Þorrablót Suðurlandsdeildar 4x4 í Gíslaskála

Til að skipuleggja ferðir, auglýsa eftir félögum, spyrja fregna af færð og ástandi vega.

Höfundur þráðar
olei
Innlegg: 816
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Þorrablót Suðurlandsdeildar 4x4 í Gíslaskála

Postfrá olei » 29.jan 2014, 23:21

Meðlimir Suðurlandsdeildar 4x4 klúbbsins hyggjast blóta þorra í Gíslaskála um helgina. Mér skilst að nokkur umræða sé um ferðalagið og tilhögun þess á hinum alræmda facebook vef. Lögmenn mínir, endurskoðendur og nuddari eru á einu máli um að þar skuli ég aldrei skrá mig inn og því pósta ég þessu hér. Þið megið láta það af þessu sem máli skiptir berast á facebook ef þið þekkið einhvern sem þorir að nota það fyrirbæri.

Ég hef sémsé ákveðið að halda af stað frá Selfossi áleiðis inn á Kjöl á laugardagsmorgun - eldsnemma um tíuleytið. Tímasetningin er þó ekki heilög. Ef einhver vill slást í för þá er um að gera að slá á þráðinn í síma 8956349. Eftir því sem ég kemst næst er ég með laust aftursæti ef einhvern vantar far inn í Gíslaskála. Harðfylgnir skóflu- og viðgerðarmenn og einhleypar konur ganga að sjálfsögðu fyrir. Allir farþegar þurfa að undirrita skjal til staðfestingar því að ég sé ekki ábyrgur fyrir því að koma þeim á leiðarenda - og enn síður heim!

----
Það er vissulega kjarkur af minni hálfu að leggja í þorrablótsferð. Gegnum tíðina hefur gengið á ýmsu í þeim ferðalögum. Síðast þegar ég fór í þorrablótsferð gekk svo mikið á að jafnvel ósigrandi 350 Chevy bræddi úr sér á leiðinni inn í Setur. Við lauslega athugun þar virtist hún ekki hafa þolað olíuskipti sem voru þá ný-afstaðin. Til allar lukku var Ægir Sævarsson félagi vor staddur á þorrablóti á sínum nýsmíðaða Nissan diesel og hann gerði sér lítið fyrir og dró mig alla leiðina á Selfoss daginn eftir. Þegar á Selfoss var komið spurði ég Ægi hvort ég ætti ekki að launa honum greiðann - Ægir brosti í kampinn og sagði; við skrifum þetta hjá Guði!

Af þessu ferðalagi dró ég mikinn lærdóm, til dæmis:

1) Ég er kominn á Nissan diesel!

2) Ég hef gætt þess sérstaklega að skipta ekki um olíu á honum, því miður smíðaði ég nýja olíupönnu undir hann og við það glataði ég gömlu olíunni!

3) Síðust þrjár vikur hef ég unnið baki brotnu við að sjóða dráttarfestingar framan í Nissaninn til auka líkurnar á því að ég komist heim af þorrablótinu!

4) Lögmenn mínir hafa verið staðið í stífum bréfaskriftum við helstu talsmenn Guðs: Páfa, Biskup og nátturúlega Gunnar í Krossinum - í því skyni að reyna að fá opnaða yfirdráttarheimild fyrir mína hönd. Samningar standa enn yfir en árangur er óljós.
Síðast breytt af olei þann 29.jan 2014, 23:59, breytt 2 sinnum samtals.




Höfundur þráðar
olei
Innlegg: 816
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Þorrablót Suðurlandsdeildar 4x4 í Gíslaskála

Postfrá olei » 29.jan 2014, 23:26

Eins og sjá má er bíllinn alveg að verða klár:

DSC00338.JPG
DSC00338.JPG (237.64 KiB) Viewed 4022 times


gauki
Innlegg: 457
Skráður: 02.feb 2010, 00:12
Fullt nafn: Jón G Bergsson

Re: Þorrablót Suðurlandsdeildar 4x4 í Gíslaskála

Postfrá gauki » 30.jan 2014, 00:28

Verður þó kominn á 46" dekk með tilheyrandi köntum og frágangi vænti ég ??!!


Höfundur þráðar
olei
Innlegg: 816
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Þorrablót Suðurlandsdeildar 4x4 í Gíslaskála

Postfrá olei » 30.jan 2014, 00:44

Nei, það verða bara sumardekkin...
IMGP0801.JPG
IMGP0801.JPG (147.95 KiB) Viewed 3960 times


expl
Innlegg: 16
Skráður: 30.mar 2010, 14:02
Fullt nafn: Bergur Tómas Sigurjónsson

Re: Þorrablót Suðurlandsdeildar 4x4 í Gíslaskála

Postfrá expl » 30.jan 2014, 15:38

Huuummmm ertu ekki orðinn ofseinn afstað :O þarftu ekki allavega þrjá sólarhringa til að komast á grútarbrennara inn í Gíslaskála ....:) Nú Ameríkudeildin kippir þér þá með sem farþega ef þú verður kominn upp fyrir Gullfoss :)
FFFFFFOOOOOOORRRRRRDDDDDD kveðjur


Höfundur þráðar
olei
Innlegg: 816
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Þorrablót Suðurlandsdeildar 4x4 í Gíslaskála

Postfrá olei » 30.jan 2014, 22:50

Ah, ég hafði ekki hugsað út í það - veit einhver hvaða dagskrá verður í Gíslaskála um þarnæstu helgi?
Annars hlýt að ná í pulsurnar á sunnudeginum ef við kóarinn keyrum á vöktum. Ég er jú ekki með lo-gír þannig að það ætti að hafast.

Endilega munið að spreyja sjálflýsandi grænu á þakið á Fordunum þegar þeir gefast upp á leiðinni inneftir, það væri ferlega svekkjandi að skemma dekk á einhverju járnarusli í slóðinni í fyrsta prufutúr!

Kveðjur bestar.

User avatar

jongud
Innlegg: 2697
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Þorrablót Suðurlandsdeildar 4x4 í Gíslaskála

Postfrá jongud » 31.jan 2014, 08:25

Hefur þú ekið yfir FORD
...nýlega


expl
Innlegg: 16
Skráður: 30.mar 2010, 14:02
Fullt nafn: Bergur Tómas Sigurjónsson

Re: Þorrablót Suðurlandsdeildar 4x4 í Gíslaskála

Postfrá expl » 31.jan 2014, 11:23

hehe búinn að spreyja toppinn á FORDINuM með vegamerkingaorangesrayi þannig að hann sést inní bílskúr ofan af Kili :)
Já og góða skemmtun og ekki skjóta mikið á Henry þó hann c með litla vél og á mjóum felgum :)


Höfundur þráðar
olei
Innlegg: 816
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Þorrablót Suðurlandsdeildar 4x4 í Gíslaskála

Postfrá olei » 01.feb 2014, 00:11

Jæja þá jukust líkurnar á því að maður komist í þorrablótsferð, Terminatorinn mjakaðist fyrir eigin vélarafli út úr skúrnum fyrir ríflega klukkutíma og öllum á óvörum keyrði hann heim - við nokkurn fögnuð viðstaddra (bara ég sko). Svo er ég alveg viss um að hann náði ríflega 60 km hraða í meðvindinum á Flóaveginum - þannig hann er greinilega í banastuði.

Bergur:
Ég er viss um að Henry eldri er með töfalt meira rúmtak í mótor en minn farskjóti. Hann er sennilega á breiðari felgum líka. Þannig að það verður ekkert minnst á þessa hluti af minni hálfu.


Höfundur þráðar
olei
Innlegg: 816
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Þorrablót Suðurlandsdeildar 4x4 í Gíslaskála

Postfrá olei » 01.feb 2014, 00:41

Heyrði í Guðjóni Egilssyni sem er mættur inn í Gíslaskála við fimmta bíl; þar er nú kaldaskítur. Nánast autt er inn á Bláfellsháls en ágætur snjór þaðan og inn í Svartárbotna. Guðjón og félagar stytta sér nú stundir með söng, ljóðalestri og svo kveða þau rímur þess á milli. Þau eru á þjóðlegu nótunum að hætti framsóknarmanna. Ef ég þekki þau rétt taka þau morgundaginn snemma með morgunleikfimi áður en þau fara út í göngutúr - eða hvaða hollusta það nú er sem verður fyrir valinu. Um hádegi verður trúlega smíðaður snjókarl í líki Sigmundar frá Hriflu.


elli rmr
Innlegg: 306
Skráður: 09.mar 2012, 22:56
Fullt nafn: Erling Valur Friðriksson
Bíltegund: D-MAX

Re: Þorrablót Suðurlandsdeildar 4x4 í Gíslaskála

Postfrá elli rmr » 01.feb 2014, 14:14

Djöfull fúlt að komast ekki með þér Óli, og ekki fékk ég góð skifti ligg heima með Inflúensu og lungnabólgu oní það. Góða skemtun og ég geri ráð fyrir því að hingað inn komi myndir eftir helgi af græjuni


Til baka á “Ferðir og færð á fjöllum”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 0 gestir