Sælt veri fólkið.
Ég hef aðeins verið að spá í þessarri 1000 vatna leið á Hellisheiði. Hef verið að heyra mikið um að þetta er skemmtileg leið að keyra og gaman að. En málið er það að hef ekki hugmynd um það hvar hún er.
Þannig að er ekki einhver góð sál sem væri til í að útskýra fyrir mér hvar þessi leið liggur og hvar maður kemst inn á hana?
mbk
Nonni
1000 vatna leið
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: 1000 vatna leið
Ég er ekki viss um hvaða leið þetta er en ég hef tvisvar ekið um Hengladal(kannski það sé 1000 vatna leið?). Hægt er að aka þetta í hring. Maður beygir af Hellisheiði til vinstri, þar sem Ölkelduháls stendur á skilti. Eftir nokkur hundruð metra kemur að ræsi yfir Hengladalsá og þar er keyrt fram af veginum til vinstri.
Þessi litla á hlykkjast eftir dalnum og slóðinn liggur yfir ána, aftur og aftur og aftur, þannig að þetta er ansi mikið vatnasull. Mjög gaman.
Síðan er ekinn smá spotti framhjá nokkrum borholum og komið er niður rétt fyrir ofan skíðaskálann.
Þessi litla á hlykkjast eftir dalnum og slóðinn liggur yfir ána, aftur og aftur og aftur, þannig að þetta er ansi mikið vatnasull. Mjög gaman.
Síðan er ekinn smá spotti framhjá nokkrum borholum og komið er niður rétt fyrir ofan skíðaskálann.
Re: 1000 vatna leið
Stal þessu úr bókinni Ekið um óbyggðir. Vona að höfundurinn verði ekki reiður :-)
INNSTIDALUR OG 1000 VATNALEIÐ
Upphaf Þjóðvegur 1 um Hellisheiði
Leiðarlok Þjóðvegur 1 um Hellisheiði
Gistimöguleikar Kútur, Þrymheimar, Hreysi
Fært Öllum jeppum,
Vegalengd Rúmir 20 km fram og til baka
Eldsneyti Hveragerði
Aksturstími 2 klukkustundir
Um tvær leiðir er að velja þegar ekið er inn að Innstadal. Vestari leiðin liggur út af þjóðveginum til vinstri sé komið frá Reykjavík, ofan við skíðaskálann í Hveradölum. Þar er ekið hálfhring um Orrustuhólahraun og undir sunnanverðu Skarðsmýrarfjalli og fram hjá nokkrum borholum Hellisheiðarvirkjunar. Undir fjallinu standa einnig þrír skátaskálar og þarf að aka upp mjög bratta brekku til þess að komast að tveim þeirra. Það eru skálarnir Bæli og Kútur. Kútur er brúni skálinn að austanverðu en hinn er skálinn er Bæli. Báðir þessir skálar fóru illa í jarðskjálftum og eru í enduruppbyggingu. Sá þriðji er austar og neðan við brekkuna og heitir hann Þrymheimar og er í umsjón skátasveitarinnar Landnema.
Rétt austan við Þrymheima eru vegamót og þar er komið á leiðina sem lýst er hér að neðan. Þá er ekið af þjóðveginum austar á Hellisheiðinni þar sem þjóðvegurinn fer að fylgja Hengladalaánni. Þar er upphaf aðalleiðarinnar. Ekið er smáspöl um hraun og komið að vaði á Hengladalaánni (sjá vaðatal). Handan við vaðið eru vegamót og er beygt þar til vinstri og ekið upp með ánni. Ánni er fylgt og þarf að aka oft yfir hana. Á þessum hluta leiðarinnar er kjörið fyrir þá sem lítið hafa ekið yfir ár að æfa sig í vatnaakstri. Hengladalaáin er vatnslítil þarna og eru greinileg brot í ánni sem fylgt er en ef ekið er ofan við brotin finna ferðalangar fljótt hversu mikið dýpkar ef ekki er ekið rétt eftir þeim. Í ánni eru einnig víða smáhyljir sem þarf að vara sig á, hyljirnir eru í lygnum við árbakkann og eru nægilega djúpir til þessa að skemma bíla ef ekið er af gáleysi. Síðan er komið að gatnamótum þar sem fyrrnefnd leið sameinast aðalleiðinni. Þessi hringleið er oft kölluð Þúsund vatna leiðin af ferðaþjónustuaðilum.
Við vegamótin er haldið upp ás þaðan sem fagurt útsýni er yfir Hengladali og Fremstadal. Innan við ásinn stendur skálinn Hreysi ofan við veginn. Á þessum slóðum fer slóðinn að verða grófari og seinfarnari og þarf nú oft að grípa til lága drifsins. Enn er komið að vegamótum og liggur torfarinn slóði til hægri inn að skálanum. Ofan við skálann er örstuttur gangur að skemmtilegu hverasvæði undir Henglinum
Heimildir eru um útilegumenn í Innstadal sem héldu til í sunnanverðum Henglinum, ofarlega í fjallinu, og þar hafa fundist mannvistarleifar. Frá fyrrnefndum vegamótum er hægt að aka áfram inn dalinn og endar leiðin í skarði sem kallast Sleggjubeinsskarð.
INNSTIDALUR OG 1000 VATNALEIÐ
Upphaf Þjóðvegur 1 um Hellisheiði
Leiðarlok Þjóðvegur 1 um Hellisheiði
Gistimöguleikar Kútur, Þrymheimar, Hreysi
Fært Öllum jeppum,
Vegalengd Rúmir 20 km fram og til baka
Eldsneyti Hveragerði
Aksturstími 2 klukkustundir
Um tvær leiðir er að velja þegar ekið er inn að Innstadal. Vestari leiðin liggur út af þjóðveginum til vinstri sé komið frá Reykjavík, ofan við skíðaskálann í Hveradölum. Þar er ekið hálfhring um Orrustuhólahraun og undir sunnanverðu Skarðsmýrarfjalli og fram hjá nokkrum borholum Hellisheiðarvirkjunar. Undir fjallinu standa einnig þrír skátaskálar og þarf að aka upp mjög bratta brekku til þess að komast að tveim þeirra. Það eru skálarnir Bæli og Kútur. Kútur er brúni skálinn að austanverðu en hinn er skálinn er Bæli. Báðir þessir skálar fóru illa í jarðskjálftum og eru í enduruppbyggingu. Sá þriðji er austar og neðan við brekkuna og heitir hann Þrymheimar og er í umsjón skátasveitarinnar Landnema.
Rétt austan við Þrymheima eru vegamót og þar er komið á leiðina sem lýst er hér að neðan. Þá er ekið af þjóðveginum austar á Hellisheiðinni þar sem þjóðvegurinn fer að fylgja Hengladalaánni. Þar er upphaf aðalleiðarinnar. Ekið er smáspöl um hraun og komið að vaði á Hengladalaánni (sjá vaðatal). Handan við vaðið eru vegamót og er beygt þar til vinstri og ekið upp með ánni. Ánni er fylgt og þarf að aka oft yfir hana. Á þessum hluta leiðarinnar er kjörið fyrir þá sem lítið hafa ekið yfir ár að æfa sig í vatnaakstri. Hengladalaáin er vatnslítil þarna og eru greinileg brot í ánni sem fylgt er en ef ekið er ofan við brotin finna ferðalangar fljótt hversu mikið dýpkar ef ekki er ekið rétt eftir þeim. Í ánni eru einnig víða smáhyljir sem þarf að vara sig á, hyljirnir eru í lygnum við árbakkann og eru nægilega djúpir til þessa að skemma bíla ef ekið er af gáleysi. Síðan er komið að gatnamótum þar sem fyrrnefnd leið sameinast aðalleiðinni. Þessi hringleið er oft kölluð Þúsund vatna leiðin af ferðaþjónustuaðilum.
Við vegamótin er haldið upp ás þaðan sem fagurt útsýni er yfir Hengladali og Fremstadal. Innan við ásinn stendur skálinn Hreysi ofan við veginn. Á þessum slóðum fer slóðinn að verða grófari og seinfarnari og þarf nú oft að grípa til lága drifsins. Enn er komið að vegamótum og liggur torfarinn slóði til hægri inn að skálanum. Ofan við skálann er örstuttur gangur að skemmtilegu hverasvæði undir Henglinum
Heimildir eru um útilegumenn í Innstadal sem héldu til í sunnanverðum Henglinum, ofarlega í fjallinu, og þar hafa fundist mannvistarleifar. Frá fyrrnefndum vegamótum er hægt að aka áfram inn dalinn og endar leiðin í skarði sem kallast Sleggjubeinsskarð.
Re: 1000 vatna leið
Þið eruð að tala um rétta leið, mjög gaman að aka hana vetur sem sumar, hinsvegar þótt þetta se litil spræna þá verða menn að passa sig a henni, það er a nokkrum stöðum mjög djúpir hylir sem geta gleypt litinn jeppa, ef menn halda sig a slodanum og fara yfir a synilegum vöðum þá eru menn óhultir.
-
- Innlegg: 3176
- Skráður: 31.jan 2010, 16:02
- Fullt nafn: Gísli J Gíslason
- Bíltegund: Nissan patrol
- Staðsetning: Þarna fyrir austan.
Re: 1000 vatna leið
Maður verður klárlega að fara þessa leið. Mikki þú sýnir mér þetta bara þegar þú kemur klakans aftur. Ef þú verður þá ekki orðinn alveg al norskur :) En það þó bót í máli að ég tala norskuna reiðbrennandi haha :)
Kv. Gísli
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: 1000 vatna leið
Ef þið ætlið yfir dýpstu hylina þá þurfið þið að halda lágmark 70-80kmh og tilbúnir í það að laga bílinn. Been there done that, kostaði húdd, framljós og einn geislaspilara og samt fór ég yfir og drap ekki á.
Þetta er góð leið til að sjá bæði hvað virkjanaframkvæmdir eru búnar að gera heiðini og líka hvað jeppar geta valdið miklum skemmdum þegar er ekið um í bleytu. Bið menn svo pent um að spóla ekki í leirbrekkuni á leið yfir hálsinn hjá Bæli og fara varlega með slóðan þar yfir. Það þarf ekki mikið til að kveikja í umhverfisfasistum og láta loka þessu fyrir umferð.
Þetta er góð leið til að sjá bæði hvað virkjanaframkvæmdir eru búnar að gera heiðini og líka hvað jeppar geta valdið miklum skemmdum þegar er ekið um í bleytu. Bið menn svo pent um að spóla ekki í leirbrekkuni á leið yfir hálsinn hjá Bæli og fara varlega með slóðan þar yfir. Það þarf ekki mikið til að kveikja í umhverfisfasistum og láta loka þessu fyrir umferð.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: 1000 vatna leið
Stebbi wrote: Bið menn svo pent um að spóla ekki í leirbrekkuni á leið yfir hálsinn hjá Bæli og fara varlega með slóðan þar yfir. Það þarf ekki mikið til að kveikja í umhverfisfasistum og láta loka þessu fyrir umferð.
Mikið rétt, manni er ekki alveg sama á köflum hvernig slóðarnir lítur út. Sumstaðar hafa menn verið að krækja fyrir torfarinn kafla og myndað djúp för með tímanum.
Til baka á “Ferðir og færð á fjöllum”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 0 gestir