Skráning er hafin í nóvemberferð Litlunefndar F4x4 17 nóv.
http://f4x4.is/index.php?option=com_seminar&Itemid=285
Áætluð leið liggur frá Reykjavík á Þingvelli yfir nýju Lyngdalsheiði á Laugarvatn og þaðan upp Miðdalsfjall að Hlöðufelli upp á Línuveg. Síðan verður haldið í austurátt, niður mosaskarð og inn á Haukadalsheiði og endað á Geysi. Gera verður ráð fyrir að ferðatilhögun geti breyst, þar með talið að ferðinni verði frestað eða hún felld niður vegna óhagstæðrar veðurspár, eða af öðrum ástæðum, samkvæmt ákvörðun fararstjóra. Bílar á 35" dekkjum og minni njóta forgangs í þessa ferð, en allir eru hvattir til að skrá sig til þátttöku.
Allir velkomnir
Kveðja
Liltanefnd F4x4
Næsta ferð Litlunefndar F4x4.
Re: Næsta ferð Litlunefndar F4x4.
Allir að mæta
-
- Innlegg: 171
- Skráður: 10.aug 2012, 18:47
- Fullt nafn: Agnar Áskelsson
Re: Næsta ferð Litlunefndar F4x4.
Ég ók þessa leið í gær og verð bara að segja að bílar á minni dekkjum en 35" hefði ekki átt neitt erindi á Haukadagsheiðina. Ekki nema þeir vilji vera dregnir yfir alla skafnana.
Það er ekki mikill snjór þarna en skaflarnir eru bæði háir og breiðir.
Vorum á tvem 38" Land Roverum og einum 37" 350 Ford. Fordinn fór einhvað á aflinu en varð svo að snúa við.
Það er að vísu einhvað búið að rigna í dag og það má vel vera að skaflarnir verði allir farnir. En eins og þetta var í gær þá var ekki séns að lítið breyttir jeppar hefði farið þetta.
Það er ekki mikill snjór þarna en skaflarnir eru bæði háir og breiðir.
Vorum á tvem 38" Land Roverum og einum 37" 350 Ford. Fordinn fór einhvað á aflinu en varð svo að snúa við.
Það er að vísu einhvað búið að rigna í dag og það má vel vera að skaflarnir verði allir farnir. En eins og þetta var í gær þá var ekki séns að lítið breyttir jeppar hefði farið þetta.
Agnar Áskelsson
Er að leita að næsta jeppa.
Keflavík
Er að leita að næsta jeppa.
Keflavík
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Næsta ferð Litlunefndar F4x4.
Það þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af því í Litlunefndarferð, það verða örugglega 2 46" bílar og eitthvað af 44" og 38" breyttum með í ferðini.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Re: Næsta ferð Litlunefndar F4x4.
Þetta er ekkert til að hafa áhyggjur af. Við í Litlunefnd munum tryggja öryggi allar sem koma með okkur í ferðina. Mikið af góðum og öfluggum farastjórum með góð tæki til að hjálpa ef á þarf að halda. Öryggið alltaf haft á oddinum í þessu ferðum okkar. Hvet alla sem vilja koma með að skrá sig í ferðina. Síðan verður kynningarfundur annað kvöld um ferðina í félagsheimili F4x4.
kv
Pétur Hans
kv
Pétur Hans
Til baka á “Ferðir og færð á fjöllum”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 0 gestir