Of Langt Gengið , Stórferð f4x4 á Vatnajökul 14-17 Mars 2013
Posted: 19.mar 2013, 22:48
Of Langt gengið tók þátt í Stórferð Ferðaklúbbsins 4x4 síðustu helgi. Á fimmtudagskvöldinu var ekið upp í Hrauneyjar og þar sest niður og spáð í ferðarplan. Ákveðið var að vakna snemma og aka sem leið lá upp í Jökulheima og aka þaðan upp á Vatnajökul á Tungnárjökli. Á Föstudagsmorgun vöknuðum við upp við frábært veður. Var brunað frá Hrauneyjum inn að Jökulheimum á innan við klukkutíma í litlum snjó. En þegar nær jöklu dró bættist í. Þegar upp á Jökul kom tók við Glæra og svo vindbarnir skaflar sem breittist svo í hið fínasta færi. Þegar við svo áttum um það bil 10km eftir upp á Grímsfjall þyngdist færið töluvert og skyggnið vesnaðu. Ekki var þetta mikið til travala og eftir kaffistopp í Grímsfjallaskála var stefnan tekin í norður og stefnt á Dyngjujökul. Þar tók við frábært færi og gátu menn ekið á þjóðvega hraða þar um. Ekki fór það betur en svo að liðhús brotnaði frá hásingu á einum jeppanum og varð að skilja hann þar eftir til að útvega suðupinna til að laga bílinn á staðnum. Náðist þá í Kassa hópinn sem voru staddir í Sigurðarskála og ætluðu þeir að taka það að sér að ferja suðupinna upp í Drekagil við Öskju sem var náttstaður beggja hópa og hitta okkur þar og afhenda okkur rafsuðu pinnana. Var þá gengið frá bilaða jeppanum og ekið niður jökulinn að Kistufelli og þaðan á Gæsavatnaleið , ekið um flæðurnar og vorum við komnir í skála um 20:00 leitið á Föstudagskvöldinu. Var þá farið í langþráð grill. Á Laugardagsmorgninum hafði svo snjóað töluvert og var stefnan tekin niður á flæðurnar og tók sá akstur um það bil 20 mín Flæðurnar á fullu gasi enda færið eindæmum gott og veðrð með besta móti. Ókum við svo sömu leið upp á Jökul og að bilaða jeppanum og hafist var handa við að koma honum í hjólin. Rétt eftir hádegi var svo bíllinn ferðafær. Hafði þá veðrið á jöklinum spillst töluvert en þó ekkert sem áhyggjur þyrfti að hafa af. Gekk aksturinn inn á jökul vel. Þegar við vorum komnir inn að miðjum jökli þá barst okkur neiðarkall frá hópinum sem hafði bjargað okkur um rafsuðapinna daginn áður og nú vantaði þeim restina af þeim til að koma bíl frá þeim í hjólin. Fóru þá tveir bílar úr hópnum að aðstoða þá meðan restin af hópnum kom bílnum sem braut frammhásinguna niður af jökli. Þegar nálguðumst Skálafellsjökull lentum við í því að einn bíll braut felgubolta og annar tapaði kælivökva, tafði það okkur eitthvað en náðum þó að sameina hópin aftur. um klukkan 18:00 á Laugardaginn áttum við um það bil 10km niður af Skálafellsjökli og versnaði veðrið þar til mikilla muna og færið varð þungt fyrir bilaða bílinn. Frostið var þarna komið í -23 gráður og 38m/sec , sást ekki milli bíla. ferðahraðinn var þarna orðin um 1 km á klukkutíma. Farið var að frjósa í olíugjöfum , bílar hættir að hlaða og miðstöðvar hættar að ráða við kuldan. tekin var þá ákvörðun að skilja bilaða bíla eftir ( LC80 sem var með óvirkt frammdrif og LC90 sem hélt ekki lofti í dekkjum ) eftir það gekk þetta ágætlega og vorum við komnir niður af jökli um kl 4 um nóttina. Þar var 3. jeppin úr hópnum skilin eftir með bilað frammskaft og bremsuslöngu í sundur. fjórði bíllinn var svo skilinn eftir við þjóðveg 1 30km frá Höfn með brotna felgubolta. komum við uppá Hótel um klukkan 5 um morgunin eftir tæplega sólarhring á fjöllum þar sem veðrið fór úr því að vera frábært yfir í Óveður.

meira af myndum hér
http://www.facebook.com/media/set/?set= ... fc06ce1c28
og video hér
http://www.facebook.com/photo.php?v=10200710118665829
http://www.facebook.com/photo.php?v=102 ... permPage=1
http://www.facebook.com/photo.php?v=102 ... permPage=1
http://www.facebook.com/photo.php?v=102 ... permPage=1
Vöknuðum í bongó blíðu á Föstudagsmorgun

Ekið af stað

Svartikambur í bakgrunn á leið í Jökulheima

Á drekaleið inn að Jökulheimum

Ferðahraðin var á þessu bili ( 75kmh + )


Hópurinn 42" - 46" bílar

Komum við í Jökulheimum


Frekar snjólaust vestan jökuls

Tungnárbotnar

Jökullinn var eins og gler neðst

Ekki hægt að kvarta yfir veðrinu uppá Tungnárjökli




Komnir upp á Grímsfjall


brunað niður Dyngjujökul






Hans lenti svo í því að suða á liðhúsinu gaf sig á Dyngjujökli

Það slapp þó til og skemmdi ekki boddyið á bílnum

þarna sést liðhúsið laust frá rörinu

bíllinn skilin eftir uppá Dyngjujökli þartil morgunin eftir

Komum inn í Dreka um 20:00 leitið

Laugardagsmorguninn



keyrt af augum


ferðahraðinn var frá 50 upp í 100kmh þarna niður að flæðunum


Verið að tanka bensínbílana

Flæðurnar og Dyngjujökull í bakgrunn

Dyngjujökull (Vatnajökull) í bakgrunn



Komnir uppá Dyngjujökul aftur og byrjað að laga krúserinn


Krúserinn kominn í hjólinn og þá var ekið suður jökulinn

skyggnið orðið töluvert verra en fyrr um daginn

Smá felgubolta vesen á LC80 og gat á vatnskassaslöngu á 4runner tafði okkur smá.


klukkan orðin 22:00 og þetta var hitastigið uppá Skálafellsjökli


komnir á Höfn eftir nánast sólarhring í keyrslu

EDIT.
Hér er svo leiðin sem við ókum


meira af myndum hér
http://www.facebook.com/media/set/?set= ... fc06ce1c28
og video hér
http://www.facebook.com/photo.php?v=10200710118665829
http://www.facebook.com/photo.php?v=102 ... permPage=1
http://www.facebook.com/photo.php?v=102 ... permPage=1
http://www.facebook.com/photo.php?v=102 ... permPage=1
Vöknuðum í bongó blíðu á Föstudagsmorgun

Ekið af stað

Svartikambur í bakgrunn á leið í Jökulheima

Á drekaleið inn að Jökulheimum

Ferðahraðin var á þessu bili ( 75kmh + )


Hópurinn 42" - 46" bílar

Komum við í Jökulheimum


Frekar snjólaust vestan jökuls

Tungnárbotnar

Jökullinn var eins og gler neðst

Ekki hægt að kvarta yfir veðrinu uppá Tungnárjökli




Komnir upp á Grímsfjall


brunað niður Dyngjujökul






Hans lenti svo í því að suða á liðhúsinu gaf sig á Dyngjujökli

Það slapp þó til og skemmdi ekki boddyið á bílnum

þarna sést liðhúsið laust frá rörinu

bíllinn skilin eftir uppá Dyngjujökli þartil morgunin eftir

Komum inn í Dreka um 20:00 leitið

Laugardagsmorguninn



keyrt af augum


ferðahraðinn var frá 50 upp í 100kmh þarna niður að flæðunum


Verið að tanka bensínbílana

Flæðurnar og Dyngjujökull í bakgrunn

Dyngjujökull (Vatnajökull) í bakgrunn



Komnir uppá Dyngjujökul aftur og byrjað að laga krúserinn


Krúserinn kominn í hjólinn og þá var ekið suður jökulinn

skyggnið orðið töluvert verra en fyrr um daginn

Smá felgubolta vesen á LC80 og gat á vatnskassaslöngu á 4runner tafði okkur smá.


klukkan orðin 22:00 og þetta var hitastigið uppá Skálafellsjökli


komnir á Höfn eftir nánast sólarhring í keyrslu

EDIT.
Hér er svo leiðin sem við ókum
