10 Janúar, 2014
Nú er komið að fyrstu ferð Litlunefndar 2014, en hún verður farin laugardaginn 18. janúar næstkomandi.
Að þessu sinni er stefnan sett á Skjaldbreið og er ætlunin að reyna að nálgast hana að sunnanverðu. Fyrirkomulagið verður það sama og venjulega. Við hittumst á Stöðinni við Vesturlandsveg klukkan 8:30 og röðum okkur í hópa. Þaðan förum við upp á Þingvelli og inn á nýja veginn um Lyngdalsheiði og keyrum aðeins inn á hann. Fljótlega tökum við svo vinstri beygju og inn á slóða sem leiðir okkur inn á Gjábakkaveg framhjá Vörðunni. Við keyrum svo þá leið inn að Skjaldbreið að sunnaverðu og upp á hana eftir því sem færð og snjóalög leyfa. Hvert við förum svo er ekki ennþá ákveðið en nokkrir möguleikar eru í stöðunni. Ef við verðum heppin með færi og komumst öll upp á Skjaldbreið er mögulegt að fara niður norðanmegin og inn á Línuveg og á Þingvelli um Meyjarsæti. Ef ekki gengur að komast upp þá er líka mögulegt að fara Eyfirðingaleið í vestur og koma að Sandkluftavatni og þaðan niður á Þingvelli eða jafnvel niður í Skorradal. Ákvörðun um endanlegt leiðarval verður tekið af fararstjórum ferðarinnar þegar þar að kemur.
Skráning í ferðina er í fullum gangi á nýja vefnum og við viljum benda á að hún er með breyttu sniði frá því sem áður var. Nú nota almennir þátttakendur sama form og hópstjórar en merkja við ef þeir eru hópstjórar. Við minnum á að til þess að geta verið hópstjóri hjá Litlunefnd, þá þurfið þið að vera skráð sérstaklega á hópstjóralista Litlunefndar. Ef þið eruð ekki skráð á þann lista en hafið áhuga að taka þátt í þessu skemmtilega og gefandi starfi þá hvetjum við ykkur til að hafa samband við okkur gegnum Litlanefnd@f4x4.is.
Að lokum viljum við minna á kynningarfund vegna ferðarinnar sem haldinn verður í félagsheimili klúbbsins að Eirhöfða 11 þar sem farið verður nákvæmlega yfir ferðatilhögun. Fundurinn hefst klukkan 20:00 miðvikudagskvöld en við viljum biðja hópstjóra að mæta fyrr, eða klukkan 19:30
Linkur á skráninu er hér. http://www.f4x4.is/event/litlunefndarfe ... orradalur/
Bestu kveðjur og sjáumst hress.
Litlanefndin
Næsta ferð Litlunefndar F4x4
Næsta ferð Litlunefndar F4x4
Síðast breytt af petur þann 10.jan 2014, 17:40, breytt 1 sinni samtals.
-
- Innlegg: 250
- Skráður: 20.mar 2013, 08:43
- Fullt nafn: Elmar þór Benediktsson
- Bíltegund: ssangyong musso
Re: Næsta ferð Litlunefndar F4x4
Hvaða dagsetning er á kynningarfundinum?
Re: Næsta ferð Litlunefndar F4x4
Afsakið að dagsetning gleymdist. Fundurinn er á miðvikudagskvöld.
Kv
Ph
Kv
Ph
Re: Næsta ferð Litlunefndar F4x4
Við viljum biðja þá sem hafa verið skrá sig í ferðina að athuga hvort nöfn ykkar séu ekki örugglega á listanum í skráningunn á heimasíðunni. Það er búið að vera einhver bilinu í skráningarkerfinu öðru hvoru. Ef þið hafið ekki náð að skrá ykkur þá viljum við biðja ykkur að vera í sambandi við okkur með tölvupósti litlanefnd@F4x4.is
Litlanefnd
Litlanefnd
-
- Innlegg: 59
- Skráður: 23.sep 2012, 12:50
- Fullt nafn: Halldór Freyr Sveinbjörnsson
- Bíltegund: Toyota hilux
Re: Næsta ferð Litlunefndar F4x4
Setti upp smá video af ferðinni í dag. Sett upp í flýti þannig það er ekkert 100% en gefur ágæta yfirsýn yfir góðan dag hjá okkur upp á fjöllum!.
http://www.youtube.com/watch?v=HLA170HWYQo&feature=youtu.be
Takk fyrir mig.
Kv Halldór
http://www.youtube.com/watch?v=HLA170HWYQo&feature=youtu.be
Takk fyrir mig.
Kv Halldór
Suzuki vitara 98.árg
Suzuki vitara 99.árg 33"
Chevrolet S-10 44" með 350cc
Suzuki Sidekick 33" 96.árg.
Toyota Hilux double cab með xtra cab palli (lengdur) 87.árg. 2,4L td 36" breittur. (Núverandi bíll)
Suzuki vitara 99.árg 33"
Chevrolet S-10 44" með 350cc
Suzuki Sidekick 33" 96.árg.
Toyota Hilux double cab með xtra cab palli (lengdur) 87.árg. 2,4L td 36" breittur. (Núverandi bíll)
-
- Innlegg: 147
- Skráður: 02.feb 2010, 17:24
- Fullt nafn: Jakob Bergvin Bjarnason
- Bíltegund: Cherokee ZJ
Re: Næsta ferð Litlunefndar F4x4
Flott video hjá þér!
Verst er að ég verð eiginlega að reyna að fara aftur næstu helgi til að klára verkið og komast á toppinn :)
Verst er að ég verð eiginlega að reyna að fara aftur næstu helgi til að klára verkið og komast á toppinn :)
Suzuki Vitara '97 32"
Jeep Grand Cherokee '95 38"
Jeep Grand Cherokee '95 38"
-
- Innlegg: 1100
- Skráður: 07.mar 2012, 12:17
- Fullt nafn: Ástþór Margrétarson
- Bíltegund: Nissan King Cab 1991
Re: Næsta ferð Litlunefndar F4x4
Takk fyrir myndbandið. Gaman að horfa á þetta virðist hafa verið mjög gaman og gott veður. Getum ekki beðið eftir að klára bílinn svo við getum farið að fara í svona ferðir :D
Nissan King Cab 1991 3.0 V6 BSK 36" - Dútlið, alltaf verið að breyta og bæta
787-2159
787-2159
-
- Innlegg: 59
- Skráður: 23.sep 2012, 12:50
- Fullt nafn: Halldór Freyr Sveinbjörnsson
- Bíltegund: Toyota hilux
Re: Næsta ferð Litlunefndar F4x4
Lindemann wrote:Flott video hjá þér!
Verst er að ég verð eiginlega að reyna að fara aftur næstu helgi til að klára verkið og komast á toppinn :)
Já það er einmitt stefnan hjá okkur að skreppa á laugardaginn eða sunnudaginn eftir því hvernig viðrar.
Suzuki vitara 98.árg
Suzuki vitara 99.árg 33"
Chevrolet S-10 44" með 350cc
Suzuki Sidekick 33" 96.árg.
Toyota Hilux double cab með xtra cab palli (lengdur) 87.árg. 2,4L td 36" breittur. (Núverandi bíll)
Suzuki vitara 99.árg 33"
Chevrolet S-10 44" með 350cc
Suzuki Sidekick 33" 96.árg.
Toyota Hilux double cab með xtra cab palli (lengdur) 87.árg. 2,4L td 36" breittur. (Núverandi bíll)
Re: Næsta ferð Litlunefndar F4x4
Halldorfs wrote:Lindemann wrote:Flott video hjá þér!
Verst er að ég verð eiginlega að reyna að fara aftur næstu helgi til að klára verkið og komast á toppinn :)
Já það er einmitt stefnan hjá okkur að skreppa á laugardaginn eða sunnudaginn eftir því hvernig viðrar.
Sæll, er komið eitthvað plan? var fyrir norðann núna um helgina og komst því ekki í þessa ferð, dauðlangar að prófa "nýja" jeppann minn í snjó.
er á 37" Hilux.
Kv. Hlynur
Til baka á “Ferðir og færð á fjöllum”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur