Ingólfshöfði

Til að skipuleggja ferðir, auglýsa eftir félögum, spyrja fregna af færð og ástandi vega.

Höfundur þráðar
Úlfur
Innlegg: 39
Skráður: 27.okt 2011, 13:27
Fullt nafn: Haukur Eggertsson

Ingólfshöfði

Postfrá Úlfur » 08.aug 2012, 11:02

Var einbíla á ferð í Öræfunum um daginn, og Ingólfshöfðinn heillaði og afar mörg ár síðan ég keyrði þangað síðan og nokkuð farið að fenna yfir minningarnar. Þegar keyrður er "gamli" eða e.t.v. miðvegurinn framhjá flugvellinum við Fagurhólsmýri, verður leiðin fljótlega nokkuð djúp í mýrlendinu og engin leið að sjá til botns. Kaus að snúa við frekar en að ana út í hið lítt þekkta. Vil varpa eftirfarandi spurningum til þeirra sem til kunna að þekkja.

1 Gætir sjávarfalla þarna í mýrarslóðanum og hitti ég bara illa á tíma eða er þetta alltaf svona?
2 Er vitað til þess að einhverjir (lítið) breyttir bílar hafi fest sig þarna, eða eru það bara slyddujeppar á sléttum sumardekkjum sem geta lent í því?



User avatar

Tómas Þröstur
Innlegg: 330
Skráður: 19.mar 2010, 10:03
Fullt nafn: Tómas Þröstur Rögnvaldsson

Re: Ingólfshöfði

Postfrá Tómas Þröstur » 08.aug 2012, 13:44

Veit ekki með sjávarföllin en ég myndi ekki setja jeppa í svona langtíma sandvatnssull sem er líklega sjór að einhverju leyti. Mesta stemingin er að kaupa sér far með traktornum. Hef gert það tvisvar og bara gaman.

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Ingólfshöfði

Postfrá Freyr » 09.aug 2012, 00:27

Ég hef farið þetta örfáum sinnum, síðast fyrir 3 árum en hef snúið við 2x eftir það. Í ljósi þessa er ég ekki endilega með "up to date" upplýsingar..............

Þetta hefur verið mjög misjafnt þegar ég hef farið þetta, fyrst koma almennar upplýsingar og svo nánar um hvert skipti.

Það gætir ekki sjávarfalla í veginum þar sem hann liggur gegnum mýrina. Þetta er sæmilega djúpt en botninn er grjótharður og ekkert mál að keyra þetta, myndi segja að þetta væri fært öllum jeppum en of djúpt fyrir jepplinga, bara aka hægt til að mynda ekki öldu fyrir framan bílinn. Eftir að mýrinni sleppir fer þetta hinsvegar að versna. Þá er komið að á sem rennur þvert á leiðina. Á bakkanum norðanmegin er smá eyri sem fyrst er ekið út á og er hún býsna mjúk en mjög kaflaskipt (sæmilega þétt en burðarlaus sandbleyta inn á milli). Áin er ekki svo djúp, þó uppfyrir hné á meðalmanni. Botninn er sendinn og eins og eyrin að norðanverðu er botninn mjög kaflaskiptur. Í miðri ánni, nær suðurbakkanum er hólmi á vinstri hönd á suðurleið (austan við leiðina), við hólmann er mjög djúpt þar sem áin hefur grafið sandinn burt, áætla að dýpið sé vel yfir metri a.m.k. svo það skal ekki undir neinum kringumstæðum aka alveg meðfram hólmanum. Sunnan við ánna tekur við slóði gegnum gróðurlendi, slóðinn er á sandi/sandbleytu og inn a milli eru mjög mjúk svæði. Að lokum er komið að sandflæminu sjálfu þar sem stikur marka leiðina suður í höfðann. Það borgar sig að halda sig alveg við stikuðu leiðina því hún er sæmilega trygg og er ekin af og til en utan hennar getur verið mun verri/mýkri sandbleyta.

Fór þetta 2-3x með foreldrunum á ólæstum 33" cruiser, þá var ekki svo erfitt að aka þarna úteftir, vissulega vatn og sandbleyta en enginn alvöru hindrun.

Fór þetta á 38" patrol fyrir 3 árum. Keyrði vandræðalaust gegnum mýrina í upphafi. Þegar ég kom að ánni leist mér þannig á aðstæður að ég ákvað að vaða (sem var mjög þægilegt, vatnið var volgt). Þá kom í ljós hversu kaflaskipt undirlagið var bæði á eyrinni og botninn líka. Óð ánna fram og til baka nokkrum sinnum og valdi þannig nákvæmlega leiðina sem ég vildi fara. Víða var botninn það traustur að ég sökk kanski bara örfáa cm í sandinn en sumsstaðar sökk ég uppfyrir ökkla, þeir kaflar voru oftast ekki stórir og valdi ég leið þar sem þeir kaflar voru eins stuttir og mögulegt var, þannig væri aldrei nema önnur hásinginn í einu á svoleiðis svæði. Áður en ég keyrði yfir hleypti ég úr niður í 7 psi og læsti afturdrifinu, ók síðan yfir í frekar háum snúning í 1. í lága og það gekk alveg vandræðalaust fyrir sig sem og restin af leiðinni út í höfðann. Á bakaleiðinni hinsvegar munaði engu að ég festi bílinn í sandbleytu í slóðanum gegnum gróðurlendið stuttu áður en komið er að ánni. Ég var á ágætis siglingu (ek alltaf sæmilega greitt og í háum snúning í 2-3 gír í lága í sandbleytu) en missti töluverða ferð og rétt náði að koma bílnum upp eftir að hafa skipt niður í 1. gír og botnað hann. Ég tel að ástæðan fyrir því að ég festist næstum var að eftir að hafa ekið hratt úr höfðanum í sól og hita með lint í dekkjum þá var þrýstingurinn í þeim 10-11 psi í stað 7 sem minnkaði flotið töluvert. Áin var samt ekkert mál þó loftið væri komið upp.

Fór þarna fyrir 2 árum á 37" patrol. Þá keyrði ég að ánni og fór út til að skoða eyrina við hana. Hún var kaflaskipt og ég var ekki viss hvort hún bæri jeppann. Ég ók mjög rólega út á eyrina og þar var næstum kúludráttur að framan en afturendinn var ekki alveg kominn á það mjúka svæði, bakkaði þá þar sem ljóst var að mjög litlar líkur væru á öðru en að festa bílinn.

Fór þarna síðasta sumar á 31" terrano. Þá fann ég nógu traust svæði á eyrinni sem bar jeppann en lagði ekki í ánna eftir að hafa vaðið hálfa leið yfir hana, botninn var of gljúpur fyrir svona lítil dekk.


Kv. Freyr

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Ingólfshöfði

Postfrá ellisnorra » 09.aug 2012, 00:41

Ég tek ofan fyrir Frey. Varla er hægt að fá betra svar þó upplýsingarnar séu kannski ekki alveg frá því í gær :)
http://www.jeppafelgur.is/


Höfundur þráðar
Úlfur
Innlegg: 39
Skráður: 27.okt 2011, 13:27
Fullt nafn: Haukur Eggertsson

Re: Ingólfshöfði

Postfrá Úlfur » 09.aug 2012, 12:55

Takk fyrir greinagóðar upplýsingar, Freyr!


halendingurinn
Innlegg: 124
Skráður: 22.apr 2010, 14:05
Fullt nafn: Trausti Kári Hansson

Re: Ingólfshöfði

Postfrá halendingurinn » 25.feb 2013, 23:30

[youtube]CyXsV8BtZKo[/youtube]
Flott video sem ég rakst á


Villingurinn
Innlegg: 45
Skráður: 09.feb 2013, 14:54
Fullt nafn: Karl Heimir Einarsson
Bíltegund: Toyota Landcrucier

Re: Ingólfshöfði

Postfrá Villingurinn » 26.feb 2013, 14:52

Landeigandinn keyrði í leiðina núna í haust svo væri betra að fara út í Ingólfshöfða.Ég fór síðan yfir á 38" Suzuki Grand Vitara og það var fínt að fara þetta.(Ég lina aldrei í dekkjunum)Það þyngir samt annað slagið,en borgar sig að keyra á miðjum slóðanum og halda stikunum.Ég hef marg oft farið þetta á 33" 35" 38" og það er allt í lagi ef maður heldur ferðinni í lægsta gír.Það getur verið upp á miðja hurð,en það gerir ekkert til.Það var samt áður en keyrt var möl í þetta.Ég skipti um hjólalegu í Suzuki sidekicknum eftir 16 ár og fór þarna nokkrum sinnum á ári.Það er allt í lagi að væflast í smá sandi.

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Ingólfshöfði

Postfrá Freyr » 26.feb 2013, 21:23

Atvikið sem ég vísa í hér að ofan þar sem ég snéri frá á patrol sést hér að neðan. Þetta er greinilega ofboðslega breytilegt. Þegar þú ókst þetta alltaf vandræðalaust, fórstu þá almennu leiðina sem ég fjalla um hér að ofan? Eða færðu að nota einkaveginn þeirra á Fagurhólmsmýri?

Image

Kveðja, Freyr


Villingurinn
Innlegg: 45
Skráður: 09.feb 2013, 14:54
Fullt nafn: Karl Heimir Einarsson
Bíltegund: Toyota Landcrucier

Re: Ingólfshöfði

Postfrá Villingurinn » 27.feb 2013, 08:22

Ég fer alltaf almennuleiðina því mágur minn á hana.Hún er austan við ánna.Hin leiðin sem Einar á Nesinu á er ekki leifð almennri umferð eins og margir hafa komist að.Hún er vestan við ánna.Á myndinni virðist þú hafa beygt aðeins til hægri,en betra að fara beint þarna yfir.Hef farið á fjórhjóli út í kantana og sett það á bólakaf.Bara halda miðri brautinni.Keyra ákveðið yfir í lágum gír.Muna bara það má ekki keyra upp í Höfðan.
Kveðja Kalli E


Til baka á “Ferðir og færð á fjöllum”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 13 gestir