Síða 1 af 1

Ferð helgina 10-13 ágúst 2012

Posted: 07.aug 2012, 20:52
frá kjartanbj
Við Hjalti og fleiri ætlum að fara í ferð á föstudaginn upp á hálendi lagt af stað snemma á föstudag , tímasetning ekki komin á hreint

ef einhverjir hafa áhuga á að koma með, þó ekki væri nema hluta leiðarinnar þá er þeim velkomið að koma með

Planið er í grófum dráttum , Kjölur í Kerlingafjöll , Sóleyjarhöfði , Dyngjufjallaleið , Askja

þeir sem ætla með eru allavega

ég á 44" 80 krúser
Hjalti á 44" 4runner
Andri 46" Patrol
svo einn 38" Hilux og 46" LC80


og ef einhverjir eru á ferðinni á svipuðum slóðum um helgina mega þeir láta vita endilega :)

Re: Ferð helgina 10-13 ágúst 2012

Posted: 07.aug 2012, 21:29
frá Freyr
Flott að auglýsa ferðina og bjóða fólki með ykkur. Lýst vel á þetta metnaðarfulla plan ykkar en hvernig er sóleyjarhöfði á þessum árstíma? Þekki hann ekki nema að hausti. Er planið að fara yfir mjög snemma í morgunsárið eða er hann fær svona háum jeppum að degi til? Takið endilega nóg af myndum þarna...

Kv. Freyr

Re: Ferð helgina 10-13 ágúst 2012

Posted: 07.aug 2012, 22:15
frá kjartanbj
Ef okkur líst ekkert á sóleyjarhöfða vaðið, þá bara förum við aðra leið, förum sjálfsögðu ekkert að taka áhættur, kemur allt í ljós bara
en það verða teknar margar myndir

Re: Ferð helgina 10-13 ágúst 2012

Posted: 07.aug 2012, 23:10
frá Gormur
Freyr wrote:Flott að auglýsa ferðina og bjóða fólki með ykkur. Takið endilega nóg af myndum þarna...
Kv. Freyr


Tek undir með Frey

Re: Ferð helgina 10-13 ágúst 2012

Posted: 08.aug 2012, 09:33
frá andrig
ég er að pæla í að skella mér með.

Re: Ferð helgina 10-13 ágúst 2012

Posted: 08.aug 2012, 10:46
frá kjartanbj
það er flott, ég er á suðurnesjum og hjalti í hveragerði, þannig við myndum líklegast bara hittast á selfossi einhverstaðar
tímasetning myndi koma bara á fimmtudag en líklega bara um 12 leytið á selfossi

Re: Ferð helgina 10-13 ágúst 2012

Posted: 08.aug 2012, 15:19
frá andrig
edit. ég er kanski

Re: Ferð helgina 10-13 ágúst 2012

Posted: 08.aug 2012, 21:21
frá actros
mundi klárlega koma ef ég væri ekki nýkomin heim af hálendisvaktinni það var alveg nóg :D

Re: Ferð helgina 10-13 ágúst 2012

Posted: 09.aug 2012, 23:49
frá andrig
heyrðu við komum, en verðum á 38" land rover en ekki patrolnum.
síminn minn er 661-1310 megið endilega senda mér sms með númerinu ykkar, en við verðum á selfossi um 12

Re: Ferð helgina 10-13 ágúst 2012

Posted: 10.aug 2012, 16:17
frá frikki
Flottir strákar
Er hrikalega ánægður með þetta hjá ykkur.
Kem með næst.

Góða ferð

kkv
Frikki

Re: Ferð helgina 10-13 ágúst 2012

Posted: 12.aug 2012, 16:23
frá -Hjalti-
Bara að láta ykkur vita að við erum staddir í Öskju í 20gráðum og bongó :)
hvernig er veðrið í bænum?

Re: Ferð helgina 10-13 ágúst 2012

Posted: 13.aug 2012, 00:49
frá kjartanbj
Vorum að renna inn a Akureyri núna, búnir að keyra úr nyjadal
Gæsavatnaleið inn í öskju þaðan í herðubreiðarlindir og svo hingað

Re: Ferð helgina 10-13 ágúst 2012

Posted: 14.aug 2012, 23:42
frá -Hjalti-
Gróf ferðarlýsing og lélegar símamyndir

Lentum í Slagviðri á Hveravöllum og Kjalveg
Image
ImageImage
Image

Brunuðum til baka inn í Kerlingafjöll
ImageImage

Kíktum á gamla skíðaskálan uppvið jökulinn , þar var ekkert Skyggni
Image
Image
Image

Image
Sáum Land Cruiser á skurðarskífum
Image

Kíktum á rafmagnsframmleiðsluna.
Image

Brunuðum niður í Setur , þar var fullt hús af jeppamönnum , gistum þar um nóttina.

Keyrðum niður að Þjórsá á Laugardagsmorgun. Og mátuðum Sóleyjarhöfðavað.

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Kíktum í Bjarnalækjabotna
Image

Image

Image

Stóðum uppá Sultartangastöð
Image
Image

Keyrðum Sprengisand
Image
Image

Kíktum á Krossin á Kistuöldu
Image

Gistum í Nýjadal
Image

Keyrðum Gæsavatnaleið
Image

Image

Ókum flæðurnar
Image
Image
Image

Þar voru skrautleg skilti
Image

Grilluðum í Öskju í 20 gráðum og bongó
ImageImage
Image

Sáum Herðubreið
Image
Stoppuðum í Herðubreiðarlindum
Image
Image
Image

Sáum eitthvað undarlegt í Lindá
Image
Image

Reyndust vera Ítalskir ferðamenn
Image

Sem ekki rötuðu uppá bakkan og ætluðu að moka sér nýjan bakka.
Image
ImageImage
ImageImageImage

Hann var dreginn uppá bakkan og var hann úrbræddur með vatn í eldsneyti og fulla vél af vatni.
Image

Þessi bílaleigu bíll hlaut sömu örlög í Lindá
Image

Gistum á Akureyri í 25 stiga hita.
Image

Keyrðum inn Eyjafjörðin
Image

Image

og uppúr honum
ImageImage

Kíktum í Laugafell
Image
ImageImage
Og Orravatnsrústir
Image
Ingolfsskáli
Image
Horðum uppá Hofsjökul
Image

Keyrðum svo Sprengisand og inn í rigningu og leiðindi fyrir sunnan..
Image

Re: Ferð helgina 10-13 ágúst 2012

Posted: 15.aug 2012, 00:33
frá stebbiþ
Gaman að þessum myndum. Þetta var ekkert smá ferðalag.
Hvernig komst allt þetta vatn inn á vélina hjá þessum ítölum, voru þau ekki með snorkel?

Kv, Stebbi Þ.

Re: Ferð helgina 10-13 ágúst 2012

Posted: 15.aug 2012, 01:20
frá -Hjalti-
stebbiþ wrote:Gaman að þessum myndum. Þetta var ekkert smá ferðalag.
Hvernig komst allt þetta vatn inn á vélina hjá þessum ítölum, voru þau ekki með snorkel?

Kv, Stebbi Þ.


Líklega í gegnum lausan oliukvarðan eða eitthvað , Það var hellings vatn í pönnuni

Re: Ferð helgina 10-13 ágúst 2012

Posted: 15.aug 2012, 13:01
frá Stjáni
Frábærar myndir :) hefur greinilega verið mjög góð ferð :)

Re: Ferð helgina 10-13 ágúst 2012

Posted: 15.aug 2012, 17:04
frá hobo
Manni kitlar bara í hægri fótinn við að skoða svona myndir. Ekkert smá ferðalag!

Re: Ferð helgina 10-13 ágúst 2012

Posted: 15.aug 2012, 17:19
frá kjartanbj
Þetta var heljarinnar ferðalag Gps Trakkaði 1248km og það er samt ekki öll leiðin sem ég keyrði

ætla reyna setja einhverjar myndir inn úr ferðalaginu :)

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Re: Ferð helgina 10-13 ágúst 2012

Posted: 15.aug 2012, 17:38
frá ellisnorra
Vá þetta eru all svakalega margir kílómetrar!

Re: Ferð helgina 10-13 ágúst 2012

Posted: 15.aug 2012, 21:27
frá olafur f johannsson
þetta er alveg magnað hjá ykkur, gaman af svona þráðum og tala nú ekki um myndirnar

Re: Ferð helgina 10-13 ágúst 2012

Posted: 18.aug 2012, 00:37
frá frikki
Shitturinn titturinn af hverju kom ég ekki með :)

Re: Ferð helgina 10-13 ágúst 2012

Posted: 18.aug 2012, 01:19
frá -Hjalti-
olafur f johannsson wrote:þetta er alveg magnað hjá ykkur, gaman af svona þráðum og tala nú ekki um myndirnar


Var að dáðst að Runnernum þínum fyrir utan Toyota Akureyri á LAugardeginum , helvíti heill 1gen bíll

Re: Ferð helgina 10-13 ágúst 2012

Posted: 19.aug 2012, 19:09
frá olafur f johannsson
-Hjalti- wrote:
olafur f johannsson wrote:þetta er alveg magnað hjá ykkur, gaman af svona þráðum og tala nú ekki um myndirnar


Var að dáðst að Runnernum þínum fyrir utan Toyota Akureyri á LAugardeginum , helvíti heill 1gen bíll

takk fyri það enda er ég líka mjög ánægður með hann og núna er ég að fara í fista fjalla skrepin á honum, ættla að vera í borgarfyrði í bústað í viku svo er ættlunin að fara kaldadal og línuvegin yfir á kjöl og skrepa í kerlingafjöll og svo bara norður úr

Re: Ferð helgina 10-13 ágúst 2012

Posted: 20.aug 2012, 11:03
frá Tómas Þröstur
Fínar myndir. Maður spyr sig hvernig er þetta bara hægt að koma sér í þær aðstæður í Lindánni sem pallbíllinn var búinn að koma sér í.

Re: Ferð helgina 10-13 ágúst 2012

Posted: 20.aug 2012, 12:01
frá kjartanbj
hann fór allt of neðarlega í von um að það væri grynnra þar, þar var mikið lausari botn, og þessi ranger á skurðarskífu dekkjum
þá bar að útlendingur sem ætlaði að draga hann upp líklega með spili eða eitthvað og var þarna á bakkanum og dregur hann bara þarna uppað bakkanum og þá komst hann ekkert lengra , eftir það komu landverðir eða skálaverðir að og fóru með fólkið upp í skála var orðið blautt og svona og kallaði til björgunarsveitina úr drekagili , í millitíðinni komum við og bíll frá jarðvísindastofnun að og hann kallar í
björgunarsveitina og voru þeir þá bara rétt ókomnir en báðu okkur um að hinkra ef við gætum aðstoðað þá eitthvað sem við gerðum svo
með því að draga hann á hlið frá bakkanum og upp úr

Re: Ferð helgina 10-13 ágúst 2012

Posted: 20.aug 2012, 19:25
frá Snorri Freyr
ég fór yfir lindánna 10 dögum fyrr og þá náði vatnið ekki uppá stigbretti á 33" musso. Enginn smá aukning á vatni á 10 dögum.

Re: Ferð helgina 10-13 ágúst 2012

Posted: 20.aug 2012, 19:45
frá -Hjalti-
Snorri Freyr wrote:ég fór yfir lindánna 10 dögum fyrr og þá náði vatnið ekki uppá stigbretti á 33" musso. Enginn smá aukning á vatni á 10 dögum.


Það var búið að vera svo heitt þessa helgi að það var rosalega mikið í Jökulsá á fjöllum og þegar það gerist þá hækkar alltaf í Lindá á sama tíma því þær renna svo nálægt hvor annari þarna.

Re: Ferð helgina 10-13 ágúst 2012

Posted: 21.aug 2012, 09:05
frá birgthor
Takk fyrir þetta.

Re: Ferð helgina 10-13 ágúst 2012

Posted: 26.aug 2012, 08:06
frá hvati
Þetta hefur verið frábær ferð hjá ykkur! Takk fyrir myndirnar, alltaf gaman að skoða myndir ;)