Síða 1 af 1

Þórsmörk

Posted: 16.maí 2012, 08:04
frá hjálmar
Hvernig er Þórsmörk á þessum tíma árs, er mikið í ám og er búið að opna skála í Básum? Er að gæla við þá hugmynd að fara um helgina og gista eina nótt í skála. Hver rekur skálana þarna?

Kv. Nýliði.

Re: Þórsmörk

Posted: 16.maí 2012, 10:09
frá ivar
Skálana í básum rekur Útivist, Ferðafélagið í Langadal og man ekki alveg hver tók við skálunum í húsadal núna síðast. Gott ef ekki ferðafélagið sé með það núna líka.

Ég fór þarna fyrir 2 vikum og þá var ný heflaður vegur og ég var ekki nema 25mín frá þjóðvegi og inn í bása. Ekkert vatn í ánum að ráði og óvenju lítið.

Ég gisti í tjaldi og það fór níður í -1, -2°C um nóttina en fór bara vel um okkur.

Ef það verður áfram jafn kalt og er núna er sjaldan auðveldara að komast þangað inneftir.

Ívar

Re: Þórsmörk

Posted: 16.maí 2012, 11:13
frá andrijo
Er búinn að vera inn í langadal í að verða 3 vikur og hér er hálfgerður vetur, snjóar af og til og mjög kalt í veðri.

Jökulsá, steinsholtsá og hvanná eru bara sprænur og allar nánast tærar.

Krossá er einnig mjög lítið í en samt borgar sig að vanda valið á vaði, það eru pyttir í henni og gildir þá einu hvort um ræðir vaðið við húsadal eða langadal.

Vegurinn er góður og í raun besti tíminn til að renna núna innúr.

Svo er ekkert að því að slá bara á þráðinn í skálasímana ef menn eru ad spá í færið innúr.

Þeir sem reka húsadal heita volcano huts.

Bk.andri

Re: Þórsmörk

Posted: 16.maí 2012, 14:37
frá Brynjarp
eru einhverjir að fara á morgunn (fimmtudaginn). Var að spá að kikja inni húsadal jafnvel ef veður leyfir