Síða 1 af 1
Hvert á að fara?
Posted: 02.apr 2012, 18:24
frá draugsii
Ef mann langar að skreppa eitthvað um páskana
hvert er þá helst að fara í nágrenni Akureyrar til að finna einhvern snjó?
kv Hilmar
Re: Hvert á að fara?
Posted: 02.apr 2012, 20:53
frá Járni
Ég fór nú reyndar ekki fet um helgina, en heyrði í einum sleðakarli í dag. Sá hafði farið upp á Langjökul, farið um Slunkaríki og fleira. Hann vildi meina að það hefði verið fínt færi fyrir bæði sleða og bíla, sel það þó ekki dýrara en ég keypti það.
Re: Hvert á að fara?
Posted: 02.apr 2012, 23:00
frá Svenni30
Blessaður Hilmar. Ég gæti haft áhuga á að fara eitthvað ef þér vantar ferðafélaga
Re: Hvert á að fara?
Posted: 03.apr 2012, 07:38
frá draugsii
Blessaður Sveinn það er flott erum 3 sem erum að spá í að fara eitthvað á fimmtudaginn og bara gaman ef einhverjir fleiri bætast í hópinn
Re: Hvert á að fara?
Posted: 03.apr 2012, 14:48
frá ivar
ég var fyrir 10 dögum á kili og í setri.
Þá var fínn snjór norðan kerlingafjalla en krapasull og lítill snjór á öllum kili. Myndi láta það eiga sig um helgina.
Kannski er langiskafl í lagi og kannski helst að veðja á hann nema vilji sé til að fara lengra s.s. á vatnajökul eða mýrdalsjökul og þá leiðina yfir á fjallabak?
Re: Hvert á að fara?
Posted: 04.apr 2012, 17:25
frá Rnielsen
til er ég mig vantar ferðafélaga..
Re: Hvert á að fara?
Posted: 04.apr 2012, 17:48
frá Járni
Ég stefni á Veiðivötn á morgun
Re: Hvert á að fara?
Posted: 05.apr 2012, 12:59
frá r36500
Veit einhver hvernig er á mýrdalsjökkli núna??
Re: Hvert á að fara?
Posted: 06.apr 2012, 01:31
frá Freyr
r36500 wrote:Veit einhver hvernig er á mýrdalsjökkli núna??
Síðustu helgi var það 10 psi-80 km/klst. færi
Re: Hvert á að fara?
Posted: 07.apr 2012, 01:03
frá Svenni30
Re: Hvert á að fara?
Posted: 07.apr 2012, 09:44
frá draugsii
Já þetta var ágæt ferð Hér eru myndbönd
[youtube]Cl1zSBXItVE&context=C4aeedd0ADvjVQa1PpcFNUpiGqYLUQMWPEF6Md76KIlH1igHafA0E=[/youtube]
[youtube]9PlrR8o236k&feature=context&context=C4aeedd0ADvjVQa1PpcFNUpiGqYLUQMWPEF6Md76KIlH1igHafA0E=[/youtube]