Hvenar opna hellstu leiðir?

Til að skipuleggja ferðir, auglýsa eftir félögum, spyrja fregna af færð og ástandi vega.

Höfundur þráðar
stebbi1
Innlegg: 170
Skráður: 03.feb 2010, 17:23
Fullt nafn: Stefán Grímur Rafnsson
Bíltegund: Nissan Patrol
Staðsetning: Vopnafjörður

Hvenar opna hellstu leiðir?

Postfrá stebbi1 » 03.jún 2010, 19:32

Við félagaranir vorum að spá í að skreppa í smá túr fyrstu helgina í júli, og þræða okkur frá snæfelli yfir í laugafell.
En fórum svo að vellta því fyrir okkur hvort að það yrði búið að opna hellstu leiðir á þessu svæði þá.
Hvað segði þið um það?
og hvenar opna þær yfirleitt?
Kv: Stefán


44" Nissan patrol (ofur~patti)
35" Suzuki samurai árg 92
35" suzuki samurai 6x6
Chervolet blazer 74 árg

----------Suzuki half the size twice the guts----------


Krúsi
Innlegg: 125
Skráður: 31.jan 2010, 22:57
Fullt nafn: Markús Betúel Jósefsson

Re: Hvenar opna hellstu leiðir?

Postfrá Krúsi » 04.jún 2010, 06:03

Sælir,

hérna er yfirlit yfir opnun síðustu ára:
http://www.vegagerdin.is/vefur2.nsf/Fil ... sleida.pdf



Hérna er yfirlit yfir það sem er enn lokað, en þeir uppfæra víst reglulega:
http://www.vegagerdin.is/media/umferd-o ... alendi.pdf

ferðakveðja,
Markús


Höfundur þráðar
stebbi1
Innlegg: 170
Skráður: 03.feb 2010, 17:23
Fullt nafn: Stefán Grímur Rafnsson
Bíltegund: Nissan Patrol
Staðsetning: Vopnafjörður

Re: Hvenar opna hellstu leiðir?

Postfrá stebbi1 » 04.jún 2010, 18:36

Þakka þér fyrir :D
44" Nissan patrol (ofur~patti)
35" Suzuki samurai árg 92
35" suzuki samurai 6x6
Chervolet blazer 74 árg

----------Suzuki half the size twice the guts----------


Rúnarinn
Innlegg: 274
Skráður: 02.feb 2010, 11:50
Fullt nafn: Rúnar ólafsson
Bíltegund: Terrano II

Re: Hvenar opna hellstu leiðir?

Postfrá Rúnarinn » 05.jún 2010, 20:57

Er ekki búið að opna þá flesta núna??

Gat ekki séð að þeir væru lokaðir eða er mig að missýnast eitthvað???

User avatar

Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 874
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: Hvenar opna hellstu leiðir?

Postfrá Polarbear » 06.jún 2010, 01:04

allt sem er skyggt með svona svart-röndóttu er lokað. s.s. meira og minna allt hálendið.

kjölur er lokaður frá Hveravöllum og að Skálparnesi, bæði nyrðra og syðra fjallabak er lokað sem og allt hálendið ofan Hrauneyja ásamt veiðivatna- og Lakagígasvæðinu.

allt norðan heiða er lokað....


svo já, ég myndi halda að þér hafi missýnst :)

mér hefur sýnst síðustu ár að þessi svæði séu að opna svona um miðjan júní og til mánaðamóta júní/júlí.


Rúnarinn
Innlegg: 274
Skráður: 02.feb 2010, 11:50
Fullt nafn: Rúnar ólafsson
Bíltegund: Terrano II

Re: Hvenar opna hellstu leiðir?

Postfrá Rúnarinn » 06.jún 2010, 08:46

já heldur betur :D

hélt að það yrði einhver merking á vegunum að þeir væru lokaðir.

User avatar

Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 874
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: Hvenar opna hellstu leiðir?

Postfrá Polarbear » 06.jún 2010, 09:09

Þær merkingar sérðu á "færðarkorti" vegagerðarinnar, http://www.vegagerdin.is/umferd-og-faerd/faerd-og-astand/faerd-og-vedur/faerd-um-allt-land/island1.html


rauðir vegir eru ófærir, rauðir vegir með "akstur bannaður" merkinu eru lokaðir.


Rúnarinn
Innlegg: 274
Skráður: 02.feb 2010, 11:50
Fullt nafn: Rúnar ólafsson
Bíltegund: Terrano II

Re: Hvenar opna hellstu leiðir?

Postfrá Rúnarinn » 06.jún 2010, 11:31

þetta er mikið skýrari og betri mynd heldur en það sem ég skoðaði hérna ofar í þræðinum.

User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: Hvenar opna hellstu leiðir?

Postfrá Brjótur » 06.jún 2010, 11:36

Sælir ég verð nú að segja ykkur að það er löngu orðið snjólaust og þurrt í Landmannalaugar og fjallabak nyrðra ég fór þarna fyrir ca 3 vikum og þá var ekki snjókorn og vegurinn í flottu standi en Vegagerðin sjáanleg?? Neei ekki aldeilis þessi stofnun er sko löngu búinn að skíta upp á bak í aðgerðum sínum og þetta er ekki bara að gerast núna heldur á hverju ári, og Polarbeer mér virðist vegagerðin hugsa eins og þú en það er nú mjög misjafnt hvað það snjóar mikið þarna og síðasti vetur var mjög snjóléttur og ég hafði nú á orði við Brodda landvörð í apríl að þarna yrði snjólaust um miðjan Maí og var hann sammála mér um það, en vegagerðin hugsar alltaf eins,, opna í Júní,,, og fyrir þessar sakir verður ferðamannaþjónustan af gríðarlegum tekjum því eftirspurn í Laugar er mikil en flotta skiltið er enn á sínum stað, og núna vona ég að starfsmenn vegagerðarinnar lesi þennan þráð eða einhverjir sem geta bent þeim á hann
og vonast ég og fleiri eftir betri vinnubrögðum á þeim bænum, vil svona taka það fram að ég er ,,, ekkki,,, að stofna til neinna illinda með þessum pistli mínum :)
kveðja Helgi


villtur
Innlegg: 24
Skráður: 06.jún 2010, 23:16
Fullt nafn: Þorvaldur Sigurðsson

Re: Hvenar opna hellstu leiðir?

Postfrá villtur » 06.jún 2010, 23:31

Á brjótur við að enn sé lokað í Landmannalaugar? Sé svo hef ég þá ánægju að segja honum að svo er ekki; lokunum hefur verið aflétt skv. kortum Vegagerðarinnar. Hins vegar er það svo, þrátt fyrir að margir hafi þá trú, að Vegagerðin hefur ekki sérstaka ánægju af því að loka vegum; þeir eru lokaðir á meðan hætta er á skemmdum. Og jafnvel þótt brjótur hefði kannski getað brölt inn í laugar á breyttum jeppa þá er vegurinn annaðhvort lokaður eða ekki; ef rútur komast hann ekki er hann ekki fær og umferð því bönnuð.

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Hvenar opna hellstu leiðir?

Postfrá Freyr » 07.jún 2010, 00:02

Verð að taka upp hanskann fyrir Helga "Brjót" hérna. Ég er hjartanlega sammála honum þegar kemur að vegagerðinni. Þeir eru með þessi blessuðu "LOKAÐ" skilti sín á vegunum of lengi á vorin (ég er ekki bara að tala um Laugar núna heldur almennt séð í mörg ár). Ég er hættur að taka mark á þeim og fer vegi sem ég held að séu orðnir þurrir og í 90% tilfella er það í lagi, vegirnir s.s. það þurrir að ekkert er því til fyrirstöðu að hefla þá og opna. Hin 10% tilfellin þarf ég að snúa við vegna bleytu.............

User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: Hvenar opna hellstu leiðir?

Postfrá Brjótur » 07.jún 2010, 08:43

Góðan daginn og takk fyrir stuðninginn Freyr vildi að ég gæti sagt það sama við Villtan,
Já ég veit að það er búið að opna í Laugar, en ef þú lest betur þá sérðu hvað ég átti við , það hefði mátt opna 3 vikum fyrr, og ég sagði líka að vegurinn væri í góðu standi og það þurfti ekki breyttan jeppa og alls ekkert brölt þarna Villtur enda allskonar bílaleigubílar þarna á ferðinni, athyglisverður punktur hjá þér með rúturnar, trúir þú því sjálfur að vegagerðin hugsi þetta þannig? að ef rúturnar komist ekki þá sé lokað, jahérna ef þetta er viðmiðið þá held ég að það ætti að skifta um kallinn í brúnni hjá vegagerðinni!!!
Aftur að vegagerðinni og lokununum mér virðist að þetta sé hvorutveggja áhugaleysi og leti að þeir nenni ekki að fara á staðina til að gá hvernig aðstæður eru, það er eins og þeir haldi að það snjói alltaf eins og það þurfi ekkert að skoða leiðirnar fyrr en í júni,
og þetta gerist ár eftir ár.
kveðja Helgi

P.S ég skal glaður taka að mér að kanna ástand vega fyrir vegagerðina á vorin:)


oddur
Innlegg: 80
Skráður: 19.feb 2010, 10:47
Fullt nafn: Oddur Grétarsson

Re: Hvenar opna hellstu leiðir?

Postfrá oddur » 07.jún 2010, 11:53

Er ekki tvær ástæður fyrir lokunum ?
- Aurbleytur
- Vegur farinn í sundur

Ég tók eftir því að vegurinn í kringum Hlöðufell er lokaður, þ.e.a.s. frá Hlöðufelli og að Laugarvatni.
Félagi minn fór þarna á hjóli síðustu helgi og þar var allt skraufþurrt og ekki vott af aurbleytu. Hinsvegar var vegurinn farinn í sundur á nokkrum stöðum og sagði að þar væri varla fært fyrir fullbreytta jeppa nema að keyra utanvega.

Þarna er í raun ástæða fyrir að loka veginum en hinsvegar mætti alveg koma með meiri upplýsingar fyrir lokunum.
Ég er alveg sammála Helga að Vegagerðin að endurskoða mætti lokanir oftar en gert er og jafnvel skrá inn á netið síðustu athuganir og ástæður fyrir lokunum. Þannig gætu þeir fært rök fyrir lokunum.

kv. Oddur

User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: Hvenar opna hellstu leiðir?

Postfrá Brjótur » 07.jún 2010, 12:26

Já nákvæmlega það sem ég er að segja bleytan farin en ekkert er vegagerðin að flýta sér að koma og hefla og fylla upp í vegaskemmdir, þar liggur hundurinn grafinn. Greyið:)

kveðja Helgi


Ofsi
Innlegg: 278
Skráður: 31.jan 2010, 22:32
Fullt nafn: Jón Garðar Snæland

Re: Hvenar opna hellstu leiðir?

Postfrá Ofsi » 07.jún 2010, 18:08

Ein af ástæðunum ef fuglavernd. Einar Kjartansson jarðfræðingur hefur sagt mér frá því í vísindaleiðungrum þeirra. Þá eru þeir oft að aka löngu þurrar leiðir sem eru lokaðar vegna þess að óskaða hefur verið eftir því við vegagerðina að þeim sé haldið lokuðum vegna varptíma fugla. En einsog Brjótur segir þá er þetta líka áhugaleysi, leti vegagerðarinnar.


Rúnarinn
Innlegg: 274
Skráður: 02.feb 2010, 11:50
Fullt nafn: Rúnar ólafsson
Bíltegund: Terrano II

Re: Hvenar opna hellstu leiðir?

Postfrá Rúnarinn » 08.jún 2010, 17:28

Er að spá í að kíkja í kerlingafjöll um helgina en samkvæmt þessu er allt lokað, nú spyr ég ykkur haldi þið að það sé í lagi að fara þangað án þess að lenda í einhverju veseni??
eða hefur einhver farið þangað nýlega??

User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: Hvenar opna hellstu leiðir?

Postfrá Brjótur » 08.jún 2010, 18:43

Það er alveg pottþétt engin bleyta á Kjalvegi, það var enginn snjór þar í vetur, ég var þar á ferðinni í Apríl og fór reyndar nánast inn í Setur og það var ekki mikill snjór á leiðinni frá kerlingafjöllum í Setrið, það er pottþétt orðið þurrt í Kerlingafjöllum.

kveðja Helgi


Ofsi
Innlegg: 278
Skráður: 31.jan 2010, 22:32
Fullt nafn: Jón Garðar Snæland

Re: Hvenar opna hellstu leiðir?

Postfrá Ofsi » 08.jún 2010, 19:10

Ætli þetta geti tengst auraleysi hjá vegagerðinni, því þeir opna ekki fyrr að búið er að senda hefil á svæðið.
kv Ofsi

User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: Hvenar opna hellstu leiðir?

Postfrá Brjótur » 08.jún 2010, 21:03

Ég vil nú kalla þetta annaðhvort áhugaleysi eða valdníðslu, við eigum bara að hlýða þessum háu herrum í vegagerðinni og bíða þar til þeim þóknast að skoða leiðirnar.
Fokk nei
kveðja Helgi

User avatar

nobrks
Innlegg: 327
Skráður: 31.jan 2010, 21:12
Fullt nafn: Kristján Arnór Gretarsson

Re: Hvenar opna hellstu leiðir?

Postfrá nobrks » 09.jún 2010, 00:07

Takið þið eftir því, að samkvæmt korti vegagerðarinnar er vegurinn á Fimmvörðuháls opinn, ætli það sé búið að opna fyrir lýðinn?

Hvar getur maður séð bannsvæðið vegna gossins?

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Hvenar opna hellstu leiðir?

Postfrá Freyr » 09.jún 2010, 00:24

Veit einhver hér eitthvað um það hvernig vegirnir eru núna á Sprengisandi og í Laugafell?


Fordinn
Innlegg: 377
Skráður: 03.feb 2010, 21:47
Fullt nafn: Mikkjal Agnar Þórsson

Re: Hvenar opna hellstu leiðir?

Postfrá Fordinn » 09.jún 2010, 00:48

Þetta er auðvitað svolítið tvíeggja..... auðvitað kemst madur oft á breyttum jeppa eða fjórhjoli helstu leiðir löngu fyrir þann tíma sem opinber opnun á veginum er.

Helst ætti þetta að vera þannig að ef það er þurrt Þá megi madur fara þessa vegi á sína ábyrgð, hinsvegar hefur madur þurft að passa sig að oft er runnið úr vegum og madur þarf að keyra med það í huga að það sé stór hola eða skarð handan við næsta hól. hef sjalfur gleymt mér á fjórhjoli þar sem ég kom of hratt og það var skarð í veginum, það var neglt niður, runnið útá hlið og ofan í helv skurðinn... þetta kenndi mer tvennt, keyra hægar, eða sleppa að bremsa og gefa í.

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Hvenar opna hellstu leiðir?

Postfrá Freyr » 16.jún 2010, 01:14

Veit einhver hér eitthvað um það hvernig vegirnir eru núna á Sprengisandi og í Laugafell?


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Hvenar opna hellstu leiðir?

Postfrá Izan » 16.jún 2010, 12:39

Sælir

Núna verða jeppamenn að gæta sín að virða að vettugi lokanir sem ábyrgðamenn veganna ákveða. Auðvitað fylgja þessu smávegis völd en tilfellið er að völdum fylgir ábyrgð.

Vegagerðin opnar ekki vegi heldur svæði. Vegurinn í Landmannalaugar er miklum mun fljótari að þorna heldur en smávegir og slóðar á svæðinu sem eru hugsanlega á forræði vegagerðarinnar. Þess vegna getur vegagerðin ekki opnað vegi um leið og þeir eru nothæfir.

Í öðru lagi er vegagerðin ábyrg fyrir vegum sem hún segir færa. Þýðir að ef þú lendir í tjóni sem má segja að sé algerlega vegagerðinni að kenna vegna þess að þeir merktu veg færann sem var sannlega ófær getur vegagerðin verið bótaskyld fyrir tjóninu. Þetta er reyndar hrakið með því að ökumenn bifreiða eigi að aka miðað við aðstæður hverju sinni og ef þú lendir í tjóni megi segja að þú hafir ekki gert það.

Fyrir þessar tvær ástæður verður að telja vegagerðinni til tekna í þessari umræðu en ég er hinsvegar alveg gapandi hissa á þessu fuglavarps ástæðum. Fugl sem er hræddur af hreiðrinu sínu verpir annars staðar að ári. S.s. tæki ekki nema ár að koma þessu úr myndinni. Ég þykist vita að þetta eigi við um heiðagæsahreiður ár eftir ár á Kverkfjallaleiðinni og mér finnst það skammarlegt.

Hugsanlega er stöku sinnum leiðir eða svæði opnuð í samvinnu við þá sem reka ferðamannabústaði á hálendinu því að þeir vilja ekki endilega fá umferð um þessi svæði áður en þeir eru klárir.

Mér finnst jeppamenn verði að sitja á strák sínum og sýna þessu þolinmæði. Þetta er ekki nýtt af nálinni og ég er sannfærður um að betra aðgengi að upplýsingum um þetta hafi forðað mörgum vegum frá skemmdum og eyðileggingu á umhverfinu í kringum þá. Þetta er ekki nema mánuður á ári sem okkar ferðafrelsi skerðist og þannig hefur það alltaf verið. Er þetta ekki bara prýðis tími til að ditta að bílnum?

Ferðamenn verða líka að athuga það að með því að opna fjallveg er verið að opna fjallveg ekki bara fyrir einum og einum heldur fyrir öllum. S.s. pollur sem breyttur jeppi fer leikandi yfir fara útlendingarnir á Jimny framhjá í stórum sveig svo kalla megi utanvegaakstur.

Vegirnir opna allir sem einn og það geta allir ferðast í sumar. Á meðan þurfum við jeppamenn að eyða okkar orku í að sjá til þess að vegirnir verði ekki lokaðir hina 11 mánuðina og vetrarsportið leggist af. Því að hvað er heimskulegra við að forðast utanvegaakstur en að bann akstur á vegum.

Kv Jón Garðar

User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: Hvenar opna hellstu leiðir?

Postfrá Brjótur » 16.jún 2010, 20:04

það mætti halda að þú vinnir hjá vegagerðinni Jón svo vel verðu þá , nei ég er ósammála þér í flestu hérna, vegagerðin hefur opnað í áföngum og það gerir störf hennar trúverðugri og menn fara frekar eftir því ef þeir sjá að það er verið að fylgjast með hvernig ástand veganna þróast og vegir opnaðir um leið og það er hægt, en undanfarin ár er eins og þeir hugsi bara á þá leið að það eigi bara að opna um miðjan Júní og eftir það, en hvað gerist þá? jú menn fara að hunsa lokanirnar og fara af stað og ég skil það mjög vel.

kveðja Helgi


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Hvenar opna hellstu leiðir?

Postfrá Izan » 18.jún 2010, 10:07

Sælir

Það er ekki þannig að ég vinni hjá vegagerðinni. Hugsanagangur íslendinga í garð vegagerðarmanna hefur verið þannig í gegnum tíðina að Íslandi búi yfir 310.000 manns sem allt vita um vegagerð en þessir 100 kallar sem vita ekki neitt um vegi eru þeir sem vinna hjá vegagerðinni.

Ég skal verja allar aðferðir vegagerðarinnar og annara sem stuðla að því að vegum á hálendinu verði ekki lokað vegna eyðileggingar eða annara ástæðna.

Mér finnst ég svosum ekki vera að verja einn eða neinn heldur er ég frekar að minna jeppamenn sem lesa þetta spjall á að opnun fjallvega er dagaspursmál og ef þeir geta ekki slakað á fáeina daga er voðinn vís. Það erum við, íslenskir jeppamenn, sem þurfum að sýna gott fordæmi og lofa vegagerðinni að ákveða hvenær vegur er opinn eða lokaður. Hvernig getum við ætlast til þess að jeppamaður frá Ítalíu geti metið færan veg frá ófærum þegar hann sér á eftir íslenskum jeppa taka hring framhjá skilti sem stendur á "Impossible"?

Menn skulu líka athuga það að ef vegur er merktur ófær ertu á eigin ábyrgð þegar hann er keyrður. Flestar tryggingar falla niður þegar skiltið er hringkeyrt og ef vegur er auglýstur lokaður gætu ökumenn sem þar keyra verið skaðabótaskyldir vegna tjóna sem aksturinn veldur á veginum. Þarna er smávegis munur á ófærum vegi og lokuðum.

Ekki lesa póstana mína þannig að ég sé að verja einn eða neinn, lestu þá þannig að ég sé að benda þér á aðrar hliðar málanna og þá ábyrgð sem hvílir á herðum íslenskra jeppamanna að ganga fram með ábyrgum hætti á hálendinu. Útlendingar eru smekkfullir af ranghugmyndum um íslenska jeppamenningu og ef þeir sjá eða upplifa eitthvað sem kyndir undir þessar pælingar vitum við alveg hvað gerist.

Kv Jón Garðar

User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: Hvenar opna hellstu leiðir?

Postfrá Brjótur » 18.jún 2010, 21:34

Sæll Jón Garðar ég er nú að tala af reynslu minni undanfarin ár varðandi vegagerðina og ég er nú eins og aðrir túristaökumenn mjög mikið á ferðinni um hálendisvegina hérna á suðvesturhorninu og tel að ég sé meira dómbær á það hvernig vegagerðin er að standa sig heldur en jeppaferðamenn sem eru aðallega á ferðinni um helgar, en vegagerðarkallarnir virðast vera minna á ferðinni.

þú talar um að slaka á í fáeina daga, þetta eru kanski fáeinir dagar hjá þeim sem er bara á ferðinni eina og eina helgi, en hvað heldur þú að þetta kosti ferðaþjónustuna? að halda vegunum lokuðum á vinsæla staði eins og Landmannalaugar, þangað hefði mátt opna fyrir alveg lágmark einum mánuði og það veit ég af eigin raun.
Og svo eru það tvenn ólík skilti ..Impossible.. þýðuir ófært, ekki akstur bannaður.
Allur akstur bannaður er ...Hringlaga skilti Rautt í jaðrinum og Gult inní hringnum...og
þessi ítalski ætti að átta sig á muninum á þessum bílum, allavega gera mínir túristar það
varðandi þessa eigin ábyrgð þá langar mig að sjá það á prenti, er samt ekki að segja að það sé rangt.

Og varðandi ábyrgðina varðandi utanvegaakstur þá held ég nu að við túristaökumenn séum í hópi þeirra meðvituðustu um utanvegaakstur og náttúruvernd og kynnum það mjög vel í bílunum hjá okkur.

Svo ætla ég að láta fljóta með smápunkt sem ég sá í dag þegar ég var í Landmannalaugatúr, á leiðinni til baka á grassléttunum vestan við Dómadalsbrekku, voru mjög ljót ,,,,Hringspólför,,, í grasinu og mosanum og þetta var eftir 33 eða 35 tommu dekk og það held ég að sé ekki hægt að kenna túristum um

Ferðakveðja Helgi


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Hvenar opna hellstu leiðir?

Postfrá Izan » 20.jún 2010, 23:29

Sælir

Ég svaraði þessum þræði til þess að fá menn til að horfa í aðrar áttir og ímynda sér að það er smávegis möguleiki að það liggi fyrir ástæður til lokana vegagerðarinnar. Ég ætlaði mér aldrei að fara út í hvert einasta atriði sem þetta varðar og verja það með kjafti og klóm.

Varðandi ábyrgðir skulu menn velta fyrir sér tilvist utanvegakaskótrygginga. Fyrir mér eru skilmálar tryggingafélaganna illskiljanlegur texti. Eftir að brotist var inn í bílinn hjá mér og farið um hann ránshendi með tilheyrandi skemmdum bað ég um að mér yrði sýnt í textanum að það þyrfti að vera áverkar á utanverðum bílnum. Þá var mér sent afrit af skilmálum þar sem yfirstrikað var að hann þyrfti að vera læstur. Bíllinn minn var sannlega læstur en vörgunum tókst að komast inn í hann án þess að skemma hann að utan.

Ég geri mér líka grein fyrir því að ferðaþjónustan er ekki að fara vel út úr því að geta ekki ferðast með útlendinga. Hvernig stendur þá á því, eins vel og útlendingar skipuleggja íslandsferðir, viti ekki að hálendið er lokað umferð fram eftir júní?

Það gleður mig verulega að þú segir að þínir viðskiptavinir séu vel meðvitaðir um náttúruna og umhverfið en það er ekki alveg þannig sem ég upplifi þetta. Tilfellið er að við í Björgunarsveitini Héraði erum kallaðir út af og til, til þess að draga þessa "Ítali" upp úr drullupyttum.

Þá spyr ég þig Helgi, hvernig vilt þú að þessu sé háttað? Ég bý á þannig stað og þarf að keyra á þannig vegum að ég þykist vita til þess að vegagerðin á Íslandi er ekki rekin í stórgróða. Allavega bera vegirnir á Norðausturhorninu ekki þess merki. Þú kannski áttar þig ekki á því að mér finnst fáeinir dagar að vorlagi til eða frá skipta minna máli heldur en að t.d. fá þjóðveg 1 malbikaðan. Vopnafjarðarheiðin er að verða bærileg en síðustu ár hefur verið helber lygi að kalla þann ófögnuð veg, Skriðdalurinn sem er þjóðvegur nr1 er ófær mestann part ársins og ég get talið fleiri vegi eða vegleysur sem er viðhaldið úr sömu buddu og eftirliti með fjallvegum.

Ég er ekki farinn að minnast á vetrarþjónustu undanfarinna ára og sparnaðinum þar. Flestir vegir hér austanlands og norðaustan allavega fá ekki þjónustu á laugardögum. Það þýðir að snjókoma eða skafrenningur gerir vegina ófæra og lokaða á laugardögum. Þjónustutími flestra vega hér var síðasta vetur styttur um klukkutíma til að spara.

Og þið skiljið ekkert í því hversvegna vegagerin heldur ekki úti mannfjölda til að garantera það að ekki fari dagur til spillis á ykkar svæði. Sæll.

Þú athugar gæskur að leiðirnar sem ég er að tala um eru m.a. leiðir frá heilsugæslu yfir á sjúkrahús eða á flugvöll sem hentar fyrir sjúkraflug.

Nú sérðu svart á hvítu að vegagerðin er ekki beint hátt skrifuð hjá mér og ætti þetta að taka af allan vafa um að ég sé tengdur henni á nokkurn hátt. Þetta er minn síðasti póstur í þessum þræði enda meiningin mín löngu komin til skila. Þú mátt ekki halda Helgi "brjótur" að ég sé skínandi kátur yfir því hvað fjallvegir eru lengi að opna það er ekki þannig en mér finnst mikilvægara að eiga samgöngukerfi sem virkar allan ársins hring heldur en að hafa menn að mæla rakastig í fjallvegum til þess að hugsanlega ná fáeinum dögum fleiri opnum.

Kv Jón Garðar

User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: Hvenar opna hellstu leiðir?

Postfrá Brjótur » 22.jún 2010, 01:08

Jón Garðar mér finnst þú nú aðeins komin á aðrar slóðir í þessu spjalli þegar þú ferð að blanda þjóðvegi 1 inn í þetta :) og það á N.A horninu sem ég tel nú alls ekki að hafi verið ínni í þessari umræðu? En Jón afhverju í ósköpunum þarf að vera lokað fram í Júní? þegar allt er löngu orðið þurrt ? hvurslags þverska og þröngsýni er það eiginlega?
landið þornar mishratt og það ætti að opna með hliðsjón af því en ekki bara einhverjum gömlum tímamörkum, og enginn segir að það þurfi að opna allt á sama tíma enda er það ekki gert, en gera má betur þar sem að landið þornar fyrr, og annað, ég ætla langt í frá að fara út í eitthvert landsbyggðarpólítiskt þras takk :)

kveðja Helgi

P.S. svo finnst mér ekki uppbyggilegt að tilkynna að þú svarir ekki aftur.
þarft þú alltaf að eiga síðasta orðið? ;)


Til baka á “Ferðir og færð á fjöllum”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 13 gestir