Húsafell-Hveravellir

Til að skipuleggja ferðir, auglýsa eftir félögum, spyrja fregna af færð og ástandi vega.
User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2492
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Húsafell-Hveravellir

Postfrá hobo » 06.júl 2010, 09:32

Hefur einhver nýlega farið þessa leið norður fyrir Langjökul sem getur upplýst mig um ástand vegslóðans?



User avatar

Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Húsafell-Hveravellir

Postfrá Óskar - Einfari » 06.júl 2010, 11:15

Sæll

Ég var í hálendisgæslu á Hveravöllum um helgina, við lentum í því að sækja útlendinga á stórasand á óbreyttri vitöru. Þeir komu frá arnavatnsheiði og áttu c.a. 7 km eftir upp á kjalveg en seinasti kaflin á þessari slóð er eiginlega versti kaflinn og tæplega fært fyrir svona bíl nema með lagni. Þeir ráku bílin svo illa uppundir að skiptingin festist og varð að skilja bílin eftir.

Frændi minn fór fyrir c.a. 1,5 viku síðan ásamt öðrum nákvæmlega þessa leið á fjórhjólum og voru þeir alveg búnir eftir þetta enda er þetta ekkert nema sandur steinar og grjót....

Foreldrar mínir fóru á sama tíma frá húsafelli á upp á arnavetnheiði og síðan í víðidal held ég, þau eru á 38" patrol og höfðu þau ekkert að hvarta undan slóðinni.

Vonað að þetta hjálpi eitthvað.

Kv.
Óskar Andri
oae@simnet.is
895-9029
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2492
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Húsafell-Hveravellir

Postfrá hobo » 06.júl 2010, 11:35

Flott þakk fyrir þetta.
Þetta ætti að vera á reynandi fyrir 32" súkku með geðveikan ökumann :)


HHafdal
Innlegg: 128
Skráður: 18.mar 2010, 10:52
Fullt nafn: Halldór Hafdal Halldórsson
Staðsetning: Vatnsleysuströnd

Re: Húsafell-Hveravellir

Postfrá HHafdal » 06.júl 2010, 11:58

sælir ég fór þessa leið í fyrrahaust og er þetta sá alleiðinlegasti Slóði (vegur) sem ég hef farið en samt ekkert vandamá með í för voru bílar bæði á 30 og 31" þetta er bara seinfarið.

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2492
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Húsafell-Hveravellir

Postfrá hobo » 06.júl 2010, 14:24

HHafdal wrote:sælir ég fór þessa leið í fyrrahaust og er þetta sá alleiðinlegasti Slóði (vegur) sem ég hef farið en samt ekkert vandamá með í för voru bílar bæði á 30 og 31" þetta er bara seinfarið.

Ég skil. Manni sýnist það líka á korti að þarna sé ekkert nema auðnin ein.
En hvað haldiði að þessi akstur taki langan tíma miðað við aðstæður, þetta eru 111 km samkvæmt Mapsource.


Fordinn
Innlegg: 377
Skráður: 03.feb 2010, 21:47
Fullt nafn: Mikkjal Agnar Þórsson

Re: Húsafell-Hveravellir

Postfrá Fordinn » 06.júl 2010, 14:29

Ég var þig við þetta er einhver leiðinlegasti slóði sem eg hef keyrt, fór þetta á fjorhjóli einu sinni og það var hundleiðinlegt að keyra þetta og lofaði sjálfum mer að eg myndi aldrei keyra þetta aftur og hvað þá á bíl.

Ef þú hinsvegar þrjóskast við, þá skaltu hafa med þér varadekk og tappasett og loftdælu það er mjög auðvelt að eyðileggja dekk þarna, og svo skaltu taka með stútfullan poka af þolinmæði í nesti.

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2492
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Húsafell-Hveravellir

Postfrá hobo » 06.júl 2010, 14:39

hehe jæja ég er hér með hættur við að keyra þetta, lýsingarnar eru það slæmar.
En það er alltaf gaman að pæla og spekúlera.


HHafdal
Innlegg: 128
Skráður: 18.mar 2010, 10:52
Fullt nafn: Halldór Hafdal Halldórsson
Staðsetning: Vatnsleysuströnd

Re: Húsafell-Hveravellir

Postfrá HHafdal » 06.júl 2010, 15:37

man ekki alveg hvað við vorum lengi enda svolítið misjafnt hvernig menn keyra fórum frá Húsafelli c,a 10 11 og vorum komin á Hveravelli í kvöldmat en frekar seint mynnir mig og var þá ákveðið að þarna yrði ekki farið aftur en sé samt ekkert eftir að hafa keyrt þetta víða fallegt og flottir hellar á leiðinni það skýrir lengdina að hluta til og ekki síst þá er einum slóðanum færri sem maður á eftir. kveðja Dóri sem fer hægt á Mussó en kemst það.

User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: Húsafell-Hveravellir

Postfrá Brjótur » 06.júl 2010, 16:44

Hobo láttu ekki hræða þig frá að fara þetta, það er alltaf eins og sumir haldi að það séu hraðbrautir á hálendinu, og þá er mér alltaf spurn, eru menn alltaf að flýta sér, ég held að ef einhver ætli að skoða leiðina þá gefi hann sér tíma til þess, þetta er að sjálfsögðu engin hraðbraut. ;)

Ferðakveðja Helgi

P.S það er ekkert að marka þessa fjórhjólakalla þeir eru alltaf í kappakstri :)


Ofsi
Innlegg: 278
Skráður: 31.jan 2010, 22:32
Fullt nafn: Jón Garðar Snæland

Re: Húsafell-Hveravellir

Postfrá Ofsi » 06.júl 2010, 18:16

Sammála Helga Brjót, það er ekkert að því að aka Stórasand. Hef farið þarna nokkrum sinnum á 29 tommu. Stórisandur er laaaaannnngt frá því að vera með verstu slóðum hálendisins

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2492
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Húsafell-Hveravellir

Postfrá hobo » 06.júl 2010, 18:35

Já ég skal skoða málið betur í kjölfar bjartsýnni athugasemda :)
En úr einu í annað, skemmtilegt hvað þetta spjall er virkt miðað við 4x4 spjallið. Það er eins og menn séu feimnir við eitthvað þar, eða að umferðin sé einfaldlega meiri hérna.

http://f4x4.is/index.php?p=138441&jfile ... 28#p138441

edit: Reyndar sendi einn mér einkapóst hjá f4x4.is þar sem hann var líklega ekki meðlimur og gat því ekki tjáð sig almennilega.


Fordinn
Innlegg: 377
Skráður: 03.feb 2010, 21:47
Fullt nafn: Mikkjal Agnar Þórsson

Re: Húsafell-Hveravellir

Postfrá Fordinn » 06.júl 2010, 19:01

Ég skal reyndar vera heiðarlegur og játa að ég var þunnur þegar ég keyrði þetta....... enn samt aldrei aftur.....


Til baka á “Ferðir og færð á fjöllum”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 3 gestir