veit einhver hvernig kaldidalur er núna um þessar mundir? og hvernig hvernig brekkurnar fyrir ofan Jaka er?
við bræðurnir ætluðum að fara smá bíltúr um næstu helgi og leita að snjó til að dusta sumarrykið af bílunum
Kaldidalur-Jaki-Langjökull
-
- Innlegg: 306
- Skráður: 01.feb 2010, 00:02
- Fullt nafn: Davíð Þór Sigurðsson
- Staðsetning: Garðabær
- Hafa samband:
Re: Kaldidalur-Jaki-Langjökull
Vorum á Kaldadal á sunnudag sl.
Það var töluvert af snjó í veginum eftir að komið er norður fyrir sæluhúsið norðan við línuveg að Skjaldbreið. Annars er ekki mikill snjór utan vegarins, allavega ekki nóg til að geta keyrt eitthvað útfyrir veg á snjó.
Vegurinn uppað Jaka er svipaður.
Fyrir ofan Jaka var þónokkur snjór í brekkunum en það er varla mjög mikið eða þannig að það sé búið að kafsnjóa yfir sprungur þannig að það sé bílfært.
Það er annars ágætt að benda á það sem oft hefur komið fram og flestir þekkja að jöklar geta vissulega alltaf verið hættulegir yfirferðar en þó sérstaklega á haustin þegar fyrsti vetrarsnjórinn hefur komið og allt lítur vel út en það er líklega snjór sem engu heldur og því varla hægt að mæla með jöklaferðum á þessum tíma þó að ég ætli ekki að gerast dómari í því.
Það var töluvert af snjó í veginum eftir að komið er norður fyrir sæluhúsið norðan við línuveg að Skjaldbreið. Annars er ekki mikill snjór utan vegarins, allavega ekki nóg til að geta keyrt eitthvað útfyrir veg á snjó.
Vegurinn uppað Jaka er svipaður.
Fyrir ofan Jaka var þónokkur snjór í brekkunum en það er varla mjög mikið eða þannig að það sé búið að kafsnjóa yfir sprungur þannig að það sé bílfært.
Það er annars ágætt að benda á það sem oft hefur komið fram og flestir þekkja að jöklar geta vissulega alltaf verið hættulegir yfirferðar en þó sérstaklega á haustin þegar fyrsti vetrarsnjórinn hefur komið og allt lítur vel út en það er líklega snjór sem engu heldur og því varla hægt að mæla með jöklaferðum á þessum tíma þó að ég ætli ekki að gerast dómari í því.
-Defender 110 44"-
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 211
- Skráður: 15.apr 2010, 17:09
- Fullt nafn: Óttar Þór Ágústsson
- Bíltegund: Nissan Patrol
- Staðsetning: Akranes
Re: Kaldidalur-Jaki-Langjökull
ég er alveg sammála þér með það enda var ekki ætlunin að leggja á jökulinn. bara í brekkuna hjá Jaka og svo á kaldadal ef það væri einhver snjór þar. en takk fyrir þetta innlegg.
Nissan Patrol 44" 3.0 ssk
Nissan Terrano II 33" 2.7 ssk
Nissan Terrano II 33" 2.7 ssk
Til baka á “Ferðir og færð á fjöllum”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 0 gestir