Sælt veri fólkið,
Hefur einhver viskubrunnurinn farið á svæðið í kringum Skjaldbreið nýlega?
Vorum að pæla að fara "lengri-leið" upp í sumarbústað á föstudaginn með að fara frá Uxahryggjum framhjá Skjaldbreið og Hlöðufelli og koma okkur einhvern veginn niður að Laugavatni.
Hefur einhver farið þarna um nýlega og veit um færð og ástand vega?
Fyrirfram þakkir!
Færi í kringum skjaldbreið
-
- Innlegg: 147
- Skráður: 02.feb 2010, 17:24
- Fullt nafn: Jakob Bergvin Bjarnason
- Bíltegund: Cherokee ZJ
Re: Færi í kringum skjaldbreið
Ég fór þarna á föstudagskvöldið og til baka á laugardag, reyndar fór ég ekki alla leið að hlöðufelli en ég ók línuveginn meðfram skjaldbreið. Það var ekki mikill snjór þarna, dálitlir skaflar á stöku stað. Ég reyndar festi mig fyrir klaufaskap á leiðinni uppeftir.
Ég er á 32" súkku, þetta ætti að vera fært bílum á svipuðu reki og stærri
Ég er á 32" súkku, þetta ætti að vera fært bílum á svipuðu reki og stærri
Suzuki Vitara '97 32"
Jeep Grand Cherokee '95 38"
Jeep Grand Cherokee '95 38"
Re: Færi í kringum skjaldbreið
Snilld, takk fyrir þetta! Vonandi finnur maður nógu stóran skafl til að festa sig aðeins!
Til baka á “Ferðir og færð á fjöllum”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur