Síða 1 af 1

Ferð sunnudaginn 9.12

Posted: 08.des 2012, 18:29
frá andriv
Ætlaði að athuga hvort eitthver væri að fara eitthvað á morgun eða er til í að fara eitthvað á morgun.

Re: Ferð sunnudaginn 9.12

Posted: 08.des 2012, 19:24
frá ordni
Ég er jafnvel að spá í að skreppa eitthvað stutt út úr bænum. lingdalsheiði og nágreni. hafði hugsað mér mætingu á n1 mosó um 9 leitið.

Re: Ferð sunnudaginn 9.12

Posted: 08.des 2012, 20:02
frá andriv
Líst vel á það.

Re: Ferð sunnudaginn 9.12

Posted: 08.des 2012, 22:01
frá AgnarBen
Ég mæti, verð með guttana mína tvo 4 og 6 ára. Legg til að fara norður fyrir Skjaldbreið, mestur snjórinn þar og veðrið verður klárlega best á þessu svæði, fín spá.

Re: Ferð sunnudaginn 9.12

Posted: 08.des 2012, 22:27
frá -Hjalti-
Ég er hugsanlega til í nettan rúnt á morgun líka , veit það betur í fyrramálið.

edit.
Ef ég verð ekki við þjónustumiðstöðina á þingvöllum ekki bíða þá eftir mér

Re: Ferð sunnudaginn 9.12

Posted: 08.des 2012, 23:08
frá andriv
ok mæting kl 9 á N1 moso? Er það ekki bara fínt

Re: Ferð sunnudaginn 9.12

Posted: 08.des 2012, 23:34
frá AgnarBen
-Hjalti- wrote:Ég er hugsanlega til í nettan rúnt á morgun líka , veit það betur í fyrramálið.

edit.
Ef ég verð ekki við þjónustumiðstöðina á þingvöllum ekki bíða þá eftir mér


ok Hjalti.

Ég gæti verið aðeins tæpur að ná fyrir kl. 9 á N1 í Mosó en varla lengur en 5 eða 10 mínútur yfir. Sjáumst í fyrramálið !

Re: Ferð sunnudaginn 9.12

Posted: 09.des 2012, 00:40
frá reyktour
Farið kaldadalinn og upp á jökul.
það er voða lítið að ske annars staðar.

Re: Ferð sunnudaginn 9.12

Posted: 09.des 2012, 14:10
frá hobo
Fór og fékk mér morgunkaffið í hlíðum Skjaldbreiðar í morgun og horfði á sólina koma upp. Hefði viljað komast á toppinn en snjórinn reyndist Hilux erfiður. Brunaði svo til byggða og mætti þremur litlum hópum á leið uppeftir, semsagt margir sem gátu nýtt sér þennan snilldar dag.

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Re: Ferð sunnudaginn 9.12

Posted: 09.des 2012, 18:16
frá ordni
Myndirnar sem að ég tók í dag. Dáldið þunkt færi en svakalega gott veður og mjög gaman.

Ný bónaður anskoti
Image

Hilux að spóla
Image

Image

Image

Jeppsterinn á lengstu förin.
Image

Og smá videó
http://www.youtube.com/watch?v=kKgJNz4p ... e=youtu.be

Komið í lag

Re: Ferð sunnudaginn 9.12

Posted: 09.des 2012, 21:53
frá hobo
Ég hefði mikið verið til í að dóla með ykkur í dag, mér sýndist ekki veita af að jafna út tegundamuninn á bílunum, eða allavega heimsálfumuninn...

Svo sést það langar leiðir að lengstu förin í brekkunni eru eftir Hilux :)

Re: Ferð sunnudaginn 9.12

Posted: 09.des 2012, 22:40
frá AgnarBen
hobo wrote:Ég hefði mikið verið til í að dóla með ykkur í dag, mér sýndist ekki veita af að jafna út tegundamuninn á bílunum, eða allavega heimsálfumuninn...

Svo sést það langar leiðir að lengstu förin í brekkunni eru eftir Hilux :)


Já það hefði verið fint að fá enn eina bensínsleggjuna ;-)

Re: Ferð sunnudaginn 9.12

Posted: 09.des 2012, 22:55
frá AgnarBen
Flottur dagur í frábæru veðri en fjandi erfitt færi !

Fórum á þremur bílum upp Uxahryggjaveg frá Þingvöllum, inn á Skjaldbreiðarveg að afleggjara upp á Skjaldbreið, krossuðum Skjaldbreiðarhraun þaðan beint í norður að Svalaríki og lékum okkur þar í dágóðan tíma og brunuðum svo eftir sléttunum norðan hraunsins aftur niður á Skjaldbreiðarveg og svo heim.

Myndir hér en læt smá sýnishorn fylgja með:
http://public.fotki.com/AgnarBen/jeppaferdir/2013/skjaldbreiarvegur-slunki/

Image

Image
Úrhleypingar á Uxahryggjaleið

Image
Skjaldbreiðarhraun og Stóra Björnsfell í baksýn

Image
Skjaldbreiðarhraun

Image
Svalaríki

Image
Brekkuleikfimi

Image
Örn á Jeepster

Image
Andri á Hilux

Image
Ferðalok

Re: Ferð sunnudaginn 9.12

Posted: 10.des 2012, 01:26
frá -Hjalti-
Vesen að hafa ekki komist með , hefur verið fínn rúntur.

Re: Ferð sunnudaginn 9.12

Posted: 10.des 2012, 02:35
frá Freyr
.

Re: Ferð sunnudaginn 9.12

Posted: 10.des 2012, 03:53
frá Freyr
Já djöfull tekur Jeepsterinn sig vel út í þessu umhverfi!

En vitið þið ekki að það er stranglega bannað að setja svona myndir á netið í miðri prófatörn? Þetta hlýtur að flokkast undir andlegar pyntingar........

Kveðja, Freyr ;-)

Re: Ferð sunnudaginn 9.12

Posted: 10.des 2012, 05:15
frá lecter
alltaf eru þessir usa jeppar eitt hvad mest flottastir ,,svona heima smidadir eins og þessi jeep guli virkilega ICE cool a fullu gasi þetta er nu nyasti snjorinn svo ad ekkert skritid ad þad se erfit ,, flottur vetur framundan eg se ad eg verd ad gera minn jeppa klaran ,,,

Re: Ferð sunnudaginn 9.12

Posted: 10.des 2012, 12:47
frá ordni
Freyr wrote:Já djöfull tekur Jeepsterinn sig vel út í þessu umhverfi!

En vitið þið ekki að það er stranglega bannað að setja svona myndir á netið í miðri prófatörn? Þetta hlýtur að flokkast undir andlegar pyntingar........

Kveðja, Freyr ;-)


Ég held að ég hafði aldrei verið jafn ánægður að þurfa ekki að vera lesa undir próf. Hrikalega gaman að mökka brjál í góða veðrinu í gær.

Re: Ferð sunnudaginn 9.12

Posted: 10.des 2012, 20:19
frá Haffi_
Alltaf reyna þeir að komast upp eitthverjar smábrekkur.
http://www.youtube.com/watch?v=sux4dqOc ... e=youtu.be

Gerðum heiðarlega tilraun til að fara frammúr þessum á 2,4 hilux :)
http://www.youtube.com/watch?v=J9r2yQsM ... e=youtu.be

svo kom svona cherokee á öðru hundraðinu frammúr okkur, náði video af þessum glanna! :D
http://www.youtube.com/watch?v=B5ibZFBc ... e=youtu.be

Re: Ferð sunnudaginn 9.12

Posted: 10.des 2012, 20:49
frá ordni
Buið að laga videóið sem ég tók.

http://www.youtube.com/watch?v=kKgJNz4p ... e=youtu.be

Re: Ferð sunnudaginn 9.12

Posted: 10.des 2012, 21:24
frá AgnarBen
Flott video strákar, gaman að þessu :)

Því miður þá voru mín tvö vídeo eitthvað hálf slöpp þannig að ég læt ljósmyndirnar duga núna ...

Re: Ferð sunnudaginn 9.12

Posted: 10.des 2012, 21:55
frá andriv
það vantar næstum því nokkra hesta í húddið á hilux samt bara næstum því =)

Re: Ferð sunnudaginn 9.12

Posted: 10.des 2012, 22:17
frá ordni

Re: Ferð sunnudaginn 9.12

Posted: 10.des 2012, 22:54
frá Þorri
Alltaf þegar ég sé video eða ljósmyndir af svona cherokee í aksjon þá langar mig að leigja húsnæði og fara að græja gamla minn. Þetta eru snildar bílar.

Re: Ferð sunnudaginn 9.12

Posted: 11.des 2012, 09:02
frá AgnarBen
Hérna er eitt stutt video af Jeepster sem ég tók á símann minn að plana yfir skafl.

[youtube]66ZDlZVs2hs[/youtube]

Re: Ferð sunnudaginn 9.12

Posted: 11.des 2012, 09:26
frá stebbiþ
Gaman að þessu. Aldrei að vita hvort maður getur nurlað saman fyrir nokkrum bensíndropum á gamla höfðingjann og farið með í dagsferð.

Re: Ferð sunnudaginn 9.12

Posted: 11.des 2012, 11:01
frá lecter
eg verd ad gefa ykkur koment srakar fyrir þessa ferd þarna a sunnudaginn ,, fyrir myndir ,,, og youtube video,,,, allt flott upp sett hja ykkur ferdina fær madur her beint i æd og bein ,, og eflaust margir nu ad græja jeppana til ad komast med ykkur næst ,,, eg er buinn a senda ferdina til norge inn a 4x4 pirate þad er jeppa klubbur sem er i noreigi og eru menn þar ad breyta jeppum 'o löglega ,,enn allt sem heitir breytingar eru bannadar þar nema artictruck ma breyta jeppum a 37" ja talandi um þad mun eg senda fra mer grein um breytingar
takk

Re: Ferð sunnudaginn 9.12

Posted: 11.des 2012, 11:42
frá stebbiþ
Gaman í Noregi. Allt bannað nema það sé sérstaklega leyft.