Góðan daginn.
Við erum á 35" Patrol og MMC outlander með fellihýsi 13" dekk á flexitorum. Er fært fyrir fellihýsi yfir Kjöl á flexitorum? Er mikið þvottabretti?
Kv. Krissi K
Færð - Kjölur
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Færð - Kjölur
Þekki fólk sem var að lenda á Hveravöllum áðan að sunnan. Fékk vegurinn 7-8 í einkunn og almennt jákvæð lýsingarorð.
Re: Færð - Kjölur
Glæsilegt.... Takk takk
Re: Færð - Kjölur
Sæll.
Félagi minn fór þarna yfir fyrir 2 dögum og sóttist vel á 38" dekkjum. Vegurinn er ágætur, en það er ágætur á "Kjalvegsskala". Mikið af grófu grjóti eins og alltaf er, ég myndi hugsa mig tvisvar um áður en ég færi með fellihýsi þessa leið ...
-G
Félagi minn fór þarna yfir fyrir 2 dögum og sóttist vel á 38" dekkjum. Vegurinn er ágætur, en það er ágætur á "Kjalvegsskala". Mikið af grófu grjóti eins og alltaf er, ég myndi hugsa mig tvisvar um áður en ég færi með fellihýsi þessa leið ...
-G
Re: Færð - Kjölur
Ég fór með fellihýsið yfir. Hleypti úr í 17psi Patrol og fellihýsi 35psi. Gróft færi frá Hvítárvatni yfir á Hveravelli ekið á 10 til 40kmh. Eftir Hveravelli mjög gott færi ekið á 80 kmh. Frá Flúðum og yfir í Langadal tók 4 tíma með stoppum.
Kv.
Krissi
Kv.
Krissi
Til baka á “Ferðir og færð á fjöllum”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur