Varðandi 54" þá hef ég enga reynslu af að ferðast með slíkum trukkum svo ég er ekki dómbær á það. Hinsvegar hef ég heyrt fleiri en einn eiganda 49" trukka tala um að þeir séu engan veginn jafningjar 54" trukka og það segir mikið. Í sambandi við 54" trukkana hlakka ég til að sjá/heyra hvernig jeppinn hjá Herði mun virka, eðlisfræðin segir að hann muni gjörsamlega snýta trukkunum og e.t.v. vera algjör yfirburðajeppi en hvort það er raunin verður að koma í ljós.
Hinsvegar hef ég ferðast með/í nánd við 49" trukka og get ekki sagt miðað við það sem ég hef séð að þeir hafi hreina yfirburði. Slíkir hafa svo dæmi sé nefnt komið mér á óvart með hvað þeir halda lengi áfram í krapa sem öðrum er "ófær" en ég hef ekki enn ferðast með slíkum trukkum í erfiðri lausamjöll en það þætti mér mjög fróðlegt. Á móti kemur að ég hef stundum verið hissa á hvað þeir eiga erfitt í færi sem er ekki endilega svo þungt fyrir "venjulega" jeppa. Þurfa jafnvel lóló og lása til að skríða þar sem minni jeppar aka án vandræða og virðast slappir í hliðarhalla. Að lokum þá þarf ekki að fjölyrða um yfirburði þeirra þegar kemur að burðar- og dráttargetu.
Á heildina litið tel ég þá þegar upp er staðið með öflugustu alhliða ferðajeppum sem í boði eru. Stundum fara þeir e.t.v. hægar yfir en komast þó að lokum. Öðrum stundum komast þeir hraðar og komast stundum það sem aðrir komast ekki. Samhliða þessu bjóða þeir um leið upp á mikið rými og burð. Hinsvegar er ég ekki svo spenntur fyrir þessu "concepti" þó svo horft væri frammhjá peningahliðinni. Kysi frekar að smíða hraðskreiðann jeppa fyrir sömu upphæð, jeppa þar sem áhersla væri lögð á stöðugleika, fjöðrunareiginleika og snerpu. Slíkur jeppi yrði aldrei jafn þægilegur ferðabíll og stóru trukkarnir en mun skemmtilegri ;-)
Set hér inn myndir sem dæmi um hvað 49" trukkur átti mun erfiðara en 38" bíll í "normal" færi, ekki þungt og ekki hjarn. Þennan dag átti 38" bíll mun auðveldara með að komast um en 49" trukkurinn, þurfti reglulega að stoppa til að bíða. Sérstaklega var það áberandi að um leið og einhver hliðarhalli var þá hægði verulega á trukknum.
Kv. Freyr
38" för lengst til vinstri, hin eftir trukkinn.



