Síða 1 af 1

Re: Snjór í nágreni höfuðborgarinnar?

Posted: 02.des 2012, 17:49
frá Stebbi
Ég myndi veðja á Nesjavallaleið ef ég væri að fara út núna til að finna mér snjó hérna rétt við borgina. Ef það er enginn snjór þá er þetta bara skemmtilegur bíltúr.

Re: Snjór í nágreni höfuðborgarinnar?

Posted: 02.des 2012, 18:10
frá reyktour
Rúllaðu yfir Haukadalsheiðina.
Smá rúntur en vel þess virði.

Re: Snjór í nágreni höfuðborgarinnar?

Posted: 03.des 2012, 08:54
frá AgnarBen
Þú ættir að finna einhvern snjó í kringum Hlöðufell (var doldið fyrir viku síðan). Annars myndi ég halda að Fjallabak væri staðurinn fyrir lengri dagsferðir.

Re: Snjór í nágreni höfuðborgarinnar?

Posted: 03.des 2012, 14:33
frá Doror
Ég væri örugglega til í að kíkja á Hlöðufellið eitthvað næstu helgi.

Re: Snjór í nágreni höfuðborgarinnar?

Posted: 03.des 2012, 14:37
frá kjartanbj
Aldrei að vita nema maður sé til í einhvern dagsrúnt næstu helgi, yfirfara græjuna fyrst eftir helgina bara :)

Re: Snjór í nágreni höfuðborgarinnar?

Posted: 03.des 2012, 15:23
frá kjartanbj
Ég er til í að koma með eitthvað ef það verður farið þangað sem er einhver snjór að ráði :)

Re: Snjór í nágreni höfuðborgarinnar?

Posted: 03.des 2012, 19:31
frá andriv
Ég væri til í að fara í dagstúr næstu helgi.

Re: Snjór í nágreni höfuðborgarinnar?

Posted: 03.des 2012, 19:36
frá AgnarBen
Ef veðrið er gott þá er möguleiki að mæti. Væri gaman að prófa að rúlla upp Vestari Hagafellsjökul til dæmis !

Re: Snjór í nágreni höfuðborgarinnar?

Posted: 03.des 2012, 20:26
frá kjartanbj
Laugardagurinn minn eini séns, Tónleikar á sunnudag

Re: Snjór í nágreni höfuðborgarinnar?

Posted: 03.des 2012, 22:33
frá andriv
Skiptir mig svo sem engu hvorn daginn það er.

Re: Snjór í nágreni höfuðborgarinnar?

Posted: 03.des 2012, 23:06
frá reyktour
Ég er game í ferð á sunnudaginn.
er ekki bara að mæla sér mót á sunnudag.
við erum á 3 bílum. cruiser, defender og discovery.
hvað segja menn um kl 9 á n1 í mosó?

Re: Snjór í nágreni höfuðborgarinnar?

Posted: 03.des 2012, 23:32
frá Doror
Hljómar vel.

Re: Snjór í nágreni höfuðborgarinnar?

Posted: 04.des 2012, 09:39
frá Doror
Er þetta ekki cirka leiðin?

Image

Re: Snjór í nágreni höfuðborgarinnar?

Posted: 04.des 2012, 18:56
frá reyktour
Ég hef aldrei farið upp þessa leið.
Gæti verið spennandi.

Svopni ég notaði ca 60 lítra af dísel frá mosó kaldidalur haukadalsheiði langjökull og á geysir, og var ekkert að spara gjöfina.

Spurning að vera með fullann tank og 20 lítra brúsa, það reddar manni oft.

En Við erum á 3 bílum og jafnvel patrol. :)og ætlum að hittast á N1 mosó kl 9
Hverjir ætla að mæta.???

Re: Snjór í nágreni höfuðborgarinnar?

Posted: 04.des 2012, 20:15
frá Stebbi
Í góðu veðri er þessi leið frábær og nauðsynleg tilbreyting frá því að puðra alltaf upp hjá Jaka eða Skálpanesi, gott að taka þetta þegar að menn eru að fá ógeð á Langjökulsferðum.

Minn skemmtilegasti Langjökulsrúntur var þessa leið fyrir mörgum árum þegar að það snjóaði enþá.

Re: Snjór í nágreni höfuðborgarinnar?

Posted: 05.des 2012, 10:41
frá AgnarBen
Ég er ekki laus á laugardaginn en ætla að reyna að koma með ef þið farið á sunnudag. Veðurspáin er líka miklu betri þá !

Leiðin upp er samt ekki beint upp Vestari Hagafellsjökul heldur upp jökultunguna á milli hans og Geitlandsjökul, held þetta kallist Lónjökull. Ég hef farið þetta nokkrum sinnum og á til trakk af þessu, bara mjög skemmtileg tilbreyting.

Ég held að skemmtilegasta leiðin sem ég hef farið um Langjökul sé þegar ég fór frá Arnarvatnsheiði - Jökulstallana upp á Langjökul - meðfram jökulröndinni að vestanverðu alveg að Þrístapajökli - krossað yfir í Þursaborg - hábunga - niður Lónjökuol (Vestari Hagafellsjökul) - upp á Þórisjökul - upp á Skjaldbreið - Skjaldbreiðarvegur heim ......... það var gott færi þennan dag :)

Svo er líka alveg hægt að leika sér eitthvað í kringum Hlöðufellið, nóg af svæðum þar sem ég hef ekkert skoðað neitt nákvæmlega, hef td aldrei farið þaðan niður að Laugavatni !

Re: Snjór í nágreni höfuðborgarinnar?

Posted: 05.des 2012, 10:52
frá AgnarBen
Hérna er kort með trakki frá dagsferð sem ég fór fyrir löngu síðan þegar ég fór frá vörðu yfir Skjaldbreið og að skálanum Slunka, upp hjá V.Hagafellsjökli, upp á Geitlandsjökul og svo niður í Þjófakrók og svo heim um Húsafell. Ef eitthvað er þá er þetta track aðeins of vestarlega upp jökultunguna miðað við Safe Travel kortin, betra væri að stefna aðeins meira upp á hábungu 1 og taka svo sveig niður í söðulinn og svo upp á Geitlandsjökul en svæðið í kringum hann finnst mér alltaf varasamt sérstaklega svona snemma árs.

Hagafellsjökull.jpg

Re: Snjór í nágreni höfuðborgarinnar?

Posted: 06.des 2012, 11:43
frá Doddi23
Sælir

Ekki útilokað að maður kíki með ykkur, er samt ekki en búin að setja vetrardekkin undir þar sem þau eru stödd í öðrum landshluta, en svo framarlega sem það er ekki mikill ís þá ætti það að sleppa til :p

Re: Snjór í nágreni höfuðborgarinnar?

Posted: 07.des 2012, 09:41
frá Doddi23
Nú lítur út fyrir að það eigi að vera mun betra veður á Laugardeginum heldur en Sunnudeginum þannig að ég er að velta fyrir mér hvort þið eruð enþá að hugsa um að fara á Sunnudaginn eða hvort þið munduð frekar fara á Laugardeginum?

Re: Snjór í nágreni höfuðborgarinnar?

Posted: 07.des 2012, 10:36
frá AgnarBen
Ég kemst amk ekki á morgun en það er í fínu lagi mín vegna þó menn breyti plani og fari á laugardaginn í staðinn, ég nota þá bara sunnudaginn til að skrúfa aðeins, er á leiðinni með bílinn í lakkviðgerðir vonandi í næstu viku ! Það verður svo sem líka fínt veður á sunnudeginum og ef skýjahuluspáin er skoðuð þá er lágskýjað í kringum jökulinn á morgun en ekki á sunnudaginn.

En hver veit hvað gerist svo í raunveruleikanum ;-)

Re: Snjór í nágreni höfuðborgarinnar?

Posted: 07.des 2012, 10:47
frá Doddi23
Hmm já það virðist vera himinn og haf á milli spánna hjá Veður.is og YR.no, þær eru eiginlega algerlega öfugar :/

Re: Snjór í nágreni höfuðborgarinnar?

Posted: 07.des 2012, 14:45
frá reyktour
ég ætla með Kjartani á morgun laugardag..
Þetta veður er alveg að gera sig á morgun.
Við ætlum að hittast í bænum á N1 mosó kl 9.
finna snjó og hafa gaman

Re: Snjór í nágreni höfuðborgarinnar?

Posted: 07.des 2012, 14:51
frá andriv
Er eitthver enn að spá í að fara á sunnudag ?

Re: Snjór í nágreni höfuðborgarinnar?

Posted: 07.des 2012, 16:13
frá ordni
Ég er að spá í að skreppa aðeins á steranum á sunnudaginn ef að konan verður ekki búin að setja mig í eitthvað verkefni.

Re: Snjór í nágreni höfuðborgarinnar?

Posted: 07.des 2012, 16:36
frá AgnarBen
Ég er heitur fyrir sunnudeginum, melda menn sig ekki bara inn annað kvöld !

Re: Snjór í nágreni höfuðborgarinnar?

Posted: 07.des 2012, 17:21
frá ordni
Hræddur um það.

Re: Snjór í nágreni höfuðborgarinnar?

Posted: 07.des 2012, 17:52
frá andriv
líst bara vel á það