Síða 1 af 1
Landmannaleið - Hrafntinnusker?
Posted: 11.júl 2012, 22:27
frá Alpinus
Góðan kvöldið
Hvernig er færðin fyrir "33 Patrol frá Landmannaleið og inn í Hrafntinnusker og svo áfram niður að fjallabaki syðra?
Kv Hansi
Re: Landmannaleið - Hrafntinnusker?
Posted: 12.júl 2012, 00:03
frá Brynjarp
skilst að það sé lokað inni hrafntinnusker síðast þegar ég gáði og þú gætir átt i basli með að keyra alla leið inni sker og öruglega mjög erfitt á 33"
Re: Landmannaleið - Hrafntinnusker?
Posted: 12.júl 2012, 01:57
frá -Hjalti-
Hmm það eru allir hálendisvegir opnir sunnanlands og þú ættir ekki að vera í miklum vandræðum á 33" bíl nema hann sé með mjög lága stuðara.
http://www.vegagerdin.is/media/umferd-o ... alendi.pdf
Re: Landmannaleið - Hrafntinnusker?
Posted: 12.júl 2012, 18:51
frá Alpinus
Takk fyrir þetta. Það virðist vera opið samkv vegagerðinni.
Re: Landmannaleið - Hrafntinnusker?
Posted: 15.júl 2012, 22:59
frá kjartanbj
Við Hjalti voruma að koma úr meðal annars Hrafntinnuskeri, það er ein snjóbrekka sem er farartálmi, annars ætti þessi leið ekki að vera neitt mál, 35" súkka með okkur í för sem rúllaði þarna upp ekkert mál
Re: Landmannaleið - Hrafntinnusker?
Posted: 16.júl 2012, 00:04
frá Alpinus
kjartanbj wrote:Við Hjalti voruma að koma úr meðal annars Hrafntinnuskeri, það er ein snjóbrekka sem er farartálmi, annars ætti þessi leið ekki að vera neitt mál, 35" súkka með okkur í för sem rúllaði þarna upp ekkert mál
Sæll
Hvar er þessi snjóbrekka ca?
Re: Landmannaleið - Hrafntinnusker?
Posted: 16.júl 2012, 00:16
frá -Hjalti-
Alpinus wrote:kjartanbj wrote:Við Hjalti voruma að koma úr meðal annars Hrafntinnuskeri, það er ein snjóbrekka sem er farartálmi, annars ætti þessi leið ekki að vera neitt mál, 35" súkka með okkur í för sem rúllaði þarna upp ekkert mál
Sæll
Hvar er þessi snjóbrekka ca?
Svona 1 km frá Hrafntinnuskálanum
Re: Landmannaleið - Hrafntinnusker?
Posted: 16.júl 2012, 12:59
frá Alpinus
Takk fyrir!
Re: Landmannaleið - Hrafntinnusker?
Posted: 16.júl 2012, 20:00
frá birgthor
Snjórinn er þokkalega þéttur í þessum tveim sköflum á leiðinni inní Hraftinnusker (var þarna í 15/7/2012), ef þú hleypir úr er þetta ekkert mál. Það þarf bara að passa sig á skorningum uppá að reka ekki bílinn niður. Ef þú ert svo að hugsa um að aka í átt að Laufafelli og svo Álftavatni eða Dalakofa þá ætti það ekki að vera vandamál á 33" bara halda áfram að passa sig á skorningum, en þeir eru töluverðir.
Re: Landmannaleið - Hrafntinnusker?
Posted: 16.júl 2012, 23:13
frá Alpinus
Þetta eru fínar uppl. Langar að kíkja þarna næstu helgi. Hugmyndin var að fara hring... Krakatindsleið, upp að Hrafntinnuskeri og svo inn á Landmannaleið aftur.
Takk!