Síða 1 af 2

Hrista af sér jólaspikið

Posted: 26.des 2012, 15:06
frá firebird400
Jæja félagar. Gleðileg jól. Vonandi hafið þið haft það sem allra best.
Þar sem ættingjar búsettir erlendis eru heima um jólin þá er planið að fara í dagsrúnt núna á laugardaginn fyrir áramót, svona ef veður leyfir.
Það er enginn ákveðinn staður eða leið í huga, bara að komast í einhvern snjó.

(Skjaldbreið er samt líklegur áfangastaður)

Það yrði gaman að það kæmu sem flestir.

Við erum á einum 38" Discovery, einum 38" 90 cruiser og hugsanlega þrem 44" Defender, auk Range Rover, Explorer,Patrol og Bronco á 38"

Re: Hrista af sér jólaspikið

Posted: 26.des 2012, 15:33
frá Svenni87
skjaldbreiðUR

Re: Hrista af sér jólaspikið

Posted: 27.des 2012, 11:50
frá firebird400
Já meinar :-)

En þar sem menn vilja meina að þar sé einhvað lítið um snjó og spáð blindbyl þá munum við sennilega fara einhvað annað.

En við erum bókað að fara út úr bænum

Re: Hrista af sér jólaspikið

Posted: 27.des 2012, 12:35
frá kjellin
það gæti vel verið að ég vilji kíkja út þá, efað það væri i lagi ykkar vegna er á 38 " vitöru

Re: Hrista af sér jólaspikið

Posted: 27.des 2012, 14:07
frá firebird400
Já það er sko meira en í lagi.

Ég skal pósta hérna þegar við verðum komnir með einhver áform

Re: Hrista af sér jólaspikið

Posted: 27.des 2012, 20:08
frá Guðninn
hérna megin stefnum við á að fara frá gullfoss áleiðis að vörðu og skoða snjóalög

ætlum að leggja af stað í fyrrafallinu frá úthlíð, erum á 49" Ram væri gaman að sjá einhver andlit

Re: Hrista af sér jólaspikið

Posted: 27.des 2012, 22:55
frá risinn
Guðni hvenær og hvert á að fara og er þetta dagsferð ?

Kv. Ragnar Páll

Re: Hrista af sér jólaspikið

Posted: 28.des 2012, 07:01
frá firebird400
Ég ber það undir strákana
Klukkan hvað og hvenær gætum við hitt ykkur?
Erum á þrem fullmönnuðum bílum frá keflavík

Re: Hrista af sér jólaspikið

Posted: 28.des 2012, 09:17
frá Guðninn
Raggi já við förum í smá dagsferð núna, höfum ekki tök á því að hafa þetta lengra í þetta skiptið. Ætlunin að fara bara upp frá gullfoss og áleiðis að vörðu og sjá hvernig færðin er

er ekki viss á hvaða tíma við verðum, verðum upp í bústað í úthlíð þannig við leggjum ekkert alltof snemma af stað þar sem það er stutt að fara. Það væri flott að vita hvenar menn úr bænum ætla sér að leggja af stað þá gætum við reynt að vera á svipuðu róli.

Re: Hrista af sér jólaspikið

Posted: 28.des 2012, 14:49
frá kjellin
Eg er i rvk , en er ekki um ad gera fara negla einhverjar tima setningar ? Eg er allavega i sima 8235017 - aron

Re: Hrista af sér jólaspikið

Posted: 28.des 2012, 15:17
frá Árni Braga
Hvenar er verið að spá í þessa ferð. Langar á fjöll

Re: Hrista af sér jólaspikið

Posted: 28.des 2012, 16:17
frá kjellin
Eg er allavega farinn i bonus ad kaupa nesti, er ekki malid ad vera bara um 8:00-830 a select vesturlandavegi ?

Re: Hrista af sér jólaspikið

Posted: 28.des 2012, 16:30
frá Guðninn
jú hljómar vel það væri flott að sja einhverja a gullfossi um 10 og geta nýtt birtuna

Re: Hrista af sér jólaspikið

Posted: 28.des 2012, 16:35
frá kjellin
Geggjad hvad eru ta margir stadfestir ?

Re: Hrista af sér jólaspikið

Posted: 28.des 2012, 16:40
frá lettur
Eru einhverjir á fjallahug á sunnudaginn? Ég væri allavega til í skrepp þá. Veðurspáin er líka aðeins betri.

Kv. Jói.

Re: Hrista af sér jólaspikið

Posted: 28.des 2012, 16:52
frá Árni Braga
Eru menn að fara á morgun eða sunnudag. Líst betur á sunnudag en er opin fyrir öllu látið mig vita er að trillast langar svo á fjöll.

Re: Hrista af sér jólaspikið

Posted: 28.des 2012, 17:04
frá petur
Rólegur Árni. Spáin er slæm fyrir laugardag. Við förum á sunnudag upp á Kaldadal og tökum stefnu á Skjaldbreið, Langjökull eða Okið eftir hvering snjóalög eru. Eigum við segja að við leggjum af stað frá Stöðinni kl 09.00.

Kv
Pétur Hans

P.s Eru ekki þessir skráðir Árni

Pétur Hans 46" cruser
'Arni 46" Patrol
Sveinbjörn 38" Patrol
Kim 44" Patrol

Re: Hrista af sér jólaspikið

Posted: 28.des 2012, 17:13
frá Árni Braga
Þá er það ákveðið hlakka til

Re: Hrista af sér jólaspikið

Posted: 28.des 2012, 17:32
frá petur
Við verðum að fylgast með spáinni á morgun hvort það verði yfir höfuð nokkuð ferðaveður um helgina. Hún er slæm fyrir báða dagana eins og þú sagðir.
http://www.yr.no/sted/Island/Vesturland ... arsel.html

kv
Pétur Hans

Re: Hrista af sér jólaspikið

Posted: 28.des 2012, 17:41
frá kjellin
en vitidi eithvad um snjostatusa a tessum slodum og eg verd ad segja ad mer list betur a sunnudaginn efad tad er i lagi ykkar vegna ad rulla med ykkur arni

Re: Hrista af sér jólaspikið

Posted: 28.des 2012, 17:54
frá Árni Braga
kjellin wrote:en vitidi eithvad um snjostatusa a tessum slodum og eg verd ad segja ad mer list betur a sunnudaginn efad tad er i lagi ykkar vegna ad rulla med ykkur arni

Vertu velkominn tölum saman á morgun og tökum stöðuna.

Re: Hrista af sér jólaspikið

Posted: 28.des 2012, 20:16
frá franzfridriks
Sælir, er þá einginn sem ætlar að fara á morgun ?

Re: Hrista af sér jólaspikið

Posted: 28.des 2012, 20:25
frá Árni Braga
Veðurspáin er betri fyrir sunnudag er það ekki

Re: Hrista af sér jólaspikið

Posted: 28.des 2012, 20:54
frá hobo
Sunnudagurinn lítur betur út, klárlega.
Ef einhver ætlar frá Gullfoss og uppúr á sunnudag væri ég til í að vita af því.
Kemur samt betur í ljós annað kvöld hvað maður gerir.

Re: Hrista af sér jólaspikið

Posted: 28.des 2012, 22:37
frá Guðninn
jú við ætlum að leggja frá gullfoss um 10 leytið á morgun

við komumst ekki á sunnudag, ætlum að kanna færið upp frá gullfoss á morgun, og bara sjá hvað við förum langt erum einbíla eins og er, væri gaman að sjá einhvern en skiljanlega vilja menn velja daginn sem líklegra er að fá skaplegt veður

Re: Hrista af sér jólaspikið

Posted: 28.des 2012, 22:44
frá -Hjalti-
Ég er til í að skoða sunnudaginn ef það verður þokkalegt veður.

Re: Hrista af sér jólaspikið

Posted: 29.des 2012, 10:31
frá petur
Tók veðurspána núna í morgun. Samkvæmt henni verður ekkert ferðaveður á Kaldadal á sunnudag 17-22 m/sek og snjókoma.
Fyrir mitt leyti er ferðin "OFF" ef spáin breytist ekki fljótlega í dag.
Kv

Pétur Hans

Re: Hrista af sér jólaspikið

Posted: 29.des 2012, 14:05
frá kjellin
en hvað með lyngdalsheiðina ? spáinn er betri þar, eða er kanski lítið um snjóinn ?

Re: Hrista af sér jólaspikið

Posted: 29.des 2012, 15:26
frá Árni Braga
Ég er off á morgun en er onn á nýársdag þa er spáð sólarglætu á þessu svæði. Menn verða bara að drekka minna á gamlárskvöld og skella sér á fjöll í góðu veðri.

Re: Hrista af sér jólaspikið

Posted: 29.des 2012, 15:47
frá lettur
Er líka off á morgun, sunnudag. Stefni á rúnt á nýársdag.

Re: Hrista af sér jólaspikið

Posted: 29.des 2012, 15:55
frá Árni Braga
lettur wrote:Er líka off á morgun, sunnudag. Stefni á rúnt á nýársdag.

Verðum í sambandi þegar nær dregur.

Re: Hrista af sér jólaspikið

Posted: 29.des 2012, 16:07
frá kjellin
Byrja árið með stæl, lìst vel á það, en hvenar atla þá menn ùt ùr hùsi ?

Re: Hrista af sér jólaspikið

Posted: 29.des 2012, 16:41
frá Árni Braga
Er ekki gott að fara á stað frá N1 Mosó kl:10 stefnan tekin hvert sem er allt opið.

Re: Hrista af sér jólaspikið

Posted: 29.des 2012, 17:37
frá kjellin
Bara ljòmandi, hvad erum vid þá margir ad fara 3 ?

Re: Hrista af sér jólaspikið

Posted: 29.des 2012, 17:54
frá Árni Braga
Held að við séum á fimm bílum..

Re: Hrista af sér jólaspikið

Posted: 29.des 2012, 17:58
frá kjellin
Ljòmandi gott, :)

Re: Hrista af sér jólaspikið

Posted: 30.des 2012, 12:38
frá hobo
Ég skil ekkert í ykkur, spáin í gær var þokkaleg fyrir Gullfoss, en slæm fyrir Kaldadal.
Hér er bara blíða og snjór í fjöllum.
Myndin er tekin í norðurátt, nálægt Arctic Rafting við Hvítá.

Re: Hrista af sér jólaspikið

Posted: 30.des 2012, 13:08
frá -Hjalti-
Hefði ekkert á móti því að vera á fjöllum núna.

Re: Hrista af sér jólaspikið

Posted: 30.des 2012, 18:51
frá Stebbi
Ætli maður væri ekki á fjöllum ef maður væri ekki svona ógeðslega duglegur að skrúfa í bílnum. :)

Re: Hrista af sér jólaspikið

Posted: 30.des 2012, 19:39
frá Árni Braga
Allir á fjöll á nýársdag veðrið getur ekki verið betra. Hittingur N1mosó kl 10 sjáumst hressir eða mis hressir. Já og gleðilegt ár Allir.