnir út hjá Erninum.

Re: Vestfirðir á páskum

Posted: 03.apr 2013, 23:32
frá jeepcj7
Fordinn var að koma vel út að mér fannst það er hægt að standann allann daginn og ekkert vesen og breytir ekki öllu þó einhver sé í spotta aftaní ekkert mál að halda 60-80 km hraða þó færið væri frekar þungt.Væri samt allt í lagi að fá sér lása og hlutföll í takt við dekkin og jafnvel milligír til að geta ferðast hægt yfir þegar maður verður gamall og getur ekki sofið lengur frameftir. :O)

Re: Vestfirðir á páskum

Posted: 03.apr 2013, 23:33
frá jeepcj7
......

Re: Vestfirðir á páskum

Posted: 03.apr 2013, 23:43
frá Hagalín
jeepcj7 wrote:Fordinn var að koma vel út að mér fannst það er hægt að standann allann daginn og ekkert vesen og breytir ekki öllu þó einhver sé í spotta aftaní ekkert mál að halda 60-80 km hraða þó færið væri frekar þungt.Væri samt allt í lagi að fá sér lása og hlutföll í takt við dekkin og jafnvel milligír til að geta ferðast hægt yfir þegar maður verður gamall og getur ekki sofið lengur frameftir. :O)



Er einhver kubbur í honum hjá þér?
Ég var með einn LandCr 120 í spotta í nokkra klst í november í svona meðal þungu færi og það var alveg ótrúlegt hvað þessir bílar verða lítið varir við að hengja eitthvað aftan í sig :)

Re: Vestfirðir á páskum

Posted: 03.apr 2013, 23:48
frá jeepcj7
Það er eitthvað superchips dæmi sem sem gefur nokkur aukahross í honum.

Re: Vestfirðir á páskum

Posted: 03.apr 2013, 23:59
frá hjotti
Góðar myndir Olli með skemmtilegum og hnitmiðuðum frásögnum. Já og takk fyrir síðast...áttu ekki skemmtilegt vidjó af "pwillis(patrol-willis) á fartinu?

Re: Vestfirðir á páskum

Posted: 04.apr 2013, 00:03
frá jeepcj7
Það er til smá klippa af kvikindinu sem ég þarf endilega að setja inn sem fyrst.

Re: Vestfirðir á páskum

Posted: 04.apr 2013, 00:06
frá hjotti
já endilega.. er svo erfitt að taka vidjó af sjálfum sér frá þessu sjónarhorni þegar maður þarf að vera undir stýri líka

Re: Vestfirðir á páskum

Posted: 04.apr 2013, 08:56
frá Tómas Þröstur
Flottur þráður og margt áhugavert

Re: Vestfirðir á páskum

Posted: 04.apr 2013, 10:39
frá jongud
jeepcj7 wrote:Þegar við vorum svo að verða komin á Steingrím þá hittum við á fullt af gæjum sem voru ekki búnir að fá nóg og komu á móti okkur eftir að hafa skroppið í mat á Hólmavík og tankað.

Er þessi á neðri myndinni STUTTUR patrol?

Re: Vestfirðir á páskum

Posted: 04.apr 2013, 10:45
frá Startarinn
Hvað varð af stuðaranum á Fordinum?

Re: Vestfirðir á páskum

Posted: 04.apr 2013, 10:53
frá jeepcj7
Svarti patrolinn er stuttur með 350 tbi og sjsk.
Stuðarinn var látinn fjúka til að geta tjakkað kvikindið upp með drullutjakk því eigandinn var ekki búinn að sjóða skúffur til að tjakka á fram úr prófílnum bölvaður letinginn. ;O)

Re: Vestfirðir á páskum

Posted: 04.apr 2013, 11:54
frá juddi
Hvernig er þessi sprinter útbúinn ?

Snúa dekkin ekki öfugt á þessum 120 crúser ?

Re: Vestfirðir á páskum

Posted: 04.apr 2013, 12:08
frá Svenni30
juddi wrote:Hvernig er þessi sprinter útbúinn ?

Snúa dekkin ekki öfugt á þessum 120 crúser ?


Get ekki séð betur. Image
En er þetta ekki 90 crúser

Flottar myndir hjá þér Hrólfur.

Re: Vestfirðir á páskum

Posted: 04.apr 2013, 12:22
frá jeepcj7
Þetta er 90 crúsi og jú dekkin snúa öfugt að framan og ég gæti best trúað að það hafi verið til bóta í þessu færi.
Sprinterinn er á´99 patrol hásingum musso gírkassi aftaná bens vélinni og svo 2 patrol millikassar þar fyrir aftan.

Re: Vestfirðir á páskum

Posted: 04.apr 2013, 12:43
frá olei
Ég er að horfa í suðurnar á styrkingunum á patrolhásingunni. Ætli það sé ekki vel suðutækt efni í liðhúskúlunum. Borgar sig að sjóða þessar styrkingar með krómi eða pottvír!?

Hvað sýnist ykkur?

Re: Vestfirðir á páskum

Posted: 04.apr 2013, 12:48
frá jeepcj7
Það er alveg greinilegt að styrkingarnar hafa ekki soðist við kúlurnar á sínum tíma.

Re: Vestfirðir á páskum

Posted: 04.apr 2013, 12:57
frá olei
jeepcj7 wrote:Það er alveg greinilegt að styrkingarnar hafa ekki soðist við kúlurnar á sínum tíma.

Ok, mér sýndist það á myndunum. Það er spurning hversu vel gamla argonsuðan virkar á steypuna í þessu.

En mikið fjári voruð þið annars heppnir að fá slatta af brasi og gott veður í kaupbæti!

Re: Vestfirðir á páskum

Posted: 04.apr 2013, 13:52
frá jeepcj7
Þetta var allt eins og best verður á kosið hrein snilld takk fyrir mig allir sem tóku þátt.

Re: Vestfirðir á páskum

Posted: 04.apr 2013, 17:32
frá lecter
ég er nú ekki hissa ef þessi patrol endi með dana60 hásingar

Re: Vestfirðir á páskum

Posted: 04.apr 2013, 19:07
frá jeepson
lecter wrote:ég er nú ekki hissa ef þessi patrol endi með dana60 hásingar


Hann verður nú fljótur að brjóta þær líka ef að hann ætlar að halda áfram að stunda að keyra eins og í formúlu1 uppá föllum. Ég held að dana 60 sé ekkert að þola flugferðir til lengar heldur.

Re: Vestfirðir á páskum

Posted: 04.apr 2013, 19:12
frá lecter
ja þú meinar ... þá er bara eftir unimog haha nei nei hann fær bara að vita stál efnin sem eru i hásinguni og kaupir retta virinn til að sjóða .þetta eins og maður styrkja svo allt enn betur ,,, ég hef reindar rett svona ásingu eftir að billinn ók á kantseinn og braut stifuna öðrumeiginn ,,

það vantar bara fleiri alvöru myndir eða video af þessum patrol Cummins

Re: Vestfirðir á páskum

Posted: 04.apr 2013, 19:18
frá jeepson
lecter wrote:ja þú meinar ... þá er bara eftir unimog haha nei nei hann fær bara að vita stál efnin sem eru i hásinguni og kaupir retta virinn til að sjóða .etta eins og maður styrkja svo allt enn betur ,,, eg hef reindar rett svona ásingu eftir að billin ók á kantseinn og braut stifuna öðrumeiginn ,,

það vantar bara fleiri alvöru myndir eða video af þessum patrol Cummins


Ég er bara hissa á að við brutum ekki neitt á þessum bíl þegar við lentum í smá kvilt á leið frá Snæfelsskála um daginn. Það var þungt færi og pattinn óð auðvitað eins og ekker væri. Ég var með augun á símanum að senda frúnni sms og láta vita að við værum á baka leið og yðrum seinir í kvöldmatinn. Ég heyri bara ó shitt það næsta sem ég veit er að ég lyftist úr sætinu og skalla toppinn og lendi svo eitthvað ílla aftur í sætinu. Við lentum einmitt með hægra hjólið í holu skrattanum og á sennilega 60-70kmh. Þá heyrðist í erninum. Nú hlýtur eitthvað að hafa brotnað. Það er spurning um hvort að þessi holu skratti hafi verið forsprakkinn af þessu broti hjá honum

Re: Vestfirðir á páskum

Posted: 04.apr 2013, 19:32
frá lecter
ja það getur vel verið ef þetta er sama hjólið... þarna kunningi minn sem á gamla raminn 89 hann var i vandræðum með driflokurnar hjá sér endaði með að fá sér fasta lokustút en lokurnar skutust af hjá honum dana 60,,en þetta var ekki að gerast á 44",,en á 46 held ég,,,,, eru lokurnar að halda þarna hjá ykkur

Re: Vestfirðir á páskum

Posted: 04.apr 2013, 21:07
frá jeepcj7
Jæja Hjörtur hérna er smá klippa pwattanum eða pwillysnum.
[imgImage][/img]