Síða 1 af 2

Fréttir af snjó?

Posted: 02.nóv 2012, 20:51
frá hobo
Jæja þjáningarbræður sem eiga jeppa á suðvesturhorninu, ætli snjór hafi eitthvað náð að festast til fjalla?
Getur verið að Kaldidalur sé að spillast?

Image
Þessi mynd tengist ekki þræðinum beint..

Re: Fréttir af snjó?

Posted: 02.nóv 2012, 21:15
frá -Hjalti-
Það stór efast ég um því miður , það er réttsvo föl í Mosaskarði uppá Haukadalsheiði :(

http://www.liv.is/webcam/vardan
Image

Lyngdalsheiði
Image



ekki frekar en Landmannalaugum Image

Snjórinn virðist samt vera fyrir norðan í Laugafelli :)

Image

Skellum okkur bara norður !

Re: Fréttir af snjó?

Posted: 02.nóv 2012, 23:08
frá Sævar Örn
ófært milli bæja í byggð í Bárðardal á 35" dodge ram... :) Það segir eitthvað

Re: Fréttir af snjó?

Posted: 02.nóv 2012, 23:47
frá jeepson
Það er hellings snjór hérna fyrir austan.

Re: Fréttir af snjó?

Posted: 03.nóv 2012, 00:01
frá kjartanbj
&%&"#$%$#&"# búin að vera bölva því að eiga ekki heima fyrir austan eða norðan núna, ömurlegt að þetta skuli ekki koma fyrr hérna fyrir sunnan. bara tilgangslaus tími hérna að bíða

Re: Fréttir af snjó?

Posted: 03.nóv 2012, 00:06
frá jeepson
Þá er bara að flytja norður eða austur. Það er eina vitið :)

Re: Fréttir af snjó?

Posted: 03.nóv 2012, 00:43
frá Svenni30
Þetta er hérna á Dalvík.
Búinn að vera að rúnta aðeins í kvöld að draga fasta bíla.
Það er 3 punda færi innanbæjar.

Image

Image

Image

Image

nágrannin byrjaður að moka hjá sér
Image

Re: Fréttir af snjó?

Posted: 03.nóv 2012, 02:39
frá Hfsd037
Það er bara búið að vera fjör hjá okkur á AK, við vorum 5 bílar að leika okkur áðan og stefnum á það aftur á morgun.
Annnars er ég og annar bíll búnir að vera heelfvíti duglegir í snjónum síðan ég kom hingað, ég er örugglega búinn að vera svona 20 tíma í snjónum, það er ekkert lát á snjókomunni hérna og nokkur bílastæði ofar á AK skítfull af snjó þannig það eru eiginlega bara jeppar búnir að vera á ferðinni.

Ég tók nokkrar myndir, skítlegar myndir en gefa ykkur sem eru fyrir sunnan eitthverjar hugmyndir um hvernig þetta er :)

Image
frekar hreifð mynd, en þarna var nissan nærrum því oltinn
Image
Image

Re: Fréttir af snjó?

Posted: 03.nóv 2012, 10:59
frá olafur f johannsson
Svona er lexus is300 sem ég á hann stendur útí vinnu
Image

Re: Fréttir af snjó?

Posted: 03.nóv 2012, 11:04
frá Svenni30
Þetta er skuggalegt. Það er allt á kafi hérna.

Re: Fréttir af snjó?

Posted: 03.nóv 2012, 11:19
frá trooper
Já svakalegur snjór m.v. myndir. Mér finnst þó öllu svakalegra að í Rvk. er ekki snjókorn.
kv. Hjalti

Re: Fréttir af snjó?

Posted: 03.nóv 2012, 14:48
frá kjartanbj
Mér finnst að það ætti að leggja bann við að koma með svona myndir hingað inn þegar það er ekkert af snjó fyrir sunnan, er að deyja úr öfund hérna

Re: Fréttir af snjó?

Posted: 03.nóv 2012, 15:04
frá jeepson
'uff. nú rignir bara hér. fallegi snjórinn minn er að hverfa :(

Re: Fréttir af snjó?

Posted: 03.nóv 2012, 15:16
frá elfar94
jeepson wrote:'uff. nú rignir bara hér. fallegi snjórinn minn er að hverfa :(

vonandi skemmtiru þér þá á meðan þetta entist, heehe

Re: Fréttir af snjó?

Posted: 03.nóv 2012, 15:47
frá olafur f johannsson
Smá meira af snjó.Á Akureyri 3/11-2012 kl 15:47
Image
Image
Image
Image

Re: Fréttir af snjó?

Posted: 03.nóv 2012, 16:10
frá jeepson
elfar94 wrote:
jeepson wrote:'uff. nú rignir bara hér. fallegi snjórinn minn er að hverfa :(

vonandi skemmtiru þér þá á meðan þetta entist, heehe


Ég fékk að jeppast aðeins í gær. Ég lenti í því að skutla vinnufélgunum í vinnuna. En maður sá stundum ekki húddið á jeppanum fyrir bil.

Re: Fréttir af snjó?

Posted: 03.nóv 2012, 17:51
frá Kölski
Gísli. Ég hélt að þú værir fyrir vestan. Hvar er allt á kafi hjá þér fyrir austan. ?

Re: Fréttir af snjó?

Posted: 03.nóv 2012, 17:58
frá -Hjalti-
jeepson wrote:'uff. nú rignir bara hér. fallegi snjórinn minn er að hverfa :(


hvað er í gangi ? erum við með þrjár árstíðir í gangi á sama tíma á mismunandi stöðum á landinu

Re: Fréttir af snjó?

Posted: 03.nóv 2012, 18:55
frá Svenni30
Þetta er alveg magnað. Það er allt á kafi hérna og snjóar enn http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/ ... njo_i_dag/

Re: Fréttir af snjó?

Posted: 03.nóv 2012, 18:58
frá jeepson
Kölski wrote:Gísli. Ég hélt að þú værir fyrir vestan. Hvar er allt á kafi hjá þér fyrir austan. ?


Hetrðu nei ég flutti austur í sumar í þeirri von um að komast í meiri snjó. Það gengur ekki að vera fyrir vestan. Þetta er eins og vera í sólarlöndum alt árið þarna.

Re: Fréttir af snjó?

Posted: 03.nóv 2012, 18:59
frá jeepson
-Hjalti- wrote:
jeepson wrote:'uff. nú rignir bara hér. fallegi snjórinn minn er að hverfa :(


hvað er í gangi ? erum við með þrjár árstíðir í gangi á sama tíma á mismunandi stöðum á landinu


Þetta er sorglegt. En það snjóar vel í heiðar hérna þannig að þetta sleppur. Ég reikna með að kíkja kanski eitthvað næstu helgi ef að ég næ að smala saman liði í smá ferð :)

Re: Fréttir af snjó?

Posted: 03.nóv 2012, 23:22
frá BANGSINN
en hvernin er það er ekki hægt að fara uppá Langjökull einhvað núna var að velta fyrir mér keira kaldadal og fara upp hjá jaka er einhvað vit í því næstu helgi :S? ef viðrar vel :D

Re: Fréttir af snjó?

Posted: 11.nóv 2012, 01:23
frá Gutti
Ahhh hvað manni hlýnar við að sjá þessar snjó myndir, en djöfull verður maður afbrýðisamur af sama skapi hehe.

Re: Fréttir af snjó?

Posted: 11.nóv 2012, 02:35
frá Gunnar
ég bý á norðurlandi og er ekkert að skemmta mér, það er allt á kafi og jeppinn í frumeindum inni í skúr!!

Re: Fréttir af snjó?

Posted: 11.nóv 2012, 15:00
frá Ingójp
Image

Svona var þetta hjá mér fyrir aðeins meira en viku. Er á Reyðarfirði

Re: Fréttir af snjó?

Posted: 11.nóv 2012, 15:57
frá hobo
Þetta er mjög svipað og í bænum.

Re: Fréttir af snjó?

Posted: 11.nóv 2012, 16:11
frá khs
Það komu nokkur snjókort hérna í bænum áðan, ég setti í 2pund just in case!

Re: Fréttir af snjó?

Posted: 11.nóv 2012, 21:36
frá risinn
Var í Landmannalaugum 7-9 nóv. 2012 sem að var miðvikudagur til föstudag það var lítill sem engin snjór á leiðinni inn úr, en aðeins meira á bakaleiðinni.
Smá lýsing hvernig túrinn var. Fórum frá Sigöldu og inn í Laugar á miðvikudeiginum og ekki var snjórinn að þvælast fyrir okkur á inn eftir leiðinni, þó var smá snjór frá Frostastaðavatni og inn úr.
Á fimmtudeginum fórum við smá inn á Dómadalsleið fórum lang leiðinna að Hrafntinnuskers afleggjara og snérum þar við og fórum tilbaka í Laugarnar. Þar var töluvert meiri snjór og þetta ferðalag tók svona ca. 5 tíma framm og til baka. Svo um kvöldið byrjaði að snjóa bara þó nokkuð mikið á sunnlenskan mælikvarða á þessum árstíma en þetta var frekar blautur snjór. Og svo á föstudeginum var farið í borg óttans.
Vorum á 44" Troober og 38" Lc 90 cruecer.

Og er að fara ínn á Hveravelli á morgun mánudag og kem til baka á miðvikudag skal láta ykkur vita hvernig færðin var þegar ég kem til baka.

Kv. Ragnar Páll.

Re: Fréttir af snjó?

Posted: 12.nóv 2012, 11:32
frá Guðninn
Image

skruppum áleiðis til hveravalla í gær, og það var nú mjög rólegt yfir þessu, fölin jókst aðeins þegar komið var upp fyrir vörðu en þó ekkert til að tala um,

leyfi einni mynd að fljóta með, tekin við vörðuna

Re: Fréttir af snjó?

Posted: 14.nóv 2012, 22:40
frá risinn
Jæja er kominn frá Hveravöllum.
Þar er ekki mikill snjór en samt komið sleða færi í veginum eftir Kerlingarfjalla afleggjara og inn í Hveravelli. Aðal snjó magnið er á veginum fyrir utan veg er svona 2-4 cm frá vörðu og inn á Hveravelli, en það var að snjóa í dag þeger við vörum að koma til baka, vona að það ná eitthvað inn á hálendið.
[img]Hveravellir%2011-14%20Nóv%202012%20027[/img]
Vona að það komi mynd með ég hef aldrei sett inn mynd hér.

Kv. Ragnar Páll.

Re: Fréttir af snjó?

Posted: 19.nóv 2012, 00:37
frá AgnarBen
Skrapp upp á Fjallabak á laugardaginn, kominn ágætis snjór þar ......... svona fyrir þá sem hafa áhuga ;-)

Image

Re: Fréttir af snjó?

Posted: 19.nóv 2012, 21:19
frá hobo
Skrapp með litlunefnd upp að Gullkistu, Hlöðufelli og nágrenni.
Sæmilegasti snjór á köflum.

Tekið við upptök Brúarár.
Image

Re: Fréttir af snjó?

Posted: 19.nóv 2012, 21:56
frá jeepson
Það spáir víst slatta af snjó núna á næstu dögum. En þetta virðist ætla að setjast alt á norður og austurlandið.

Re: Fréttir af snjó?

Posted: 21.nóv 2012, 01:32
frá makker
fórum síðustu helgi áleiðis inn að landmannalaugum á 35"36"og 38" bílum var mjög skemmtilegt færi þá og komið hellingur af snjó annars er líka hellingur af snjó á leiðinni inn að hrafntinnuskeri fórum þángað þarsíðustu helgi
http://sphotos-g.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-ash4/311248_4912678093441_1959563856_n.jpg

Re: Fréttir af snjó?

Posted: 23.nóv 2012, 20:51
frá knud
Er einhver sem er nýlega búinn að fara inn á hveravelli eða kerlingafjöll.

Ég var að spá í að kíkja á rjúpu eitthvað áleiðis þarna innúr og var að spá í hvernig færðin væri

Re: Fréttir af snjó?

Posted: 23.nóv 2012, 21:14
frá kjartanbj
fór í Kerlingarfjöll um síðustu helgi, fór reyndar upp leppistungur, en býst við að kjölur sé bara rennifæri fyrir 38" að minnsta kosti, en það er nátturulega vika síðan þannig að margt getur hafa breyst þannig engin ábyrgð tekin á þessu :)

Re: Fréttir af snjó?

Posted: 24.nóv 2012, 01:09
frá brynjarberg
Er eithver búinn að fara upp að skjaldbreið eða eithvað þar i kring síðustu daga, við vorum að spá í að fara á 3 bílum þangað á sunnudaginn ef að það er eithver snjór..

Re: Fréttir af snjó?

Posted: 25.des 2012, 14:57
frá hobo

Re: Fréttir af snjó?

Posted: 25.des 2012, 15:17
frá kjartanbj
það er eins gott að það snjói fyrir allan peningin á næstu dögum, helgarferð hjá mér 4-6jan , aldrei að vita nema maður kíki eitthvað um næstu helgi ef ég verð búin að græja jeppann , brotinn hjá mér pinnbolti í liðhúsinu

Re: Fréttir af snjó?

Posted: 08.jan 2013, 20:47
frá BANGSINN
jæja strákar vitiði einhver hver færðinn er á lyngdalsheiði og uppúr ;)?