Hveravellir.

Til að skipuleggja ferðir, auglýsa eftir félögum, spyrja fregna af færð og ástandi vega.

Höfundur þráðar
risinn
Innlegg: 195
Skráður: 22.des 2010, 21:09
Fullt nafn: Ragnar Páll Jónsson

Hveravellir.

Postfrá risinn » 16.des 2012, 21:48

Sæl nú, veit einhver hvernig færi er inn á Hveravelli núna frá Gullfossi ?
Kv. Ragnar Páll
S: 8446621




kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: Hveravellir.

Postfrá kjartanbj » 16.des 2012, 23:54

það er allavega snjólaust að mestu upp að skálpanes afleggjara, eftir það byrjar að koma snjór, glerhálka bara niður að Gullfossi frá Skálpanesi
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-


rottinn
Innlegg: 120
Skráður: 24.mar 2011, 00:42
Fullt nafn: Böðvar Stefánss
Bíltegund: Chevy Silverado 6.6

Re: Hveravellir.

Postfrá rottinn » 17.des 2012, 11:17

Ég fór þarna fyrir 3 vikum síðan. Þá var smá snjór á Blafellshálsi og framyfir Árbúðir en svo var eiginlega hálfgerður þæfingur á veginum eftir það og nánast snjólaust utan vegar. Vorum á 38" bíl og þetta var ekkert vesen þá amk. Svo var autt norðan Hveravalla. Gæti svosem eitthvað hafa breyst síðan.

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Hveravellir.

Postfrá AgnarBen » 17.des 2012, 11:32

rottinn wrote:Ég fór þarna fyrir 3 vikum síðan. Þá var smá snjór á Blafellshálsi og framyfir Árbúðir en svo var eiginlega hálfgerður þæfingur á veginum eftir það og nánast snjólaust utan vegar. Vorum á 38" bíl og þetta var ekkert vesen þá amk. Svo var autt norðan Hveravalla. Gæti svosem eitthvað hafa breyst síðan.


Mér sýnist það hafa breyst eitthvað smá ;-)

Image
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300


Krilid
Innlegg: 37
Skráður: 15.feb 2010, 09:26
Fullt nafn: Ágúst Þór Guðbergsson

Re: Hveravellir.

Postfrá Krilid » 17.des 2012, 12:28

Heyrðu Agnar. Hver er linkurinn....

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Hveravellir.

Postfrá AgnarBen » 17.des 2012, 12:52

Það er komin vefmyndavél fyrir Hveravelli inn á heimasíðu veðurstofunnar en vefmyndavélin er horfin af heimasíðu Vegagerðarinnar.

hérna er slóðin:
http://www.vedur.is/vedur/athuganir/vefmyndavelar/hveravellir/
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300


Höfundur þráðar
risinn
Innlegg: 195
Skráður: 22.des 2010, 21:09
Fullt nafn: Ragnar Páll Jónsson

Re: Hveravellir.

Postfrá risinn » 18.des 2012, 00:00

Ekki illa meint, en þegar það er sagt ég var þarna fyrir 3. vikum þá finnst mér það dálítið skondið, því að veður á okkar góða landi breytist ekkert á 3. vikum. :-) Ég var líka inn á Hveravöllum fyrir 3-4 vikum og þá var vandamál að komast á sleða frá Árbúðum og inn á Hveravelli svo að við ákváðum bara að fara með sleðakerrunna inn á Hveravelli það var miklu öðveldara heldur en að keyra sleðan. En ég vona að það sé ekki sama færið núna þangað, þess vegna er ég að spá hvort einhver hafi farið þangað nýlega.
Allt með vinsemd og virðingu.

Kv. Ragnar Páll.
S:8446621

User avatar

SvavarM
Innlegg: 35
Skráður: 29.okt 2012, 23:34
Fullt nafn: Svavar Þór Magnússon
Bíltegund: Trooooooper

Re: Hveravellir.

Postfrá SvavarM » 18.des 2012, 00:21

risinn wrote:Ekki illa meint, en þegar það er sagt ég var þarna fyrir 3. vikum þá finnst mér það dálítið skondið, því að veður á okkar góða landi breytist ekkert á 3. vikum. :-) Ég var líka inn á Hveravöllum fyrir 3-4 vikum og þá var vandamál að komast á sleða frá Árbúðum og inn á Hveravelli svo að við ákváðum bara að fara með sleðakerrunna inn á Hveravelli það var miklu öðveldara heldur en að keyra sleðan. En ég vona að það sé ekki sama færið núna þangað, þess vegna er ég að spá hvort einhver hafi farið þangað nýlega.
Allt með vinsemd og virðingu.

Kv. Ragnar Páll.
S:8446621


Kaldhæðni ? :)


Höfundur þráðar
risinn
Innlegg: 195
Skráður: 22.des 2010, 21:09
Fullt nafn: Ragnar Páll Jónsson

Re: Hveravellir.

Postfrá risinn » 19.des 2012, 21:52

Nei,nei ekki kaldhæðni :-) bara smá skondið :-) veit ekki hvort að það dugar fólki að vita hvernig færi og snjóalög voru fyrir einhverjum vikum síðan. Þannig að nýustu uppl. er alltaf bestar, þess vegna var ég að spyrja.
En ég er að fara inn á Hveravelli 29-31 des og ég skal láta ykkur vita hvernig færið var þá og svo er ég að fara inní Landmannalaugar 2-4 janúar 2013 og skal líka láta ykkur vita hvernig færið er þar.

Kv. Ragnar Páll.
S: 8446621


Jeppadúddi
Innlegg: 1
Skráður: 20.des 2012, 22:55
Fullt nafn: Anton Guðmundsson
Bíltegund: Ford og Pat

Re: Hveravellir.

Postfrá Jeppadúddi » 20.des 2012, 23:06

Raggi, er ekki gott fyrir ykkur að hafa einn Econoline meðferðis til að koma ykkur til baka ? :)
Kv.
Anton


Höfundur þráðar
risinn
Innlegg: 195
Skráður: 22.des 2010, 21:09
Fullt nafn: Ragnar Páll Jónsson

Re: Hveravellir.

Postfrá risinn » 21.des 2012, 22:10

Ég verð á einum svoleiðis í báðum ferðunum, en ertu til í að vera í start holunum með Trausta ef á þarf að halda. :-)

Kv. Ragnar Páll.


Höfundur þráðar
risinn
Innlegg: 195
Skráður: 22.des 2010, 21:09
Fullt nafn: Ragnar Páll Jónsson

Re: Hveravellir.

Postfrá risinn » 05.jan 2013, 23:19

Jæja 29-31 des Hveravellir, hætt við ferðina vegna veðurs, aftaka veður á vestfjörðum og norðurlandi, ekki vitað hversu langt suður af eða til Hveravalla veður myndi ná, þá er betra að sleppa því að fara.
En í staðinn var farið í Landmannalaugar 29-31 des flott færi og veður.
Fórum aftur 2-4 jan 2013 það var manndráps hálka frá Hrauneyjum og upp að gatnamótum á Sigölduleið þann 2 jan. Ég fór Dómadalsleið 3.jan án nokkura vandamála inn í Laugar, en samt brekkan á Dómadalsleið er ekki sérstaklega skemmtileg núna. Það var líka mikil hálka á leiðinni tilbaka þegar maður nálgast Hrauneyjarstöðinna.
Landmannalaugar til Sigöldu var bara bísna flott færi, aðeins farið að blotna í snjónum orðinn þéttur, en ekki neinn krapi þegar að við komum niður í Sigöldu.
Ég var á econoline á 47" dekkjum og með mér voru Ford F 350 pikup á 54" dekkjum, Land Rover á 38" dekkjum og Lc Crucer á 35" dekkjum, og á bakaleið þurfti aldrei að setja spotta á milli bíla.

Kv. Ragnar Páll.


Höfundur þráðar
risinn
Innlegg: 195
Skráður: 22.des 2010, 21:09
Fullt nafn: Ragnar Páll Jónsson

Re: Hveravellir.

Postfrá risinn » 23.jan 2013, 21:41

Jæja þá er að bruna inn á Hveravelli um helgina 25-27 jan verður spennandi að vita hvernig færðin er núna þar sem við stefnum á að fara yfir jökull í þetta skiptið. Er einhver sem veit hvernig færið er núna upp frá Jaka ? Við erum á 54" Ford pikka,44" Land Rover Difender, 44" Troober, 38" Hilux og einhverjum öðrum 38" bíl og kanski verður líka 46" Patrol og jafnvel fleiri.

Kv. Ragnar Páll

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Hveravellir.

Postfrá -Hjalti- » 23.jan 2013, 22:29

Það var blíðan þarna í dag allavega

Image
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"


Höfundur þráðar
risinn
Innlegg: 195
Skráður: 22.des 2010, 21:09
Fullt nafn: Ragnar Páll Jónsson

Re: Hveravellir.

Postfrá risinn » 28.jan 2013, 21:42

Jæja ekki er nú mikill snjór á Kili, og sá litli snjór er nú frekar harður. Held að ég geti sagt það að allir 33" bílar eigi að geta komist inn á Hveravelli eins og það var á föstudaginn. Færið var aðeins þyngra á sunndaginn þegar við fórum í bæinn svolítið hjakk fyrir 38" bílanna í kringum Fjórðungsöldu og heim að Kerlingafjalla afleggjara, enda mikill skafrenningur. Annars bara hart færi.

Kv. Ragnar Páll


Til baka á “Ferðir og færð á fjöllum”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 10 gestir