Ég ásamt Þórólfi Jarli Þórólfsyni erum að á leið í göngu yfir Ísland nú í byrjun maí 2016 nánar tilgetið þá leggjum við í hann þann 8. maí.
Þórólfur mun verða fyrstur allra, að ganga þvert yfir ísland í fjórða skipti.
Leið okkar að þessu sinni liggur frá Gerpir fyrir Austan og Vestur á Látrabjarg
Okkur langar að forvitnast hvort að einhver innan ykkar raða sé á leið upp á hálendið norðan við jökla á næstunni? Ef svo er hvort sá hinn sami hitti mögulega á leiðina okkar og væri til í að taka einn kost með sér og skiljan hann eftir þar?
Hér eru þeir náttstaðir í dagleiðaplaninu okkar sem við höfum sérlegan áhuga.
16. maí Grágæsavatn – Holuhraun
17. maí Holuhraun – Holuhraun
18. maí Holuhraun v. – Kistufell
19. maí Kistufell – Brú skjalfanda
20. maí Skjálfandi – Fjórðungsvatn
21. maí Fjórðungsv.– Laugafell
23. maí Laugafell.– Ingólfsskáli
24. maí Ingólfskáli.– Strangakvísl
Endilega sendið mér skilaboð ef þið eigið leið hjá fyrir þessar dagsetningar og eru til í aðstoða okkur við þetta verkefni.
Friðþjófur Högni Stefánsson
hogni@walking.is
8223308
Gerpir - Látrabjarg langur göngutúr. Ósk um aðstoð
Til baka á “Ferðir og færð á fjöllum”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 0 gestir