Síða 1 af 1

Veturinn 2010-11

Posted: 10.aug 2010, 23:02
frá frikki
mig langar að spyrja menn og konur hvort þið ætlið eitthvað að ferðast í vetur.
það blessaða ár 2007 þurfti umferðarljós uppi á hálendinu í góðu veðri en hefur hrakað siðan þ.e.a.s umferðin á hálendinu skiljanlega.
það er ekki eins og það vanti jeppana það sást á eldgosinu(turistagosinu).
það var sorglegt að fara upp á jökla íslands siðasta vetur í geggjuðu veðri logni og sól og 360 gr útsyni.
dag eftir dag helgi eftir helgi mánuð eftir mánuð sást ekki bíll.sorglegt.

hvað ætla menn að géra nú í vetur ?????????.
kv
Frikki.

Re: Veturinn 2010-11

Posted: 10.aug 2010, 23:33
frá Brjótur
Jú jú það skal ferðast næsta vetur, en síðasta vetur vantaði bara allann helv...snjó,
en hann kemur í vetur;)

kveðja Helgi

Re: Veturinn 2010-11

Posted: 11.aug 2010, 07:02
frá JonHrafn
Það verður ferðast eins mikið og buddan leyfir.

Re: Veturinn 2010-11

Posted: 11.aug 2010, 10:29
frá frikki
Helgi fullt af snjó á vatnajökli ;)

Re: Veturinn 2010-11

Posted: 11.aug 2010, 12:02
frá Kalli
Maður sá óvenju lítið af jeppum seinasta vetur, en auðvitað verður vonandi farið oftar á fjöll í vetur. :O)

kv. Kalli

Re: Veturinn 2010-11

Posted: 11.aug 2010, 12:31
frá Sævar Örn
Ég ætla að fara færri ferðir í vetur heldur en fyrra vetur en þá var farið amk 2-3 í mánuði en nú kannski 1 sinni í mánuði og fara þá frekar helgarferðir eða vikuferð og fara þá almennilega og gista í skálum og njóta þess almennilega að fara á fjöll, orðinn svolítið þreyttur á að fara bara í dagstúra og vera keyrandi frammá nótt heim í bæinn :)

Annars eru dagstúrar líka á dagskrá og um leið og frjósa og snjóar almennilega er þúsundvatnaleið á dagskrá á súkkuni og athuga hvernig hún fer með árbakka, reyna að stúta sem flestum stuðurum svo ég geti afsakað mér nýsmíði á alvöru rörastuðurum, enda stuttur bíll :)

Re: Veturinn 2010-11

Posted: 12.aug 2010, 16:42
frá frikki
já vonandi sé ég ykkur á fjöllum í vetur.

Re: Veturinn 2010-11

Posted: 12.aug 2010, 20:56
frá jeepson
Ætli maður reyni ekki að jeppast eitthvað hérna í vestrinu í vetur, ef það verður einhver snjór.

Re: Veturinn 2010-11

Posted: 12.aug 2010, 21:51
frá garnett91
Ég ætla reyna að fara einhverjar ferðir en ég er algjör nýbyrjandi í þessum jeppa bransa. Ég vona að fólk verði duglegt við að auglýsa ferðir hérna á síðunni svo maður geti farið í samfloti með einhverjum reyndum og lært af þeim. :)

Re: Veturinn 2010-11

Posted: 14.aug 2010, 21:45
frá Andri M.
sjálfur er eg algjör byrjandi, og nýbúinn að fjárfesta í jeppa, þannig að væri gaman ef maður gæti fengið að koma með í einhverjar ferðir, læra aðeins inn á þennan bransa

Re: Veturinn 2010-11

Posted: 15.aug 2010, 17:58
frá Hansi
Það má auðvitað benda nýju jeppafólki á Litlunefdarferðir ferðaklúbbsins 4X4
"Litlanefndin mun standa fyrir dagsferðum, einusinni í mánuði í allan vetur, eins og undanfarin ár. Fyrsta ferð Litlunefndar verður haustlitaferð í Þórsmörk, 25. september n.k."
Þessar ferðir algjör snilld, fór með nokkrum sinnum í fyrra og lærði fullt. Fer pottþétt með aftur ef ég næ að fá mér jeppa fyrir veturinn.

Re: Veturinn 2010-11

Posted: 15.aug 2010, 19:30
frá garnett91
já það er mjög sniðugt en er þórsmerkur ferð ekki frekar easy ? hef reyndar aldrei farið að vetri til þannig kannski svoldið erfiðara þá. :D

Re: Veturinn 2010-11

Posted: 16.aug 2010, 00:01
frá Einar
Þórsmerkurferð getur verið frá því að vera sunnudagsbíltúr á fólksbíl upp í að vera lífshættuleg glæfraferð. Mörkin ætti aldrei að vera flokkuð sem "easy", það hafa of margir látið lífið eða verið hætt komnir á því svæði til að flokka hana þannig.

Re: Veturinn 2010-11

Posted: 16.aug 2010, 01:41
frá joisnaer
ég ætla nú að reyna að ferðast sem mest í vetur.

samt er ég búinn að segja þetta síðustu 3 árin, og yfirleitt kemur alltaf eitthvað uppá sem fær mann til að hanga í skúrnum yfir helgar og bíða eftir að heyra ferðasögur á sunnudagskvöldin þegar fólk kemur heim....

Re: Veturinn 2010-11

Posted: 16.aug 2010, 12:32
frá Stebbi
garnett91 wrote:já það er mjög sniðugt en er þórsmerkur ferð ekki frekar easy ? hef reyndar aldrei farið að vetri til þannig kannski svoldið erfiðara þá. :D


Það er mjög gaman að fara inní mörk þegar að það snjóar hressilega, það getur verið allt frá því að vera rennerí og uppí það að vera stanslaust basl. Það er td. mjög gaman að fara efri leiðina við lónið þegar er þungfært þarna.

Re: Veturinn 2010-11

Posted: 16.aug 2010, 17:18
frá Brjótur
það verður nú að öllum líkindum lítill snjór í mörkinni í september :)

Re: Veturinn 2010-11

Posted: 16.aug 2010, 20:17
frá Sævar Örn
Það er engin efri eða neðri leið lengur, allt orðið slétt

Re: Veturinn 2010-11

Posted: 18.aug 2010, 08:19
frá frikki
þetta verður vonandi geggjaður vetur í allastaði og endilega auglysa ferðir hérna á síðunni.

Re: Veturinn 2010-11

Posted: 29.aug 2010, 18:36
frá frikki
eru menn farnir að huga að bílunum fyrir veturinn.

Re: Veturinn 2010-11

Posted: 29.aug 2010, 19:04
frá danfox
Auðvitað, Old Man Emu gormar og demparar komið undir, nýjar fóðringar í afturstífur, ný olía á drifum, vél, millikassa og skiftingu.

5 gallon loftkútur komin í hús og eitthvað fleira.

Kv Siggi M

Re: Veturinn 2010-11

Posted: 29.aug 2010, 19:10
frá hobo
Ég ætla að skella 33" dekkjunum sem ég var að kaupa undir súkkuna og stefna á Langjökul.
Einnig er takmarkið að ferðast sem mest í vetur. ..vitaskuld

Re: Veturinn 2010-11

Posted: 30.aug 2010, 21:56
frá gislisveri
Nýtt stóð í hesthúsið, nýr fjaðurbúnaður og hugsanlega aðeins stærri dekk. En það stendur til að nota þetta rusl í vetur, ekki spurning.

Re: Veturinn 2010-11

Posted: 31.aug 2010, 12:38
frá frikki
Ef menn ætla í einhverja túra þá endilega láta vita hér á siðunni.

Re: Veturinn 2010-11

Posted: 02.okt 2010, 19:02
frá gudlaugur
Stefni á að fá mér jeppa fyrir veturinn,,,, Stefnt er á 35",, held að það sé alveg fínt til að byrja með þar sem þetta verður einnig eini bíllinn á heimilinu. Er einmitt búinn að vera að skoða og lesa f4x4 og ætla mér að kikja með í "litlunefndarferðir" í vetur ;)