Vestfirðir

Til að skipuleggja ferðir, auglýsa eftir félögum, spyrja fregna af færð og ástandi vega.

Höfundur þráðar
birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Vestfirðir

Postfrá birgthor » 22.maí 2010, 23:08

Sæl, ég er að fara ferðast um Vestfirði í 5-7 daga í sumar og er stefnan að fara vesturfyrir. Minnsti bíllinn er Subaru legasi en ef um stutta útúrdúra er hægt að hafa minnsta bíl orginal Cherokee.
Hverju mæla menn með að skoða?
Það sem er komið er: Rauðisandur, Látrabjarg, allir litlu bæjirnir á leiðinni, Ísafjörður, Bolafjall.

Einnig ef fólk veit um einhverjar heitar laugar á leiðinni.



Kv. Biggi


Kveðja, Birgir

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1069
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Ford Transit
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Vestfirðir

Postfrá gislisveri » 22.maí 2010, 23:28

Selárdalur er staður sem ég sleppi aldrei úr.
Svo er þessi bók skyldueign í jeppann:
http://www.skrudda.is/baekur.aspx?id=178

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Vestfirðir

Postfrá jeepson » 23.maí 2010, 00:09

Svalvoga vegur í dýrafirði (verður helst að vera á jeppling)
Ingjaldssandur. Mér skylst að það sé mjög flott þar. Á eftir að kíkja þangað. Geri það kanski næstu helgi.
Hrafnseyri.
Mjólkaár virkjun. Svo er bara að finna eitthvað infó um vestfirði. Ég gæti jafnvel farið með þér ef þú vilt kíkja á svalvoga veginn. (kjaranstræti) Svona þar sem að ég bý hérna í dýrafirði.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


Höfundur þráðar
birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: Vestfirðir

Postfrá birgthor » 23.maí 2010, 21:26

Já þetta er glæsilegt ég er einmitt að leita að einhverjum stöðum sem kannski eru ekki ein og Laugarvegurinn (fullt af fólki) og flott að fá report frá heimamönnum.
Kveðja, Birgir

User avatar

Tóti
Innlegg: 42
Skráður: 02.feb 2010, 13:24
Fullt nafn: Þórólfur Kristjánsson

Re: Vestfirðir

Postfrá Tóti » 25.maí 2010, 10:56

Ég var einmitt að koma heim í gær úr 2 daga reisu um suðurfirði Vestfjarða.

Fyrir utan þetta sem áður hefur verið nefnt mæli ég með að aka "út fyrir nes" í Arnarfirði. Það er leiðin úr Arnarfirði yfir í Dýrafjörð meðfram ströndinni. Að hluta er þetta slóði sem ruddur var í björgin með lítilli ýtu og alveg magnað hvað maðurinn gat áorkað. Skútabjörg, Lokinhamrar og sveitin þar í kring er alveg mögnuð og fjöllin eru hrikaleg. Þetta er ekki vegur fyrir Subaruinn en það er þá bara hægt að aka hluta leiðarinnar og snúa við við Lokinhamra (Hrafnabjörg). Það var ekki búið að ryðja veginn um helgina en það verður vonandi gert á næstu dögum, hann er því ófær eins og er.

Innst í Arnarfirði er Reykjafjörður og þar er fín sundlaug og náttúrulegur pottur/lækur rétt fyrir ofan. Laugin fer ekki framhjá þér því hún stendur við þjóðveginn. Því miður hafa einhverjir grínistar brennt búningsaðstöðuna og því verður bara að fara bakvið næsta bíl.

Vegurinn yfir á Ingjaldssand var fínn og merkilegt að sjá hversu afskekt fólk bjó á sínum tíma áður en vegir voru lagðir.

Ég er fæddur og uppalinn Ísfirðingur en er ennþá að finna staði fyrir vestan sem koma manni á óvart.

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Vestfirðir

Postfrá jeepson » 25.maí 2010, 16:38

Tóti wrote:Ég var einmitt að koma heim í gær úr 2 daga reisu um suðurfirði Vestfjarða.

Fyrir utan þetta sem áður hefur verið nefnt mæli ég með að aka "út fyrir nes" í Arnarfirði. Það er leiðin úr Arnarfirði yfir í Dýrafjörð meðfram ströndinni. Að hluta er þetta slóði sem ruddur var í björgin með lítilli ýtu og alveg magnað hvað maðurinn gat áorkað. Skútabjörg, Lokinhamrar og sveitin þar í kring er alveg mögnuð og fjöllin eru hrikaleg. Þetta er ekki vegur fyrir Subaruinn en það er þá bara hægt að aka hluta leiðarinnar og snúa við við Lokinhamra (Hrafnabjörg). Það var ekki búið að ryðja veginn um helgina en það verður vonandi gert á næstu dögum, hann er því ófær eins og er.

Innst í Arnarfirði er Reykjafjörður og þar er fín sundlaug og náttúrulegur pottur/lækur rétt fyrir ofan. Laugin fer ekki framhjá þér því hún stendur við þjóðveginn. Því miður hafa einhverjir grínistar brennt búningsaðstöðuna og því verður bara að fara bakvið næsta bíl.

Vegurinn yfir á Ingjaldssand var fínn og merkilegt að sjá hversu afskekt fólk bjó á sínum tíma áður en vegir voru lagðir.

Ég er fæddur og uppalinn Ísfirðingur en er ennþá að finna staði fyrir vestan sem koma manni á óvart.


út fyrir nes. Það er einmitt svalvoga vegurinn sem að ég var að tala um. Sem er gerður eftir hann Elías kjaran ;) Ég bý einmitt hérna á Þingeyri í Dýrafirði og er búinn að fara 2svar að stapa á þessum vegi síðan að ég flutti hingað í ágúst á síðasta ári. En þa ðer eins og þú segir. Það er altaf eitthvað sem kemur manni að óvart. alveg sama hversu oft maður fer og skoðar eitthvað :)
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


Til baka á “Ferðir og færð á fjöllum”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur